Mímir - 01.12.2016, Page 175
„Það er mín hollust harmabót /
hugann og mál að hræra“
173
Guðmundur Ólafsson (1 7. öld) skáld frá Söndum
í Dýrafirði20 ónafngreinda ekkju segja í harmljóði:
„Það er mín hollust harmabót / hugann og mál
að hræra".21 Minnir þetta óneitanlega á sálfræði-
meðferð nú á dögum, enda kalla þessi kvæði á
sálfræðilega túlkun; eiginlega eru þau eins og
samtalsmeðferð hjá almættinu. Með því að beita
sálfræðikenningum nútímans um sorgarferlið á
harmljóð er bókmenntagreinin túlkuð sem þáttur
í sorgarúrvinnslu 1 7. aldar manna vegna ástvina-
missis: Syrgjandinn biður um að á sig sé hlustað,
hann segir viðmælanda sínum frá missi sínum,
ræðir um sorg sína og söknuð, og lætur að lokum
huggast, sættist við orðinn hlut.
Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 1 7. öld
eru sprottin úr jarðvegi húmanisma og þau eru
undir áhrifum frá trúarsetningum lúterskrar kristni.
í þeim birtast jafnt samfélagsleg viðhorf sem
og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar.
Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður sam-
tímamanna skáldanna, og þau fást við tilfinningar
eins og gleði, sorg og huggun, vonir og vænt-
ingar, og viðbrögð við þeim. Þau opna glufu inn í
heim sem okkur er að mestu dulinn nú á dögum.
20 Hann var sonur sr. Ólafs Jónssonar (um 1560-1627) á Söndum sem var þekkt skáld
á sínum tíma. ICvæðasafn Ólafs hefur varðveist í allt að 25 handritum en nokkur lcvæði
eftir son hans, Guðmund, eru uppskrifuð aftast í sumum þeirra.
21 Lbs 837 4to, bl. i86v. Upphaf kvæðisins: „Guð minn blíður, eg girnist á /geðshægð
mér að safna...“.