Mímir - 01.12.2016, Page 181
Starfsannáll Mímis
179
Síðastliðnir tveir vetur hafa farið mildum höndum
um félaga í nemendafélaginu Mími og mikil
gróska verið í starfi félagsins.
Skemmtanalíf er stór hluti af lífi margra háskóla-
nema. Hefur það staðið I blóma síðustu ár hjá
félögum Mímis og fastir liðir verið á sínum stað.
Eitt Kraptakvöld var haldið á síðasta skólaári í
samstarfi við Torfhildi, nemendafélag bókmennta-
fræðinema. Þar bar stafsetningarkeppni nem-
endafélaganna hæst og fregnir herma að vaskur
Mímri hafi hreppt gullið.
í mars síðastliðnum var boðað til stórveislu í
húsi Framsóknarflokksins við Hverfisgötu þegar
árshátíð félagsins var haldin. Þar mættu Mímrar í
sínu fínasta pússi, borðuðu góðan mat, sungu og
skemmtu sér saman fram á nótt. Að sjálfsögðu
voru vítur veittar fyrir hegðun sem getur talist
ámælisverð. Kennarar voru þar eigi undanskildir
og voru meðal annars víttir fyrir að leyfa þágu-
fallssýki og taka leyfið svo til baka, og einnig fyrir
að mæta ekki í fyrstu kennslustund ársins. Bæði
kennarar og nemendur komust þó (mis)heilir frá
ávítunum og verður þessi árshátíð lengi í
minnum höfð.
Á vordögum var ný stjórn kosin á aðalfundi
félagsins. Mímisstjórn 2016-2017 skipuðu Hinrik
Hafsteinsson formaður, Ólöf Björk Sigurðardóttir
ritari, Bryndís Bergþórsdóttir gjaldkeri, Birgitta
Guðmundsdóttir skemmtanastjóri, Sigríður Diljá
Vagnsdóttir meðstjórnandi og Oddur Snorrason,
fulltrúi nýnema. Var það fyrsta verk nýrrar stjórnar
að skipuleggja próflokagleði, sem haldin var í
samstarfi við vini okkar í Torfhildi og Rýninum.
Sumarið var því boðið velkomið með grilluðum
pylsum, bulsum og ýmsum guðaveigum og voru
Mímrar greinilega fullir tilhlökkunar að fá loksins