Margt smátt - 01.10.2006, Page 9

Margt smátt - 01.10.2006, Page 9
Neyðaraðstoð og uppbygging ACT í Líbanon Stjórnvöld leggja til tvær milljónir Ijúlí 2006 horfði heimurinn á hvemig enn eitt iieyúarásíancl- ,ið skapaðist þegar stríúsátök bratust út i Líbanon. Uni það bil fjúrðungur af libönsku þjúðinni þurfti að fíy ja heimib sín og fínna skjúl frá verstu átökunum. Um það biÍ 1200 manns létu lífið og 15.000 heimili voru lögð í rúst. Hjálparstarf kirkjunnar fékk 2 millj- ónir króna frá íslenskum stjórnvöld- um til neyðaraðstoðar i Líbanon. Þær fóru til ACT-Alþjóðaneyðarhjálpar kirkna til að aðstoða 6.600 íjölskyld- ur eða um 40.000 manns í Suður- Líbanon, Mount Líbanon, Beirút og Beqaa. Aðstoðin fólst í að útvega vatn, hreinlætisvörur, sápu, sótthreinsandi oíl. Hver fjölskylda fékk matarpakka með hrísgijónum, sykri, olíu, dósamat, þurrmjólk ofl. sem átti að duga einni fjölskyldu í tvær vikur. Barnavörum s.s. bleyjum og þurrmjólk var dreift, skjól- gerðarefni, dýnum og mataráhöldum svo og nauðsynlegustu lyfjum. Ósprungnar sprengjur tefja uppbyggingu Tveimur mánuðum eftir að átökin hófust eru Líbanir að reyna að koma lífinu aftur í eðlilegt horf. ACT er ennþá til staðar að aðstoða með vatn og mat, sérstaklega i Suður-Líbanon. Fólk sem hefur misst heimili sín mun þurfa að bíða í flóttamannabúðum þar til uppbygging hefst. Osprungnar sprengjur á víð og dreif skapa mikla hættu og þegar hafa um 40 manns látið lífið við að nálgast heimili sín og hreyfa við sprengjum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum mun taka allt að 10 ár að hreinsa landið en u.þ.b. 70% af landi þar sem verstu átökin áttu sér stað eru stráð sprengjum. Börn í flóttamannabúðum I flóttamannabúðum ACT er sér- staklega reynt að skapa góðar aðstæð- ur fyrir börn. Leikjanámskeið og skemmtanir eru nauðsynlegur partur af endurhæfingu barna. Flest ])eirra hafa upplifað atburði sem engin börn, aldrei, ættu að þurfa að gera. Á einu slíku námskeiði voru börn látin teikna framtíðardrauma sína. 1 fyrstu var rnikið teiknað af sprengjum og stríði. En nokkrum vikum seinna voru þau aftur farin að teikna blóm, tré og fugla. Najawa er níu ára gömul stelpa sem enn býr með fjölskyldu sinni í kirkju í Beirút: „Eg held að allir fuglar hafi flutt frá Líbanon og að blómin okkar hafi verið brennd,“ sagði hún. En svo hugsaði hún sig aðeins um og bætti við: „En ég held að fuglarnir komi einhvern daginn til baka.“ Ef trúin getur flutt fjöll, þá getur hún líka flutt fugla. Lydia Geirsdótti?• verkefnastjóri Najawa teiknabiþessa mytid í áfallahjálp Alþjóðatieyðarhjálpar kirkna, ACT. IH IOELAISIDAIRHOTELS W W W s

x

Margt smátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.