Margt smátt - 01.10.2006, Síða 11

Margt smátt - 01.10.2006, Síða 11
The Constant Gardener Hugleiðingar um ástand mála í Afríku Fyrir nokkrum missirum var sýnd í kvikmyndahúsum okkar öndvegismynd, The Constant Gardener, eftir spennusögu meistara John le Carré. Hún er nú komin á disk og auðvelt að nálgast á mynd- bandaleigum. Myndin er ekki aðeins býsna góð spennumynd með leik- urunum Ralph Fiennes og Rachel Weisz heldur fléttast inn í hana falleg ástarsaga og snörp samfélagsádeila, sem mér fmnst vera það veigamesta í myndinni. Baksvið myndarinnar er harð- neskjulegt daglegt líf í suðurálfu, þar sem lífskjörin eru víða afar kröpp. Það virðist sem mörg atriði í mynd- inni séu tekin á staðnum í iðandi mannhafinu. Ryðguð bárujárnsþök gefa þéttbyggðum þorpunum lit, börn og búsmali leika sér i opnum sorplækjum sem renna eftir þröng- um götunum. Berklar og alnæmi hrjá fólkið á öllum aldri og sjúkrastof- urnar eru ekki upp á marga fiska. Ralph Fiennes leikur hæglát- an embættismann við útibú breska sendiráðsins í fátæku héraði í Kenýa. Hann dundar sér við garðyrkju í tómstundum og kemur þaðan nafn- fiALPH FlEHM'iS 1 fiACHEl WEISZ IGKLY ANTlClPATED iNTERNATIONALTHRILLER FHOMJOHHLtCAHRÉ v”'° í FERHAND3 MtlRtLLES THt ACADfMY AWRO'NOMiNATLD QiRECTOR OF CI1Y0F600 ið á myndinni. Atburðarásin berst vítt um byggðir og sveitir. Eg hef ferðast um mörg slík lönd Afríku og upplifað þetta sama umhverfi víða, en ég komst aldrei svo vel niður í grasrótina né inni í kviku mann- lífsins sem svo vel kemur fram í myndinni. Eitt veigamesta atriði myndarinn- ar er svikaflétta sem stórt lyfjafyr- irtæki er að vefja með opinberum aðilum heima í Bretlandi og í Kenýa. Lyfjarisi þessi fékk með pukri og leynimakki að gera tilraunir með ný berklalyf á dauðvona alnæm- isjúklingum í Afríku, því mikið lá við að koma lyfinu sem fýrst á mark- að vegna samkeppni á lyfjamarkaði heimsins. Ekki virðist hafa kornið til greina að gera slikar tilraunir á hvítum heima í Evrópu. Eru hvít- ir menn merkilegri en svartir? Má frekar fórna svörtu fólki á „altari vísindanna” en hvítu? Auk þess var í húfi atvinna stórs hóps manna í afskekktum byggðum Bretlands og atkvæði í viðkvæmu kjördæmi. Störf í Evrópu virðast hafa forgang umfram líf og limi annars staðar. Eiginkonan ástfangna, Tessa, var afar tortryggin í eðh sínu og mikil baráttukona gegn illsku og hættum nútímans. Með klækjum og útsjón- arsemi komst hún á snoðir um þenn- an svikavef. Hefst þá atburðarás sem enginn fær stöðvað. Myndin er geysiáhrifamikil og vekur áleitnar spurningar um siðferði hvíta manns- ins gagnvart hinum svarta ekki síður en siðgæði í stjórnmálum og í við- skiptum á Vesturlöndum. Þetta efni fellur vel að umræðunni undanfar- ið um siðferðisbrest í viðskipta- og stjórnmálalífi á Vesturlöndum. Hér er því reitt hátt til höggs. Þorsteinn Magnússon SPRON Vaxtabót 13% vextir* Óverðtryggður sparnaðarreikningur sem ber allt að 12,50% vexti.* SPRON Viðbót 4,80% vextir* Tveir sterkir Verðtryggður sparnaðarreikningur sem ber allt að 4,80% vexti.* - sparnaðarreikningar á Netinu ! I Þú getur stofnað reikning á spron.is Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON f síma 550 1400 eða á spron.is *Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 21. ágúst 2006

x

Margt smátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.