Margt smátt - 01.10.2006, Side 14

Margt smátt - 01.10.2006, Side 14
Stiklaö Astþór ísak Gunnarsson afhentipeningana en Lydia Geirsdóttir verkefnastjóri hjá Hjálparstarfinu tók við þeim í vettvangsferð barnanna íÞjóðminjasafnið. Þorsteinn Pálsson nýr formaður stjórnar A aðalfundi 9. september var kosin ný stjórn Hjálparstarfsins. Þorsteinn Pálsson ritstjóri, fulltrúi kirkjuráðs í fulltrúaráði Hjálparstarfsins var kosinn formaður og þau Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur og Gunnar Sigurðsson kerfisfræðingur meðstjórnendur. I varastjórn eru sr. Elínborg Sturludóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir útibússtjóri hjá Landsbankanum. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fráfarandi stjórnarformanni Einari Karli Haraldssyni og Hönnu Pálsdóttur meðstjórn- anda fyrir vel unnin störf í þágu stofnunarinnar. Tombóla Sesselja Benediktsdóttir og Telma Rún Ingadóttir héldu tombólu í Þorlákshöfn í sumar. Þær söfnuðu 3.700 krónum. Það dugar t.d. til þess að greiða skóla- og heimavist íyrir eitt barn á Indlandi í mánuð og skólavist og skólamáltíðir fyrir barn sem býr nálægt skólanum og sefur heima. Það er ekki svo lítil gjöf! Bestu þakkir. hjálparstarf og vinna að öryggismálum alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka í Irak. Lydia var nú síðast verkefnastjóri hjá Læknum án landamæra, hafði umsjón með því að koma á fót næringarmiðstöðvum fyrir vannærð börn í Nígeríu og var framkvæmdastjóri verkefnisins. Hún kemur inn í hóp fjögurra starfsmanna Hjálparstarfsins. Fermingarbörn í Bústaðakirkju keyptu 10 geitur Fermingarundirbúningur í Bústaðakirkju hófst í ágúst. Um 100 börn fermast þar i vor og fékk Hjálparstarfíð tækifæri til að segja þeim frá verkefnum sínum einn eftirmiðdaginn. Brá svo við að tveimur dögum síðar var hringt úr kirkjunni. Höfðu krakkarnir þá tekið sig saman um að safnað 12.000 krónum. Kirkjan lagði sömu upphæð á móti og verður því hægt að kaupa 10 geitur fyrir framlagið. Krökkunum leist vel á hvað geit getur breytt miklu fýrir fátækar fjölskyldur í Malaví sem taka þátt í verkefni Hjálparstarfsins þar. Geitin gefur mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og þá kjöt og skinn. Hljómsveitin Guitar Islancio fylgir í kjölfarið með tónleikum 23. apríl 2007. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálp- arstarfsins úthlutar boðsmiðum á tónleikana í samvinnu við ýmis félög s.s. Geðhjálp, Vin, Hugarafl, Klúbbinn Geysi ofl. Tónleikarnir eru allir haldnir í Listasafni Islands á mánudög- um kl. 14:00. Gunnar Kvaran sellóleikari á frumkvæðið að tónleikunum og er listrænn stjórnandi þeirra. Hann er styrktarmaður Hjálparstarfsins og vel kunnugur starfi henn- ar. Styrktaraðilar tónleikanna eru Minningarsjóður Mar- grétar Björgólfsdóttur, Listasafn Islands og Prentmet. IVýr starfsmaður Lydia Geirsdóttir hóf störf sem verkefnastjóri hjá okkur þann 1. júlí. Hún mun hafa með höndum samskipti við samstarfs- aðila Hjálpastarfsins í verkefnalöndum í Afr- íku og á Indlandi, koma að stefnumótun, otun og samskiptum við stjórnvöld á Islandi, sem og að þróa tengsl við fyrirtæki, stétt- arfélög og fagsambönd auk samvinnu við frjáls félagasamtök hér heima. Lydia lauk meistarnámi í þróun og alþjóðlegri samvinnu frá háskólanum Lydia Geirsdóttir í Gautaborg árið 2003. Lydia hefur starfað sem hjálparstarfsmaður hjá alþjóðlegum frjáls- um félagasamtökum, þ. á m. verið framkvæmdastjóri Sam- hæfxngarráðs frjálsra félagasamtaka í Irak, the NGO Coor- dination Comittee in Iraq. Hlutverk ráðsins var að samhæfa Boðsmiðar á tónleikaröð Glæsileg tónleikaröð hófst þann 4. september en tónleik- arnir eru ætlaðir þeim sem vegna þröngra fjárráða geta ekki sótt ýmsa listviðburði. A þeim fyrstu lék Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó. Næstu tónleikar verða 23. október og leik- ur þá Blásarakvintett Reykjavíkur. Þann 19. mars 2007 leikur Elísabet Waage á hörpu og Guðrún Birgisdóttir á flautu.

x

Margt smátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.