Margt smátt - 01.10.2006, Side 15
Seldum geit aðra hverja mínútu
A menningarnótt seldist geit aðra hverja mínútu. Geitasalan
var liður í dagskrá Hjálparstarfsins og Biskupsstofu en við
vorum í fyrsta sinn með opið hús á menningarnótt í ár. Yið
byrjuðum kl. 14 að selja geitur og hættum kl. 18:30. Tiltækið
var til styrktar verkefni í Malaví þar sem fólki er gert kleift að
eignast geit sem þátt í að tryggja betur afkomu sína. Um er
að ræða 600 fjölskyldur sjálfsþurftarbænda sem við höfum
unnið með í fjögur ár. Verkefnið felst í að afla vatns, nota það
Glaðir og reifir geitakaupendur.
í áveitur, til skepnuhalds eða í fiskiræktartjarnir. Allt miðar
þetta að því að gera fólkið ekki eins háð uppskerunni og
birgðulu veðri, og um leið að gera fæðuna fjölbreyttari og
heilsuna því betri. Starfsfólk Hjálparstarfsins hafði ekki við
með posann og þær Dáfríður og Dís, geitur úr Húsdýragarð-
inum, gerðu sitt til að laða fólk að. Sjálfboðaliðar gengu um
Laugaveginn og dreifðu miðum um söluna þannig að fólk
væri viðbúið þegar það kæmi að básnum okkar.
Við þökkum Húsdýragarðinum, lögreglunni í Reykjavík
og gestum menningarnætur fýrir samstarf og frábærar und-
irtektir.
Hjálparstarfíð flytur úr 101 og upp í Grensás
Verið er að breyta húsnæði í kjallara Grensáskirkju eftir þörf-
um Hjálparstarfsins en starfsemin flytur þangað um áramót.
Umfang starfsins er orðið meira. Með nýrri stefnumótun
er ætlunin er að þrefalda tekjur stofnunarinnar á árabilinu
2006-2010. Það kallar á nýjan starfsmann sem ráðinn var í
sumar og þar með stærra húsnæði. Húsnæði í Grensáskirkju
er á vegum kirkjuráðs og verður það látið í té endurgjalds-
laust. Þar verður meira rými fyrir starfsmenn, matarbúr og
lager. Gengið verður inn að aftan og norðan við kirkjuna.
Fyrir framan eru góð bílastæði sem hefur bráðvantað á
Vatnsstígnum. Leið 11 gengur að kirkjunni frá Hlemmi og
Mjódd.
Gjafabréfin eru orðin sex
Gjafakort Hjálparstarfsins eru núna orðin sex. Hægt er að gefa gjafabréf til fimm málefna eða óeyrnamerkt og
er framlagið þá notað i þau verkefni sem brýnust eru hverju sinni. Þegar þú gefur gjafakort skrifar þú stuttan
texta til að ávarpa móttakandann sem við prentum á kortið. Svo er staðlaður upplýsingatexti um verkefnið
sem stutt verður fyrir kaupverð á gjafabréfinu. Upphæðir geta verið allt frá 1500 kr. en geitin kostar þó 2.400
kr. og er sú upphæð bundin. Þú sækir eða við sendum þér
bréfið eða beint til móttakanda.
Veldu málefni:
Efri lina
Vatn í Afríku
Geitur handa fátækum fjölskyldum í Afríku
Neðrí lína
Menntun barna á Indlandi
Leysa þrælabörn úr ánauð
Þar sem þörfin er mest, óeyrnamerktar gjafir
Framtíðarsjóður, menntun efnalítilla ungmenna á íslandi