Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 4

Vestfirðingur - 01.05.1989, Blaðsíða 4
4 Vestfirðingur Radarstöðin á Bolafjalli við Bolungarvík Baráttan gegn herstöðvum verður að halda áfram Gils Guðmundsson í viðtali við Jón Torfason Gils Guðmundsson var fyrst kjörinn á þing fyrir Þjóðvarnar- flokkinn árið 1953 og átti sæti á þingi til 1956. Aftur var hann kos- inn á þing á vegum Alþýðubandalagsins og var alþingismaður allt til ársins 1979. Allt frá því íslendingar gengu í Atlantshafsbanda- lagið og herinn settist hér að hefur hann staðið manna fremst í flokki gegn hernáminu. Gils átti sæti á þingi árin 1971-1974 en þá var við völd ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og hafði ákvæði í málefnasamningi sínum um að herinn hyrfi úr landi þótt ekkert yrði raunar úr því á endanum. Við ætlum að fræðast af Gils um atburðarásina þessi ár og hvað varð til þess að herinn fór ekki þá. Hver var aðdragandi þess að herstöðvamálið komst á dagskrá hjá stjórn Ólafs Jó- hannessonar? - Eftir kosningarnar vorið 1971 þarsem viðreisnarstjórnin svonefnda missti meirihluta sinn var mynduð stjórn Al- þýðubandalags, Framsóknar- flokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Það sem auð- veldaði þá stjórnarmyndun og knúði sérstaklega á var sú samstaða sem hafði náðst milli þessara flokka fyrir kosning- arnar um ákveðnar aðgerðir í landhelgismálinu, um 50 mílna kröfuna. Það var mikill vilji hjá þessum flokkum, sérstaklega Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki að ná saman ríkis- stjórn um þetta stóra mál öðr- um fremur. Síðan komu önnur mál í tengslum við landhelgis- málið eins og byggðamál og svo krafa Alþýðubandalagsins um herstöðvamálið. Vegna þessa eindregna vilja um að mynda ríkisstjórn um landhelgismálið var aðstaðan skárri en oft áður til að ná einhverjum áfanga í hermálinu. Það hafði verið svo einkenni- legt um Framsóknarflokkinn að á hverju flokksþingi eftir annað voru gerðar samþykktir um það að unnið skyldi að brottförhersins. Hinsvegarvar vitað allan þann tíma að ekki var meirihlutavilji fyrir því, að minnsta kosti ekki á þeirri stundu, í forystu flokksins eða þingflokki. En herstöðvaand- stæðingar, bæði innan Fram- sóknarflokksins og við í Al- þýðubandalaginu, vitnuðu náttúrulega til allra þessara samþykkta sem æðsta stjórn flokksins hafði gert og það hafði sitt að segja. Hitt var annað mál að þá eins og alltaf var erfitt að fá fram nokkra ákveðna samþykkt um herstöðvamálið. Ég átti sæti í viðræðunefndinni um stjórnar- myndunina og ég verð að segja það að ég varð fyrir vonbrigð- um með þriðja stjórnar- flokkinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, að hann var alls ekki eins eindreginn eða heill í þessu máli og ég hafði vænst. Þar voru ekkert síður en innan framsóknar menn sem vildu fara sér hægt eða ekkert aðhafast í þessu máli. Hvaða menn voru það eink- um ? - Ég held að hvorki Björn Jónsson né Hannibal Valdi- marsson hafi haft mikinn áhuga á því máli. Magnús Kjartanson, sem þá var í fullu fjöri og harður samn- ingamaður, átti harðastar rimmurnar um að ná fram af- dráttarlausum ákvæðum um herstöðvamálið. Hann beitti sér af mikilli hörku og öllu sínu atfylgi fyrir því og við Alþýðu- bandalagsmenn fylgdum hon- um allir einhuga og studdum hann í kröfunni um brottför hersins. Þetta var nokkuð þungt fyrir fæti en þó hafðist þetta og inn í stjórnarsáttmálann fékkst þetta ákvæði: „Varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoðunnar eða uppsagnar í því skyni, að varn- arliðið hverfi frá íslandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu.“ Mikið var nú togast á um þetta orðalag „skal að því stefnt“ til að reyna að fá það út en þetta var það ítrasta sem virtist vera hægt að teygja menn inn á og varð eiginlega býsna merkilegt skref þegar gera má ráð fyrir því að töluverður meirihluti þingmanna var á móti því að hreyft væri við her- stöðvasamningnum. En sem sagt, það voru tvö atriði sem ollu því að það var þó hægt að ná þessu inn,.svo loðið sem það var, annað að hægt var að vitna til áðurnefndra flokks- samþykkta framsóknarmanna um hermálið og hitt að það var almennur vilji í þjóðfélaginu til þess að þessir flokkar mynduðu ríkisstjórn, sér í lagi til að færa út landhelgina. Landhelgismálið var sett á oddinn? - Já, eins og segir í stjórnar- sáttmálanum þá skyldi land- helgismálið hafa algeran forgang, enda vitnuðu fram- sóknarmenn oft í það orðalag þegar farið var að knýja á um efndir í herstöðvamálinu. Reyndar voru allir sammála um það að fyrstu mánuðirnir skyldu fara í undirbúning land- helgismálsins og í rauninni ekki neinar deilur þar um. En þegar fer að líða fram á árið 1972, eft- ir svona eitt ár, þá förum við Al- þýðubandalagsmenn að ýta á að farið verði að sinna her- stöðvamálinu. En það gekk seint og mörgu borið við, m.a. því að þar sem það væri við- kvæmt innan sumra stjórnar- flokkanna þá mætti ekki rjúfa eininguna um landhelgismálið. Það er ekki fyrr en vorið 1973 sem loksins er hægt að knýja fram að ósk um endurskoðun varnarsamningsins var send til Bandaríkjastjórnar. Pað hefurþá tekið hátt í ár að ná þvífram í ríkisstjórninni? - Já, við létum okkur lynda fram á árið 1972 að landhelgis- málið hefði algeran forgang. Síðan gekk það í kröfugerð og rekistefnu í nærri heilt ár fram á vor 1973 að fá endurskoðunar- kröfuna fram. Ósk ríkisstjórn- arinnar um endurskoðun samn- ingsins var formlega borin fram í lok júnímánaðar 1973. Atlantshafsbandalagið lét til sín heyra um málið og fram- kvæmdastjóri þess á þönum milli landa til að vara við því að herinn væri látin fara: Þrátt fyr- ir það að hann hefði afskipti af málinu lá fyrir að viðræðurnar færu fram á milli íslendinga og Bandaríkjanna því þær áttu að snúast einvörðungu um veru hersins hér en ekki aðildina að Nató. Allt árið 1973 er þetta mál mikið í sviðsljósinu og það kemur varla út það eintak af Morgunblaðinu að ekki sé hamrað á því að hcrinn megi ekki fara. Þverbrestir innan stjórnar- flokkanna fara að koma í ljós þegar leið á árið 1973 og var sýnt að verulegur ágreiningur væri milli stjórnarflokkanna í herstöðvamálinu og ekki þurfti að spyrja um afstöðu Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks. í ára- mótagreinum formanna stjórn- málaflokkanna komu fram ólíkar áherslur og gaf það vís- bendingar um að harðar deilur væru framundan um herstöðva- málið. Þá kemur Varið land til sögu- nnar. Ekki veit ég um undir- búning þeirra en ég held að það hafi verið í ársbyrjun 1974 sem forsprakkar Varins lands eru búnir að skipuleggja undir- skriftaherferð sína til stuðnings hernum. Þeir höfðu skipulagt sig býsna vel, hófu snögga sókn og varð ótrúlega mikið ágengt. í yfirlýsingu þeirra stóð m.a.: „Við undirrituð skorum á ríkis- stjón og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan At- lantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær óform um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins“. Skömmu áður en Varið land birtir niðurstöður sínar leggur Einar Ágústsson utanríkisráð- herra fram tillögur í ríkisstjórn- inni um brottför hersins í áföngum. Þessar tillögur eru síðan ræddar í ríkisstjórn og stjórnarþingflokkunum og eftir miklar umræður næst á endan- um, 22. mars, samkomulag um viðræðugrundvöll við Banda- ríkjamenn. Viðræðugrund- völlur þessi sætir gagnrýni úr tveimur áttum. Annars vegar frá þeim sem telja tillögurnar „ábyrgðarlausar“ og tryggi eng- an veginn öryggi íslands", eins og fulltrúar stjórnarand- stöðunnar í utanríkismála- nefnd komst að orði. Morgun- blaðið telur samninginn „svik við íslensku þjóðina og öryggis- hagsmuni hennar. “ Á hinn bóg- inn gagnrýna ýmsir herstöðva- andstæðingar tillögurnar harð- lega, telja þær óljósar og tákna undanhald og jafnvel hrein svik við ákvæði málefnasamnings- ins um þessi efni. Þegar þetta samkomulag er nýgert eru birtar niðurstöður Varins lands en 55.522 einstakl- ingar skrifuðu undir stuðnings- yfirlýsingu við veru bandaríska hersins hér á landi. Árangur þeirra var satt að segja verulegt áfall fyrir okkur sem höfðum verið að berjast fyrir því að losna við herinn. Hvernig skýrir þú árangur Varins lands? - Þeir skipulögðu sig vel, tókst t.d. að ná í forystumenn á hverjum stað, atvinnurekend- ur, forstöðumenn fyrirtækja og stofnana og beita þeim fyrir sig. Morgunblaðið hefur líklega verið ennþá sterkara á þeim árum en nú og það hafði hamast til stuðnings herliðinu allann stjórnartímann. Svoerueinsog oft vill verða margir smeykir við allar hugsanlegar breyting- ar. En innrás Sovétmunna í Tékkóslóvakíu 1968. Heldurðu að hún hafi haft eitthvað að segja íþessu sambandi? - Já, á sínum tíma hafði hún afarslæm áhrifog sljóvgaði alla baráttu lengi á eftir. Enda var oft vitnað til þeirra atburða í Morgunblaðinu og víðar. Eitt atriði enn. í ársbyrjun 1974ganga margirforystumenn í framsóknarfélögum og Fram-

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.