Vestfirðingur - 04.06.1999, Side 2
2
Vestfirðingur
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Smári Haraldsson
Sími 456 4017
Netfang smari@fvi.is
Málgagn Alþýðubandalagsins
í Vestfjarðak jördæmi
Miðtún 33 • 400 ísafjörður
Upplag: 3800 eintök
Blaðstjórn:
Ásdís Ólafsdóttir
Elísabet Gunnlaugsdóttir
Helgi Ólafsson
,J»n Ólafsson, sími 456 6212
Sæmundur Kr. Þorvaldsson
Prentvinnsla: H-prent ehf., Ísatírði
KarlV. Matthíasson
Á sjómannadegi 1999
Þá er sjómannadagurinn kominn enn eitt
skiptið. Ásjómannadeginum minnumstvið
í þökk þeirra sjómanna er hafa farist vegna
starfa sinna á sjónum. Áður fyrr gat enginn
vitað þegar bátur reri úr vör hvort hann
kæmi aftur að landi og reyndar er það svo
enn í dag þó við teljum okkur nokkuð örugg
með það að skipin komist heil heim. Hér er
um að þakkabættum skipakosti, auknum
öryggisreglum, framförum í veðurspám og
ýmsum fleiri þáttum t.d. í fjarskiptum o.fl.
o.fl. Tæknin verður þó aldrei það mikil að við
munum ekki missa menn í hafið. Á þessum
sjómannadegi minnumst við því í þökk og
söknuði þeirra íslensku sjómanna, er féllu
frá við störf sín frá síðasta sjómanndegi. Við
minnumst einnig annarra sjómanna. Guð
blessi minningu þeirra. Guð styrki alla þá er
syrgja og sakna og gefi þeim von.
Umhverfi sjávarútvegsins hefur tekið
^íurlegum breytingum á undanfömum árum,
sérstaklega hin allra síðustu. Svo ör hefur
þróunin orðið að stjórnvöld hafa misst öll
tök í þessum málaflokki. Fjármagnið oghið
blindalögmál markaðarins er að drepaýmsar
sjávarbyggðir með mismiklum hraða.
Útgerðin og sjávarþorpið hafa átt samofna
sögu. En nú eru að verða skil þarna á milli
því í sumum sjávarþorpum er útgerð næstum
horfin. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Hér
verður að bregðast snöggt við. Fólkið sem
eftir er í byggðunum verður að hafa rétt til
að bjarga sér, verður hafa neyðarrétt til að
stofna til útgerðar án þess að þurfa að borga
einhverjum einstaklingum óheyrilegar
fjárhæðir. í kosningabaráttunni lagði
Samfylkingin áherslu á þennan rétt og það
mun hún gera áfram. 44. 000 íslendingar
kusu Samfylkinguna. Það er ekki síst vegna
þess að hún þorir að tala um þessi mál á
grundvelli jafnréttissjónarmiða en ekki
sérhagsmuna oggræðgi. Vertu með í baráttu
Samfylkingarinnar fyrir því að endurheimta
réttindi sem við þurftum eitt sinna að ná úr
hendidanskavaldsinsog annarrayflrvalda.
Þvífyrrþvíbetra.
Með bestu kveðjum.
Karl V. Matthíasson
L________________________________A
Sólborqarvals
- Ljóðakorn tileinkað stríðsmönnum þjóðarinnar og hetjum hafsins. Eftir Bensa.
Hún Sólborg er sigin frá landi
og síðbúin skilnaðarorð.
Á bakkanum konurnar góna í gríð
og Gústi er kominn um borð.
Ýmsir voru eilítið hýrir
og örlítið brúkuðu kjaft
er Gunnar um sexleitið sótti þá upp
hann setur menn stundum í haft.
Og menn dingla um stund
meðan siglt er út sund
og seytill á pitlunni er.
Og menn kneyfa sitt staup,
brúka kjaftæði og raup
og í kojuna stinga þeir sér.
Og Sólborg hún siglir frá landi
á svipstundu er búið allt þras.
En Guðmundur Sigurðs. í sakleysi spyr:
Er það svona þegar menn fara í glas?
En hetjunum svefninn er sætur
og samviskan þeirra er kvitt,
Jafnvel Sigurður G. fær sér dálítinn dúr
og hann dreymir um þetta og hitt.
En með andlitin bleik
þeir fara aftur á kreik
að sínum önnum hver hetja þá snýr,
og sjálfur Ólafur Rós
þetta alþekkta ljós
er nú aftur svo stilltur og hýr.
í kvöldblíðu logni er kastað
enginn kaldi af nokkurri átt.
Háþrýstisvæði af Halanum er
og hafið er töfrandi blátt.
Svæfandi vaggar það Sólborg
þá sækir á vaktina mók.
En karlinn í glugganum gargar og hrín
þá glottir hver hásetablók.
En þeir segja þó fátt
þó hann hafi svo hátt
að það hálfa sér aldeilis nóg
flestir elska þeir hann
þennan orðvara mann
þetta ísfirska skipstjóra hró.
Það er gaman að sigla á Sólborg
því Sólborg er prýðilegt fley
og gæti ég fengið þar grútarmanns djobb
Guð veit ég neita því ei.
En í grútnum hann Skúli þar gaufar
af græjunum hans leggur oft þef
ef Grímur í skyndingu gengur þar hjá
þá grípur hann fyrir sitt nef.
En slíka fýlu og þef
svona forláta nef
ekki finna skal lengur um borð
því á morgunn allt rót
allan skít einsog skot
þrífur Skúli og segir ekki orð.
Hann Láki er ljómandi kokkur
með list sinni slær hann öll met,
brúngula kássu hann býr til úr hval
sem blækurnar halda að sé kjét.
Og þó að hann Láki sé lasinn
hann læknar allt eins og skot
í fórum hans geymt er eitt forláta lyf
sem fíl gæti slegið í rot.
Þótt on’í sinn kvið
til að fá einhvern frið
renni fimmtíu pillum í senn,
og þótt honum sé tamt
að gleypa tífaldan skammt
þá tórir hann Þorlákur enn.
í vélinni baukar hann Bogi
hann Bogi sem lagfærir allt
sem uppí hendur sér fengið hann fær
því Finnboga hugvit er snjallt.
En aumingja skinnið hann Ambi
ábyrgð á vélinni ber
því klukkan er orðin svo andskoti margt
þegar Óli úr kojunni fer.
En ef að þú sérð
minnka íleytunnar ferð
yfir freyðandi hafið um stund
niðri fírplássi á
máski dottinn í dá
er hann Dóri og fallinn í blund.
Þá er tíðinda lítið hjá Tona
því talar hann stundum svo fátt.
Öll armæða heims á hans andloti skín
því örlögin leika hann grátt.
I huga sér raunir hann rekur
og rýnir í kulnaða glóð.
Það gerðist svo margt útí Grímsby og Hull
sem hann geymir í minningarsjóð.
Angur sækir á hann
þennan síhrygga mann
og sál hans er döpur og þreytt
en svo göfug og hrein
er þó gleði hans ein
sú, að grípa í tuttugu og eitt.
Á Sólborg er masað svo mikið
og meira en frá verði skýrt.
En þorskurinn veiðist og Hjörtur er hás,
og holdið á Dúlla er rýrt.
Það harðnar í veðri úti á Hala
og heimþrá að körlunum sest.
Þeir hífa upp skaufann og halda til lands
með helling af plokkfiski í lest.
Hýrnar karlanna lund
þegar siglt er inn sund
á Sólborgu fögnuður býr.
Þegar er komið úr för
þá er kæti og fjör
þá er kerlingin brosmild og hýr!
Bensi var skáldanajn Eggerts Halldórssonar
athafnamanns og eins af eigendum Norður-
tangans. Eggert vargóður hagyrðingur. Hann
var ojt Jenginn til að setja saman gaman-
kvæði. Gunnlaugur Jónasson, bóksali, söng
þennan brag á árshátíð Sólborgarmanna við
lag Sjómannavalsins.