Vestfirðingur - 04.06.1999, Blaðsíða 8

Vestfirðingur - 04.06.1999, Blaðsíða 8
28 ár á sjó 29 ár á höfninni Sjá viðtal við Sturlu Halldórsson á bls. 3 Vestfirðingur sendir sjómönnum ogjjölskyldum þeirra sínar bestu kveðjur og heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. 1. tölublad Sjómannadagurinn 1999 41. árgangur Frá sjómannadeginum á ísafirði Kjördæmisráðstefna Samfylkingarinnar á Vestfjörðum næsta haust Samfylkingin á Vestfjörðum hélt fund á Hótel ísafirði, þriðjudaginn 1. júní 1999. Á fundinum var kosin 5 manna nefnd til að undirbúa kjördæmisráðstefnu Samfylkingarinnar og stofnun formlegra stjórnmálahreyfíngar. Stefnt er að því að kjördæmisráðstefnan verði haldin um mánaðarmótin ágúst/ september í haust. Með tilliti til fyrirhugaðra breytinga á kjördæmaskipaninni var samþykkt að bjóða þingmönnum Samfylkingarinnar á Vesturlandi og Norðurlandi Vestra að sitja ráðstefnuna. í undirbúningsnefndinni eiga meðal annarra sæti tveir fulltrúar ungliðahreyfingarinnar Atlas, en mikill kraftur er í starfsemi félagsins. Ljósm.: Guðbjartur Ástþórsson og Sturla Halldórsson. Ljósm.: Guðbjartur Ástþórsson.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.