Vestfirðingur - 04.06.1999, Blaðsíða 5

Vestfirðingur - 04.06.1999, Blaðsíða 5
Vestfirðingur 5 Hjónin Sturla og Rebekka. Alberts Guðmundssonar. Það var samþykkt og gekk Karvel af fundi. Skömmu síðar kom hann með Albert á fundinn. Albert spurði hvað hann ætti að gera þar. „Ég á ekkert atkvæði á Vestfjörðum” sagði Albert. Alberti var nú gerð grein fyrir málinu. Albert, sem var formaður stjórnar Útvegsbankans, sagði að það yrði fundur í stjórn bankans kl. 10 daginn eftir og að þeir mættu hafa samband við sig kl 11. Það var gert og var Útvegs- bankinn tilbúinn að lána 1,5 milljónir króna ef Landsbankinn gerði það sama. Sá bankastjóri Landsbankans, sem hafði með þessi mál að gera var úti í Bandaríkjunum. Þannig að þessi von virtist vera úti. Albert bauðst þá til að reyna enn frekar. Hann fékk að mæta á fund bankaráðs Landsbankans og tala fyrir málinu. Niður- staða bankaráðsins var að Landsbankinn var til í að lána sinn hluta. Þegar kom að því að skrifa undir lánið setti Sturla það skilyrði að það færi ekki af kvóta bankans á ísafirði. Eftir nokkurt þref fékkst það í gegn. Þetta mál hafði þá leist farsællega fyrir tilstilli Alberts Guðmundssonar. Fjölskyldan Éggiftist Rebekku Stígs- dóttur frá Horni þann þrítugasta og fyrsta des- ember árið 1944. Við höfum átt sex börn. Misst- um elsta barnið okkar, Guðjón Elí fæddan 15. september 1945, í slysi þann 21. febrúar 1958. Hann var að renna sér ásamt fleirum á maga- sleða, hér upp í hlíðinni og lenti þar á steini og kast- aðist síðan á húsgrunn. Næstur í röðinni er Frí- mann Aðalbjörn, fæddan 12. júlí 1947 og er hann skipatæknifræðingur og starfar hjá Skipatækni h/f. Hann er giftur Auði Har- aldsdóttur ogeiga þau þrjú Danmark - listasmíð eftir Sturlu Halldórsson. FERJAN BALDUR STYKKISHOLMI SÍMI: 438 1120 - FAX: 438 1093 BRJÁNSLÆK SÍMI 456 2020 E-MAIL: ferjan@aknet.is NETFANG: www.aknet.is/ferjan „ jöuci'J. 1 ) r 75 AR A , BREIÐAFIR Sigling yfir Breiðafjörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. Sumaráætlun 1999: Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og kl. 16:00. Frá Brjánslæk kl. 12:30 og kl. 19- Úr siglingu Kiwanis með eldri borgara um Djúp í júní 1991. börn og tvö barnabörn. Þá kemur Jónína fædd 4. nóvember 1949, skrif- stofudamaáAkureyri. Hún er gift Helga Jónssyni rafvirkja og starfar hjá RARIK á Akureyri, þau eiga eina dóttur, áður átti Jónína tvö börn með Guð- mundi Jóhannessyni sem hún bjó með áður en hún giftist Helga. Jónína á sem sagt 3 börn og 2 barna- börn. Þá kemur Stígur Haraldur fæddur 20. októ- ber 1953, skipstjóri. Hann er giftur Ásgerði Ingvadótt- ur, húsmóður, þau eiga fjögur börn. Þau búa hér á ísafirði. Þá er það Guðjón Elí (yngri) fæddur 4. júlí 1959. blikksmiður í Hafn- arfirði. Hann er giftur Hrafnhildi Haraldsdóttur, blómaskreyiingarrneistara og rekur hún verslunina Ömmubúð í Reykjavík. Þau eiga tvö börn. Þá í lokin kemur Friðgerður Ebba fædd 7. júlí 1965, er ógift en bjó um tíma með Þóri Hallgrímssyni lögfræðingi og á með honum eina telpu. Árið 1977 greindist ég með sykursýki sem var væg í fyrstu, en síðar ágerðist þetta og árið 1995 lá ég í 9 mánuði hér á Sjúkrahús- inu og var þá tekið framan af löppunum á mér, og mér komið á hækjur og í hjóla- stól. Hlíf Inn á Hlíf í eigin íbúð fluttist ég beint af sjúkra- húsinu þann 14 október 1995. Hér erum við íbúar á Hlíf einsog ein fjölskylda og líkar mér það mjög vel, en bæjaryfirvöld mættu sinna betur íbúum og húseign, því húsin eru að grotna niður fyrir viðhalds- leysi. Og einnig mættu þau huga að betri aðstöðu til líkamsræktunar íbúanna, þau eru í lágmarki. Lík- amsræktaraðstaðan getur mjög vel verið hér í kjallar- anum. Þá þyrfti fólk ekki að fara eins mikið út á Sjúkrahús á vetrum til að fara í endurhæfingu. Það sýnir líka hug bæjaryfir- valda, þegar þeir láta ýta inn á lóð okkar hér fyrir ofan þúsundir tonna af snjó, sem síðan bráðnar á vorin með asahláku og öllu því sem því fylgir. Lokaorð Svo langt var hið form- lega viðtal. Ritstjórinn sat góða stund eftir að hinu formlega viðtali lauk og ræddi við Sturlu um menn og málefni. Við fórum í gegn um myndasafn sem geymir mikla sögu af lífinu vestur á Fjörðum síðustu ára- tugina. Þá skoðaði ritstjórinn líkön af nokkrum þeim skipum og bátum sem Sturla hefur smíðað. T.d Golden Hind sem Sturla var í rúmar 1100 stundir með. Lengstan tíma tók þó orustuskipið Vasa. I það fóru um 1850 stundir eða rúmlega eitt vinnuár. Nú hefur Sturla fundið teikningar af Samvinnu- félagsbátunum og draum- urinn er að smíða líkan af þeim öllum. Það verður fríður floti, ekki síður en hann var þegar ísafjörður var rauður bær og átti fallegustu bátana og falleg- ustu stelpurnar, svo notuð séu orð gamals Siglfirðings um þessa tíma. Viðtalið tók Smári Haraldsson, ritstjóri.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.