Vestfirðingur - 04.06.1999, Page 4
4
Vestfirðingur
Valbjörn ÍS 13, síðar Mímir ÍS 30 og loks Gylfi ÍS 303 er Sturla og fleiri keyptu
bátinn.
Skipstjórinn og skáldið. Sturla hafði frumkvæði að
því að komið var upp bókasafni í Sólborginni.
Guðmundur G. Hagalín hreifst mjög af þessu
framtaki og gaf safninu myndarlega bókargjöf.
við fengjum betra lens. Við
seldum íyrir ágætis verð í
Þýskalandi á tilsettum
tíma. Þegar við ætluðum
að fara heim bilaði ketillinn
hjá okkur og þurftum við
þess vegna að fara í slipp.
Þar vorum við í 10 daga.
Þá skeði sá sorglegi at-
burður að einn úr áhöfn-
inni týndist. Það var Gunn-
ar Guðmundsson. Hann
fannst svo síðar við dokk-
ina. Við misstum þannig
tvo góða drengi í þessum
túr.
Ég kunni vel við togara-
lífið. Sólborgin var glæsi-
legt skip og gaman að vera
þar um borð. Þar var
hroðalegt að sjá á eftir
henni í brotajárn aðeins 11
ára gamalli. Lífið þar gat
orðið skrautlegt á köílum.
Stundum þegar verið var
að fara úr höfn voru sumir
illa á sig komnir. Ef menn
létu illa og við óttuðumst
að þeir færu sér eða öðrum
að voða settum við þá í
netpoka og saumuðum
utan um þá. Þanniggeymd-
um við þá í káetunni þar til
af þeim var runnið.
Eigin útgerð
I september 1959 kaup-
um við bræður og íjölskyld-
ur okkar, Mími IS 30, sem
áður var Valbjörn ÍS 13 og
gefum honum nafnið Gylfi
IS 303. Gerum hann út í
nokkur ár, ég var með hann
til fyrsta júní 1964, þegar
ég fór í land og gerðist
hafnarvörður við ísafjarð-
arhöfn. Olafur bróðir minn
tók síðan við og aílaði vel.
Við stofnuðum Gylfaver hf.
sem verkaði fiskinn af
bátnum og söltuðum og
hertum. Þar höfðum við
frábært starfsfólk, sem
Löndun úr línubátum á sjöunda áratugnum.
aðrir fiskverkendur höfðu
áhuga á að fá í sínar raðir.
Ymsar aðferðir voru not-
aðar til að koma okkur á
kné, og tókst þeim það um
síðir því bankinn tók af
okkur bátinn og seldi til
Sandgerðis, oggræddi stór
fé af því.
Hafnarvörður
Einsog áður sagði réðist
ég sem hafnarvörður fyrsta
júní 1964 og starfaði sem
slíkur til tíundajúní 1993.
Auk þess að vera hafnar-
vörður var ég yfirhafnar-
vörður, vélstjóri á hafn-
sögubátnum og einstöku
sinnum hafnsögumaður.
Ég fór á vélstjórnarnám-
skeið Fiskifélagsins haust-
ið 1939 og útskrifaðist um
tuttugasta febrúar 1940.
Árið 1942 útskrifaðist ég
úr skipstjóranámskeiði
hér á ísafirði sem veitti mér
skipstjórn á allt að 120
tonna skipi. Veturinn 1949
til 1950 var ég við nám í
Stýrimannaskólanum í
Reykjavík og tók ég hið
meira fiskimannapróf
Qórtánda maí 1950.
Ég hef tekið próf í verk-
stjórn við fiskvinnslu í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Samantekið var ég á sjó í
28 ár en 29 ár á höfninni á
Isafirði.
Félagsmál og pólitík
Sturla starfaði lengi að
bæjarmálunum og hefur
víða komið við í félags-
málum.
Ég var lengi í stjórn og
samninganefnd Vélstjóra-
félags Isafjarðar. Ég var
lengi í stjórn Bylgjunnar,
m.a. lengi formaður. Égvar
formaður í FOSÍ og síðar
FOSVest þegar það var
stofnað, þegar Bolvíkingar
komu inn. Ég var við að
undirbúa ílutning á Líf-
eyrissjóði starfsmanna
ísafjarðar í Lífeyrissjóð
ríkisins.
Ég var varabæjarfulltrúi
fyrir Frjálslynda og vinstri
menn 1974-78 og bæjar-
fulltrúi fyrir Óháða borgara
1978-82. Þá var ég 2.
formaður bæjarráðs. Ég
var í bygginganefnd Hlífar
I með Guðmundi H. Ing-
ólfssyni og Snorra Her-
mannssyni. Þá var ég lengi
í hafnarnefnd og síðar
hafnarstjórn. Markmið
samtaka Óháðra borgara
var að fá gott fólk til að
starfa að bæjarmálunum
óháð flokksböndum. í
bæjarstjórn vorum við í
meirihlutasamstarfi með
D-lista. Guðmundur H.
Ingólfsson leiddi lista
Sjálfstæðismanna. Það var
mikill kraftur í Guðmundi
og hann var íljótur að átta
sig á málum. Það var
gaman að starfa með
honum.
Sturla var einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins
Bása árið 1976 og forseti
hans fyrstu tvö árin. Sturla
segir að það hafi verið mjög
ánægjulegt að starfa í
þeim gjöra.
Bak við tjöldin
Það gerist margt undar-
legt á bak við tjöldin í
pólitíkinni. Sturla sagði
þeim sem viðtalið tók sögu
af því hvernig fé fékkst til
að ljúka byggingu Hlífar I.
Það vantaði 3 milljónir
króna til að ljúka bygging-
unni. Helst var talið fært
að taka japanskt lán með
ríkisábyrgð ef hún fengist.
Byggingarnefndin fór suð-
ur og reyndi að ná fundi
Gunnars Thoroddsen sem
var forsætisráðherra. Það
gekk ekki og þar sem þeir
þremenningar sátu ogréðu
ráðum sínum bar þar að
Karvel Pálmason alþingis-
mann. Hann bauðst til að
reyna að hjálpa þeim að ná
fundi forsætisráðherra og
fór burt. Að vörmu spori
kom hann aftur og sagði:
,,Þið fáið 10 mínútur með
forsætlsráðherra. Mætið
hjá honum 10 mínútur
fyrir 10 í íyrramálið”. Það
stóð heima. Þeir fengu
fundinn með forsætis-
ráðherra. Gunnar tók
beiðninni ekki illa en vildi
að þeir töluðu við þing-
menn kjördæmisins fyrst
áður en ráðist yrði í að fá
erlentlán. Byggingarnefnd-
armenn fóru þá niður á
Alþingi og fá fund með
þingmönnum Vestfirðinga.
Matthías Bjarnason sagði
að hugsanlega mætti fá 300
þúsund úr Eknasjóði ís-
lands. Sighvatur Björgvins-
son sagði að hugsanlega
mætti fá eina milljón úr
Flóttamannasjóði Evrópu.
Hvorug hugmyndin þótti
nógu góð. Karvel spurði þá
hvort hann mætti leita til
Frá opnun Hlífar I 10. júlí 1982.
Hafdís ÍS 75, einn af Svíþjóðarbátunum.
Kiwanisklúbbnum. Við
settum okkur það mark-
mið að leggja áherslu á að
sinna börnum og gamal-
mennum og koma þar að
sem verður útundan hjá
ríki og bæ. Fyrsta söfn-
unarátakið okkar var til að
innrétta fyrstu sjúkra-
bifreiðina á svæðinu.
Næsta átak, og eitt það
ánægjulegasta, var að gefa
Rauðkrossdeildinni hjarta-
hnoðtæki í sjúkrabifreið-
ina. Ég var gerður að
heiðursfélaga Kiwanis-
klúbbsins Bása fyrir 3
árum og um síðustu ára-
mót voru mér veitt HIXSON
orðan sem er æðsta heið-
ursmerki Kiwanishreyf-
ingarinnar.
Eitt af markmiðum Kiw-
anishreyfingarinnar er hin
gullna regla: Eins og þér
viljið að aðrir menn gjöri
yður það skuluð þér og
Frá endurbyggingu Selsins í Langadal,