Ólafsfirðingur - 01.05.1962, Side 1

Ólafsfirðingur - 01.05.1962, Side 1
Olafslirðingur 1. tbl. Utgefandi: Sjálfstœðisfélögin í Olafsfirði. 1. árg. A V A R P Kœri lesandi. Ólafsfirðingur hefur ekki komið út um nokkurra ára skeið, og er það af ýmsum orsökum. Við, sem að því stöndum að hefja útgáfu þessa blaðs í nýjum búningi, teljum, að útgáfa blaðs í Ólafsfirði geti orðið félags-, bœjarmála og menningarlífi staðarins nokkur stoð. / blaðinu yrði vettvangur til þess að rœða ýmis mál opinberlega af mönnum, sem gerst þekkja til og verður að álíta, að það muni hafa heil- brigð áhrif á umrœður um málin og framkvœmd. Það er alkunna, að stórlega hefur dregið úr al- mennum fundarhöldum hin síðari árin um mál, sem varða almenning, þrátt fyrir viðleitni forráðamanna hinna ýmsu félaga til þess að koma á slíkum um- rœðufundum. Þetta stafar m. a. af auknu athafna- lífi, sem gleðjast ber yfir í sjálfu sér, en afleiðing þessa, hinar þverrandi almennu umrœður, hljóta að valda því, að menn hálfþekkja oft hin ýmsu mál og draga hœpnar ályktanir um þau, sem fara þá gjarna eftir hugarflugi hvers og eins, fremur en sannleika, sem leynast kann á bak við, og hefði ef til vill komið fram við almennar umrœður. — I þessu efni getur útgáfa blaðs orðið gagnleg, þótt henni séu að sjálf- sögðu takmörk sett. Ólafsfirðingur mun með þökkum taka aðsent efni til birtingar, og mun veita allfrjálsan aðgang að blaðinu öllum Ólafsfirðingum, hvar í flokki, sem þeir standa. / ritstjórn Ólafsfirðings eru nú ungir menn og óreyndir, en enda þótt ungir séu, gera þeir sér Ijósa erfiðleika þá, sem eru í framkvœmd blaðaútgáfu í okkar kœra Óiafsfirði. Engum getum skal því að því leitt, hversu langlíf viðleitni þeirra og félaga þeirra kann að verða, en ef vonir þeirra rœtast, munu þœr á hverjum tíma kynna lesendum sig sjálfar. Viðtal við bæjarstjóra - Fréttir - Ólafsfirðing'ur flyfcur fréttir úr bænum að verulegu teyti fyrir samsveitunga í öðrum byggðar- lögum, auik þess sem hann vonar að ailir, sem ti«l þekkja, muni hafa af fróðleik nokkurn og skemmtun, bæði heima og annars staðar. Nýbyggingar. Hér í Óalfsfirði eru í smíðum 17 íbúðarhús með 19 íbúðum. — Kaupfélag Ólafsfjarðar er að byggja imyndarlegt verzlunarhús við Aðalgötu sunnan kjötbúðar- innar. Nýlokið er byggingu ann- ars verzlunarhúss við Aðalgötu, Valbergs h.f., hins veglegasta og iglæsitegasta húss. Fyrir skömmu er einnig tekið til starfa nýtt bifreiðaverkstæði, Múlatindur s.f., í nýjum húsakynnum, sem einnig stendur við Aðalgötu. — Umsókn- ir um 10 íbúðarhúsalóðir hafa borizt byggingarnefnd frá ára- mótum, einnig umsókn um iðn- aðarlóð. — Geta má nærri, að aðstaða tii iðnaðar og verzlunar og þjónustu fer stórum batnandi við þessar framkvæmdir, og nokk- uð dregur úr húsnæðisskortinum, enda þótt margir húsbyggjendur séu ungt fóik, sem er að stofna heimili, svo að ekki rýmist nedfct húsnæði, þegar það flytur úr föðurhúsum í nýjar eigin íbúðir. Iiilun hitaveitunnar. Fyrir nokkru féll snjófilóð yfir aðaileiðslu hiitaveitunnar á Garðs- dal. Ekki mun ieiðslan hafa brotn- að, en sennilega raskazt við jarð- hræringar, er snjóflóðið féll. Dró ailmikið ioft inn í leiðsluna á þessu svæði, og var óhægt um vik að gera við skemmdirnar, þar sem snjór var þarna 4—6 m á þykkt. Nokkrar gúmpakkningar, sem hafa innþornað og harðnað munu hafa gefið sig og loft dreg- izt inn í ileiðslurnar eins og áður segir. Komið hefur fyrir að erfitt Framh. á bls. 2. Óiafsfirðingur kom að máli við Ásgrím Hartmannsson bæjar- stjóra og fór þess á leit, að hann rabbaði svolítið við okkur um bæjarmál Óiafsfjarðar. Varð Ás- grímur fúslega við þeirri beiðni. — Hvert er aðaláhugamál Ól- afsfirðinga í dag, Ásgrímur? — Aðaláhugamál Ólafsfirðinga er og verður á næstunni hafnar- málið, þ. e. að komið verði upp öruggri höfn hér, svo að sjómenn okkar fái hér bætta aðstöðu til þess að vinna hér að þeim störf- um, sem eru raunar grundvölur að tilvist okkar hér. En því miður hefur því máli miðað skemur en skyldi af ýmsum orsökum, þrátt fyrir góðan vilja. — Hvað hefur miiklu fé verið varið til hafnargerðar síðari ár ? — Framkvæmdir á síðastliðnu ári urðu minni en ráð hafði verið fyrir gert, og stafaði það fyrst og fremst af skorti á mönnum til vinnu. Greiðslur vegna fram- kvæmda í fyrra námu þó rúmlega 1 millj. króna hér heima, og und- anfarin fjögur ár hafa samtals farið ca. öýj miilj. króna í hafn- argerðina. — Hafnarmálastjórnin eða vitamálasfcrifstofan sér um aila framkvæmd hafnargerða hér sem annars sfcaðar. — Og hverju hefur helzt þok- að áleiðis í málinu? —• Ein veigamesta framkvæmd- in síðastliðin f jögur ár er dýpkun sú, sem danska skipið Sansu framkvæmdi, en það dældi veru- legu sandimagni úr höfninni og er óhætt að fuilyrða að það hafi orðið og sé enn til miikiila bóta. Erlent lán var fengið til þessara framkvæmda, eitthvað á aðra milljón króna. Auk þessa hefur aðalvamargarður verið styrktur nokfcuð, ný bryggja smíðuð og söiltunarplan. — Hver er aðstaða bæjar- stjórnar til fjáröflunar til hafn- argerðar ? — Alþingi veitir fé á ári hverju til ihafnargerða og eru þær fjár- veitingar miðaðar við að ríkis- sjóður greiði 2/5 hluta kostnaðar við hafnargerðir skv. lögum. — Hinn hlutann hefur bæjarstjórn orðið að útvega og hefur fengizt dálítið ifjármagn í þessu skyni úr atvinnuleysistryggingasjóði og atvinnuaukningasjóði með ríkis- ábyrgð. Afitur á móti lána banikar alls efcki til hafnargerða. Ólafs- fjörður hefur fengið tiltölulega hæstar fjárveitmgar og 'lán úr nefndum sjóðum miðað við sam- bærilega staði á undanfömum ár- um. Hins vegar hefur fjármagns- þörfin verið mifclu meiri heldur en sjóðir þeesir hafa látið í té. Til þessara brýnu framkvæmda, sem aMir Óilafsfirðingar óska eftir og afkoma þeirra byggist á, hef- ur hvorki okkur — né öðrarn bæjarstjórnum fyrir þeirra bæi — tekizt að fá neitt annað fjármagn en áður er nefnt og svo skammt hefur dugað okfcur, nema sérstök aðstoð hins opinbera hafi ikomið til. — — Er nokfcur von til að úr ræt- ist með fjármagn? — Nú er verið að afchuga um verulegt erlent lán, sem og áður hefur verið reynt, og auk þess er vitað að ríkisstjómin vinnur að stórri lántöku til hafnarfram- kvæmda yfMeitt. Vonir standa til að svar fáist við lánabeiðni þess- ari á næstunni, og er ég bjart- sýnn á að veruleg úrlausn fáist, þar sem segja má að núverandi ríkisstjórn hafi nú fyrst baft tækifæri tiil þess að snúa sér að umbótum í hafnarmálum þjóðar- innar. — En önnur mál bæjarbúa, — hvað um hitaveitu? — Allir íbúar Ólafsfjarðar og ekfci sízt 'þeir, sem eru að byggja, vænta mikils af borunarfram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar eru í sumar. Eftir fcveggja ára bar- áttu hefur okkur tekizt að fá loforð fyrir iþví að við fiáum hinn svonefnda Norðurlandsbor í sum- ar, fyrstir manna hér norðan- lands. Gunnar Böðvarsson verk- fræðingur gefur okfcur góðar von- ir um árangur, og við höfum góða reynslu af iloforðum hans. — Er nokkuð á döfinni í skipu- lagsmálum hitaveitunnar ? — Bárður Daníelsson verkfræð- ingur hefur verið ráðinn til þess að skipuleggja aMar hitaveitu- lagnir, svo og vatns- og skólp- veitulagnir og götur til undirbún- ings varanlegri gatnagerð. — Er ætlunin að byggja á þessu skipu- lagi áæfclanir um kostnað þessara framkvæmda í framtíðinni. — Bærinn er í örum vexti? — Á síðasfcliðinu ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 50, íbúðir eru 19 í smíðum og 12 lóðum hefur verið úthlutað að auki í vor. Þrátt fyrir þetta er fyrirsjáanlegt að Skortur verður á húsnæði og hefur bæjarstjórn því ákveðið að hefja byggingu eins til tveggja raðhúsa á þessu ári með fjórum íbúðum hvert. — Nú er félagsheimiMsbygg- ingu farsællega lokið. Hefur bæj- arstjórn ekki á prjónunum nein stórátök í hieiilbrigðis- og félags- málum bæjarins? — Undirbúningur er nú hafinn að byggingu sjúkraskýlis hér. Það er nú það mál, sem er einna mest aðkallandi fyrir Ólafsfirðinga. Á fjárhagsáætlun í ár er í fyrsta sinni áætlað framlag tiil undir- búnings þessa verks, en ætlunin var að hrinda því fyrr í fram- Framh. á bls. 5. 244430 Kl AMDQ

x

Ólafsfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.