Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Blaðsíða 8

Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Blaðsíða 8
Kristinn Jónsson: Ötræði um aldamót ÁRABÁTAÚTGERÖÐ var hér þar itil Páll Bergsson flutti hingað í Ólafsfjörð. Með komu ihans miá segja að vélbátaútgerð hafi komið hér. Fram yfir aldamót, eða þangað til vélbátaútgerð hófst, lifði fólkið hér í sveit- inni að mestu á landbúnaði. Vor og hauslt réru menn frá Ólafsfjarðarhorni, og áttu margir sveitabændur þar verbúðir og viðlegupláss. Á þessum árum mun mega telja að aflabrögð 'hafi verið sæmileg. Gott þótti að fá til hlutar 30 fiska í róðri. Skipti voru þannig: þar sem fjórir voru á, var skipt í 7 sbaði, væru 5, jþá í átta staði o.sfrv. Alltaf var róið með línu. Væru sex menn á skipi, voru hafðir 18 stokkar, 120 önglar hver. Auk þess hafði hver maður stúf. Það er: eigin aukalínu, sem á voru 60 önglar. Venjulega var línan stokk- uð upp á sjónum. Efcki var afh ahnennt verkaður sem söluvara. Sveitamenn hirtu afla sinn sjálfir og verkuðu til heimihsnota og var hann þá oítast hertur. Allt var hirt: þorskhausar, lifur og jafnvel kútmagar. Það var vani, að hér framan úr firð- inum var farið annan hvern dag með hesta til þess að sækja fiskinn. Var hann svo flattur og hengdur upp eða saltaður heima. Þessir haustróðrar stóðu venjulega frá göngum og fram til fyrstu viku vetrar. — til 'beitu var kúfiskur og söltuð síld. Margir voru þeir sveita- menn, sem enga útvegi áttu, og ekki heldur gátu farið til róðra eða sent mann í ver. Venja var að gefa þess- um mönnum upp á hest, við og við á róðrartímanum. Verbúðirnar stóðu á ikambi, sem var hér kring- um f jarðarhomið. Voru ibát- arnir settir í fjöru, hver niður undan sinni búð. Fisk- vegsbændanna stóðu á milii búðanna. Þeir vonz með torfþaki og grindum. til stafnanna. Ysta búðin stóð á kambinum utan við krók- inn, nálægt iþví, sem frysti- hús Magnúsar Gamaliels- sonar stendur nú. Oft kom það fyrir, ef brimaði, að setja iþurfti alla báta, og þá stundum alla leið suður á grasbala, langt ofan við kambinn. Það voru oft erfiðleikar hjá fólki með öflun ibrýnustu nauðsynja. Sækja varð vöru til Akureyrar, en sjóleiðin þangað, héðan frá Ölafsfirði, er sjö sjómilur. Þetta var farið á árabátum, oftast í svartasta skammdeginu, rétt fyrir jólin, og svo aftur upp úr áramótum. Héðan frá Ólafsfirði var farið snemma morguns, ef vel gekk, var komið til Ak- ureyrar seinni hluta dags. Væri hins vegar mótvindur, sem oft bar við um þetta leyti árs, tók ferðin mun lengri tíma. Væri veðurútlit gott, þá var strax að kveldi haldið iheirn á leið aftur, og var margur þreyttur að leið- arlokum. í frostavetrum gat það komið fyrir, að Eyjafjörður legði, allt út fyrir Hjalteyri. Ég minnist þess eitt vor, þá var ég ráðinn á færaskip frá Akureyri og áttum við að mæta til skips 1. marz, en í Vélbátaútgerð á fjórða tug aldarinnar. þá fraus skipið inni á Krossanesbótinni og kom- umst við ekki út fyrr en á uppstigningardag. Eftir að Páll Bergsson kom í Ölafsfjörð, minnkuðu mjög kaupstaðarferðirnar til Akureyrar. Páll rak hér verzlun, var framkvæmda- samur um margt og veitti atvinnu. Má segja að hann hafi verið vinsæll hér. Áður en Páll Bergsson kom hér í Ólafsfjörð, hafði verið hér viðloðandi í ei'tt ■t Bátur settur á hausti í hafnleysu. eða tvö ár, maður frá Grenivík og fengizt smá- vegis við verzlun. Þegar maður þessi fór, keypti Páll eignir hans hér. ,Þá mun aðeins hafa verið hér tvö hús, önnur en verbúðir, en þær voru nokkuð margar. Drekkið EGILS drykki um jólin Umlboðsmaður í Ólafsfirði GUNNAR ÞÓR MAGNÚSSON Olgerðin Egill Skallagrímsson Ólafsfirðingar! Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og árnum ykkur alls góðs í framtíðinni, viljum við leyfa okkur að minna ykkur á það veigamikla atriði að hafa heimilið vel tryggt. — Innbús- trygging er nauðsynleg fyrir hvert heimili, og er hún jafn- fram mjög ódýr. — HEIMILISTRYGGING er fullkomnasta trygging fyrir heimilið. Með heimilistryggingu er innbúið brunatryggt, tryggt gegn vantstjóni og innbrotsþjófnaði, heimilisfólk ábyrgðartryggt, húsmóðirin slysatryggð o.fl- Öryggi heimilisins er bezt tryggt með heimilistryggingu. Dragið ekki að tryggja. Það hafa allir efni á að tryggja, en enginn efni á að missa eigur sínar ótryggðar. Auk heimilistrygginga bjóðum vér yður: Bifreiðatryggingar — Ábyrgðartryggingar bif- reiða — Ferðaslysatryggingar — Brunatrygg- ingar — Innbústryggingar — Glertryggingar — Ábyrgðartryggingar — Slysatryggingar. Heimilisfeður! Hafið þér athugað, að slysatrygging er nauð- syn hverjum, sem hefur fyrir lieimili að sjá. Ef bér eruð slysatryggður og slys hendir yður, fáið þér greidda dagpen- inga frá þeim degi, sem óhappið henti yður. Einnig er þessi trygging líftrygging vegna slysa. Ef }>ér þurfið að tryggja, þá kynnið yður tryggingar vorar lijá umboðsmanni vorum í Ólafsfirði Ásgeiri Ásgeirssyni MEÐ BEZTU KVEÐJUM ALMENNAR TRYGGINGAR U. 8 ÓLAFSFIRÐINGUR

x

Ólafsfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.