Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Síða 10
BARNAFRÆÐSLA í ÓLAFSFIRDI
★ Upphaf barna-
fræðslunnar
Árin 1880—1890 eru ein
hin mestu hönmungarár,
sem um getur á 19. öldinni
ihér í Ólaifsfirði, sem og víða
á landinu. í blaðinu „Norð-
|anfara“ er lýsing á ástand-
inu hér í Ólafsfirði, rituð af
sr. Magnúsi Skaftasyni,
presti á Kvíabekk. Honum
farast m.a. svo orð um
heimilishagi hér á einum ibæ:
• Við skólann í Hringveri
„Þegar við komum inn í
baðstofuna, þá ier rúm fyrir
gafli og annað til hhðar, og
ekkert bil á miili, en við
enda annars rúmsins er !kýr-
in og flórinn, rétt fyrir inn-
an dyrnar, og er flatarmál á
milli rúmanna, að flórnum
meðtöldum, ekki meira en
4—5 ferálnir. Þarna býr
bóndi og kona með sjö börn.
Hann er að berjast við að
þiggja ekki af sveit, oig ég
hef aldrei séð á honum
hryggðar- eða óánægjusvip,
síðan ég 'kom hingað, og
blessuð börnin, þau liggja
nakin í rúmunum með kver-
ið sitt, og kunna vel iþegar
farið er að spyrja þau út
úr....“ Bréf prests ber
þess greinilegan vott, að Ihér
hefur verið efnaleg fátækt
með fádæmum á þessum ár-
um, jafnvel þótt miðað sé
við þeirra itíma landshagi.
Grímur Grímsson
Árið 1883 kemur sr. Bmil
Guðmundsson að Kvíabekk,
og árið 1893 boðar hann
og oddviti, Ásgrímur Guð-
mundsson, til fundar í því
skyni að koma á farkennslu
í sveitinni. Það er eftirbekt-
arvert, að bréfið í „Norðan-
fara“ mun vera lýsing á
efnahagsástandi sveitarinn-
ar árið 1882—1883, eða rétt-
um 10 árum fyrr en ráðist
er í að hefja hér farkennslu.
★ Kennslaii hefst á
nýári 1894
Pyrsti farkennarinn var
Gísli Gestsson, Svarfdæling-
ur að ætt. Hann hafði lokið
gagnfræðaprófi frá Möðru-
vallaskóla 1891. Kennslan
hófst á nýári 1894. Gísli
kenndi 2 ár, en árið 1896
réðist til starfsins Hart-
mann Ásgrímsson, síðar
kaupmaður, Kolkuósi. Hann
var einnig gagnfræðingur
frá Möðruvallaskóla. Árin
Framtíð træðslnmála
Þegar nú eru rakin fyrstu sporin í fræðslumálum í
Ólafsfirði, ,sem mörkuð voru fyrir um það bil 70 árum,
þá vaknar íundrun með okkur nútímamönnum. Fortíðin
á þessu sviði, sem við hijggjum að, sem framtíð eigum
að byggja, er )í sannleika með ólikindum. Hafizt er
handa þótt alls sé \vant. örbirgðin gengur í lið með írót-
grónum venjum og liugsun. Aðstaðan virðist vonlaus,
„því ekki verður bókvit |í askana látið“. 'Samt sigraði
Páll Bergsson, f.h. æsku Ólafsfjarðar iog lagði grundvöll
að föstu skólastarfi í Ólafsfirði.
En hvernig horfir þá að 70 árum liðnum? Ef við ’reyn-
um að svara þessari spurningu afdráttarlaust — leggjum
stórhuga dóminn á okkar ,og feðranna iverk — þá verður
að viðurkennast, að enn vaknar undrun. Sannleikurinn
er nefnilega sá, að margt hefur unnizt og sumt með á-
gætum, en margt er ógert, en mesta undrun vekur að
viðhorfin til bókvitsins og askanna \eru svo grátlega lík.
Páll Bergsson hefði sjálfsagt ýmislegt til málanna að
leggja, \ef hann væri nýstiginn á land hér með fullar
hendur af félitlum óbuguðum áliuga og glóðvolgt próf-
skírteini í brjóstvasanum: Nú er kennt í nverju skoti í
skólahúsinu, m.a. í húsvarðaríbúðinni, árgangar, sem
koma inn í skólann, eru vaxandi, og brátt verður að
skipta þeim í tvær deildir ef að líkum lætur, en til þess
er ekkert rými. Ennfremur eru engar geymslur, engin
kennslutæki, að heita má, isárafáar handbækur, að ekki
sé talað um sér kennslustofur, mörg ung börn í sveitinni
eru nú að ná skólaskyldualdri, en þar er enginn skóli,
og svo mætti lengi telja.
Verkefni, sem bíða úrlausnar, skortir ekki. Stærst
þeirra er bygging gagnfræðaskólahúss og heimavistar
fyrir börn úr sveitinni. Þessi mál verður að leysa þannig,
að á þeim verði fundin frambúðarlausn, því á að byggja
sérstakan gagnfræðaskóla, ekki mjög stóran en hentug-
an til stækkunar. Núverandi skólahús mundi þá nægja
barnaskólanum einum um nokkra framtíð.
Nú standa vonir til að samgöngur batni við Akureyri,
og að Akureyri eflist sem framhaldsskólabær. Ef full-
kominn gagnfræðaskóli væri hér starfandi, við sambæri-
éegar ytri aðstæður og annars staðar gerist á sviði \hús-
næðlis og kennslutækja, þá opnast Ólafsfirðingum hér
leið til jbess að mennta ungmenni sín til jafns við það,
sem bezt gerist annars staðar. Á Akureyri gætu sótt
menntaskóla, tækniskóla o.s.frv.
Auðvitað er Múlavegur ekki nauðsynlegur til þess að
slíkt mætti takast, en liann eykur tengslin við Akureyri
á sviði viðskipta og menningarmála, og auðveldara verð-
ur fyrir nemendur að sækja skóla \á Akureyri, en njóta
jafnframt dvalar á heimilum sínum um helgar og í leyf-
um. Hér vaknar því sú von, að einangrun á sviði fræðslu
mála verði rofin með greiðari leið ungmenna að undir-
búningsnámi hér heima fyrir og framhaldsnámi við bæj-
ardyrnar. Þessi þróun ylli því m.a., að ógreiður aðgang-
ur að menntun hamlaði ekki vexti Ólafsfjarðar, eins og
vafalaust er að hafi verið og yrði, að óbreyttu.
Ennþá undrumst við, því margir verða þeir, sem telja
gagnfræðaskólabyggingu algjörlega ofviða, svo fátækum
og smáum mönnum, sem Ólafsfirðingar eru, þegar
leggja á fram til opinberra mála. Slík „rök“ hafa senni-
lega heyrzt fyrr og ef til vill heyrast þau gjarnan undir
þökum húsa, sem reiknuð eru á milljónir eða milljóna-
brot upp á punt. Og ef til vill þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af þessu, því auðvitað tekur einhver sig til og kennir
krökkunum í einni af þessum stóru stofum, sem nú eru
móðins. Páli Bergssyni hefði ekki þótt það ónýtt.
Það væri vel, ef tækist á þessum tímamótum að kveða
niður þái hugsun að mæla bókvit á mælikvarða magans.
Sú hugsun hefur lengi verið lífseig hér, „að bókvit verði
ekki í aska látið". Augu margra eru þó að Ijúkast upp
fyrir því að nú á dögum þarf hver og einn unglingur að
hafa ákveðna lágmarksmenntun til þess að teljast full-
gildur samfélagsþegn. Menntunarlaus unglingur er eins
og fugl í búri í nútíma þjóðfélagi, en menntun við hæfi
hans og þroska gerir hann fleygan. Það verður því að
teljast sjálfsögð skylda allra, sem hlut eiga að máli
menntun unglinga, bæði foreklra og skóla, að stuðla að
því, eftir því sem unnt er, ,að þeir öðlist þá menntun,
sem er við hæfi þeirra.
Eins og hér hefur verið bent á, er þörf vökullar að-
gátar á sviði fræðslumála, að 70 árum liðnum frá upp-
hafi þeirra liér í Ólafsfirði. Þannig mun einnig eftir
önnur 70 ár. Brautryðjendastarf Páls Bergssonar og fleiri
frumherja á þessum sviðum, var mikil gæfa fyrir Ólafs-
firðinga. Ekki verður borin fram betri ósk, en að jafnan
þegar mest á ríður, megi í þessum málum bætast svip-
aðir fullhugar. Blaðið óskar skólunum í Ólafsfirði allra
heilla í ábyrgðarmiklu starfi á þessum merku tíma-
mótum. ' i
: ■
10
ÓLAFSFIRÐINGUR