Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Síða 11
70 ÁRA ’
1897—1909 féll síðan far-
kennslan niður, en á þessum
árum notuðu nokkur börn í
sveitinni þorpsskólann.
★ Brautryðjenda-
starf Páls Beres-
sonar
Seinni part sumars flytur
hingað í Ólafsfjörð, árið
1897, Páll Bergsson, síðar
kaupmaður hér. Hann var
gagnfræðingur frá Möðru-
völlum 1893. Kona hans var
Svanhildur Jörundsdóttir frá
Hrísey. Þau hjón voru mifcl-
ar framfaramanneskjur og
létu fljótt að sér kveða.
Verkefnin skorti ekki, m.a.
í fræðslumálum, en hér var
við ramman reip að draga,
þar sem voru gamlar og rót-
grónar venjur. Ýmsir litu
svo á, hér sem annars stað-
ar, að ekki yrði bókvit í
aska látið.
Til þess að hef ja kennslu
í þorpinu þurfti kennara og
húsnæði, en hvorugt var til
staðar. Brá þá Páll á það
ráð, að hann bauð fram hús-
næði og tóik að sér kennsl-
una. Veturinn 1897—1898
Skenndi hann í stofunni
íheima hjá sér 3—4 mánuði,
8—12 börnum, sem gengu
til hans frá næstu býlum og
bæjum. Næsta vetur fór
hinu sama fram og var þar
með lagður grundvöllur að
föstum heimagöngu-ibarna-
skóla í Ólafsfirði.
★ Fyrsta skóla-
húsið 1899
Sóknarpresturinn, sr. Bm-
il Guðmundsson á Kvíabekk,.
var Páli samhentur 1
fræðslumálum, enda hinn
mesti láhugamaður um þau
efni eins og áður er frá
sagt. Þessir tveir menn
fcomu því til leiðar, að um
sumarið 1899 var byggt
fyrsta barnaskólahúsið í
kauptúninu. Páll sá um
framkvæmdir. Hús þetta
var 8x8 álnir að stærð, ein
kennslustofa. Var það jafn-
frarnt 'byggt sem þinghús
hreppsins, og einnig notað
til annarra fundahalda og
skemmtanahalds. Það stóð
þar sem nú er Strandgata 3.
Árið 1905 var húsið
stækkað og bætt við það
annarri kennslustofu, enn-
fremur var Skólanum þá
skipt í tvær deildir og við
hann störfuðu tveir kenn-
arar.
★ Strandgata 7
Fyrsta skóLaihúsið, sem
var í upphafi af vanefnum
gert, var svo notað með Litl-
um breytingum fram til
vorsins 1920. Læknir hafði
þá um veturinn lagt blátt
bann við, að það yrði notað
lengur sem skólahús. Var þá
um sumarið keypt í staðinn
íbúðarhús sr. Helga Áma-
sonar á kr. 9.000,00, þar af
greiddi ríkissjóður krónur
2.500,00. Hús þetta er nú
Strandgata 7.
í Núverandi skólahús.
oddviti, Grími Grknssyni,
frá Möðruvöllum í Héðins-
firði, og bað haim að taka
að sér aðalkennslustarf við
skólann. Varð Grímur við
þessari beiðni, og hóf störf
við skólann 3. nóv. 1906.
Þessu S'tarfi 'gegndi hann
til ársins 1934, eða í 28 ár,
en þá varð hann að hætta
störfum sökum heymar-
deyfu.
Grímur var fæddur í Stór-
'holti í Fljótum, 15. janúar
1882. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Möðruvallaskóla)
(sem þá var fluttur til Ak-
ureyrar sökum skólabrun-
ans á Möðmvöllum 1902) og
f Gamla barnaskólaliúsið,
byggt 1925.
★ „Gamli skólinn“
byggður 1925
Árið 1925 var þetta hús
(Strandgata 7) einnig dæmt
ónothæft sem skólahús, og
þá var hafizt handa um að
'byggja nýtt skólahús úr
steinsteypu. Var gengið að
því með miklum dugnaði að
koma húsinu upp, enda var
þá oddviti hinn alkunni at-
orkumaður, Þorsteinn Þor-
steinsson. Haustið 1926 var
skólinn vágður og itekinn í
notkun. Brátt varð þó að
taka á leigu húsnæði í þágu
skólans, en skólahúsið, sem
nú er notað, var byggt 1950.
★ Brautryðjendur
í kennarastétt
Svo sem áður er sagt, var
Páll Bergsson fyrsti kennari
barnaskóla í ÓLafsfirði. Vet-
urinn 1900 tók við af hon-
um Jón Bergsson, einnig
gagnfræðingur frá Möðm-
vöilum.
Sumarið 1906 skrifaði
Páll Bergsson, sem þá var
1906 lauk hann kennara-
prófi frá Flensborgarskól-
anum. Grímur var talinn af
nemendum sínum frábær
skólamaður. Hann hefur riit-
að skólasögu byggðarlags-
ins, og er stuðzt við heim'-
ildir úr þeirri sögu hér.
Árið 1929 'kom að skólan-
um Jón Júlíus Þorsteinsson,
frá Ósbrefcku. Hann hafði
þá nýlega lo'kið kennara-
prófi. Hann lagði mikla rækt
við smábamakennslu og var
íhér frumkvöðull að hljóð-
lestraraðferð, sem þá var
nýbreytni, en hefur verið
notuð æ síðan í íslenzkum
skólum. Við komu hans var
bætt smábamadeildum við
skólann, og vom 5 fyrstu
árin um 30 böm í hverri
deild. Taka varð húsnæði á
leigu í þessu skyni.
Af kennurum, sem síðar
koma til sögu, áttu og eiga
lengstan starfsdag að baki,
Sigursteinn Magnúss., fyrrv.
skólastjóri, og Bjöm Stefáns
son, núv. skólastjóri bama-
skólans.
Gleðileg jól og gott og farsœlt komandi ár!
Skipaútgerð ríkisins
Gleðileg jól og gott og farsœlt komandi ár!
Eimskipafélag íslands h.f.
Óskum viðskiptaviimm vorum
gleðilegra jóla og gœfuríks komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Bílaverkstæðið Múlatindur
Bílaverkstæði 'Svavars Gunnarssonar, Ólafsfirði,
óskar öllum viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla og farsœls komandi árs,
með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
Bílaverkstæði Svavars Gunnarssonar
Óska, starfsfólki mínu og viðskiptavinum *
gleðilegra jóla og farsœls komandi árs,
Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði
Óskum öllum viðskiptamönnum vorum
gleðilegra jóla og góðs komandi árs.
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Valberg h.f.
STÍGANDI s.f. óskar starfsfólki sínu og við-
skiptavinum
gleðilegra jóla og góðs komandi árs.
Stígandi s.f., Ólafsfirði
Gleðileg jól og gott og farsœlt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á árinu.
jR
Tjarnarborg s.f.
SPARISJtoUR ÖLAFSFJAKÐAK óskar öllum
Ólafsfirðingum . ;
gleðilegra jóla og góðs komandi árs.
Sparisjóður Ólafsfjarðar
Gleðileg jól og gott og farsœlt komandi ár!
Þökk fyrir viðskiptin.
m
Skeljunigur h.f.
Umboðsmaður í Ólafsfirði:
Jónmundur Stefánsson, sími 131
ÓLAFSFIRÐINGUK
11