Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Page 15

Ólafsfirðingur - 19.12.1964, Page 15
ÍBtJAR OG BYGGÐ Við mynni Eyjafjarðar að vestan er Ólafsfjörður. — Bann er stutltur og skeifu- myndaður og liggur til norð- austurs. Upp frá firðinum til suðvesturs gengur 14 til 15 km langur dalur. Byggð- in í þessum dal nefndist til ársins 1917 Þóroddsstaða- hreppur, og fram til 1945 hét hún Ólafsfjarðarhreppur en þá Ólafsfjarðarkaupstað- ur. Tákmörk hyggðarinnar út til stranda eru að norðan við svonefnd Þrætusker, vestarlega undir Hvanndala- bjargi, en sunnan Ólafs- fjarðarmúli, við svokallað Ólafsf jörður varð kaupstaður hinn 1. janúar 1945, og verður því tvítpgur að aldri um áramót n.k. í tilefni af því fer hér á eftir lýsing á hinum einstöku sviðum athafna og mannlífs í kaupstaðnum á þessum tímamótum, í máli og myndum, — og einnig er farið nokkrum orðum nm sögu hvers þáttar fyrir sig. TVÍTUGUR Flag. Eina landleiðin, sem fær er bifreiðum, er yfir Lágheiði um Fljót í Skaga- firði. Ólafsfjörður hefur verið í byggð frá landnámstíð. — Framan af öldum var byggð öll dreifð um sveitina, en undir aldamótin tók fólk að setjast að við sjóinn. — 1 fyrstu voru þar einungis sjó- búðir, en síðan tóku menn að hafa þar fasta búsetu. Árið 1905 var „Ólafsfjarð- arhorn“ löggiltur verzlun- arstaður, þá voru 116 íbúar í kauptúninu. Fóllksfjölgun- in var mest til ársins 1935, og þá eru þar taldir 711 íbúar. Hinn 1. des. 1964 voru íbúar í Ólafsfirði um 1050, þar með talið fólk í sveit- inni og að Kleifum, sem eru vestan f jarðarins. Árið 1961, 'hinn 1. des. voru 940 íbúar hér. 1 Ólafefirði eru nú 23 íbúðir í smíðum, en síðustu þrjú árin hafa verið byggðar 41 íbúð. ★ Landbúnaður Fram yfir síðustu alda- mót var landbúnaður aðal- atvinnuvegur Ólafsfirðinga, en jafnframt sóttu þeir sjó til heimilisnota. Árið 1863 var bústofn í Þóroddsstaða- hreppi 76 nautgripir, 669 sauðkindur og 86 hross. Ólafsfjörður er grösugur mjög, en aðstaða þar erfið til raöktunar, vegna þess hve jarðvegur er grýttur og brattlendi mikið. Árið 1905 rnynda bændur í Þórodds- staðahreppi með sér búnað- arsamtök. Ekki komst þó verulegur skriður á ræktun túnia fyrr en um 1930, og nú eru flest tún vóltæk. í Ólafsfirði eru nú 18 jarðir í byggð. Á 6 er tví- býli. Búsmali sem settur var á haustið 1964 var sem hér segir: Ær 1364, kýr 133, aðrir gripir 402. Slátrað var í haust samtals 2006 gripum í sláturhúsi K.Ó., og var fall- þungi þeirra samtals 31.029 kg. Mjólkursamlag er nú starf andi á vegum bænda í Ólafs- firði og gerilsneyðir það mjólk, framleiðir aulk þess flestar mjólkurafurðir. — Bændur fá tiltölulega hátt verð fyrir mjólk sína í Ólafs firði, þar sem langmestur 'hluti mjólkurinnar er seld- •í Norðurhluti atliafnasvæð- isins við höfnina. Fremst er söltunarstöðin „Stíg- andi“. Þá er söltunarstöð- „Jökull h.f.“, og út við olíugeymana „Auðbjörg h.f. Stóra húsið til hægri er Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar h.f., og húsið ofan olíugeymanna er fiskverk- unarstöð (hraðfrystihús og þurrkhús) MagnúsarGam- alíelssonar. $ ur beint til neyzlu. Á stund- um er eftirspurn eftir ný- mjólk meir en framleiðslan, og er þá flutt mjólik til Öl- tafsfjarðar frá Akureyri. — Innvegið mjólkurmagn árið 1963 var 357.959 ikg. Fáar jarðir hafa farið í eyði á síðustu árum í Ólafs- firði. Nokkrir ungir menn hafa tekið þar við búskap á gömlurn jörðum síðustu árin og brjóta nú land til rækt- unar. Segja má að landbúnaður í Ölafsfirði eigi sér fraimJtíð að því leyfi, sem hann hef- ur markað í kaupstaðnum, a.m.k. að því er varðar mjólkurafurður. — Vöxtur kaupstaðarins ætti því að efla landbúnaðinn. ★ Útgerð IJtgerð hófst fyrir alvöru um aldamótin. Vélbátaútgerð hófst 1905 og árið 1917 eru gerðir út nálega 20 vólbát- ar frá Ólafsfirði. Árið 1922 var Bryggjufé- lag Ólafsfjarðar stofnað af nokkrum útgerðarmönnum. Sama ár var hafizt handa um byggingu bryggju, — Gamla bryggjan — og leysti hún af hólmi flekabryggjur, sem áður voru notaðar. Árið 1928 eru gerðir út 30 stærri og minni bátar úr Ólafsfirði, og er útflutning- ur talinn hafa numið 6000 skippundum að verðmæti % milljón króna á þeirra tíma verðlagi. Nú eru gerðir héðan út tveir bátar 150 brúttólestir að stærð, og nýlega hefu> verið keypt yfir 200 tonm skip hingað. Ennfremur ert þar gerðir út 3 bátar frá 65—100 tonnum brúttó. Þessir þrír bátar fóm samtals 316 sjóferðir héðan árið 1963 utan síldveiðiitím- ans og lögðu á land 1.640 tonn af fiski. Sjö minni dekkbátar vom gerðir út frá Ólafsfirði árið 1963, ýmist á ufsaveiðar með hringnót yfir sumarið eða línu og netjaveiðar frá> hausti og fram á vor. Bátar þessir fóru 537 sjóferðir og lögðu á land 1.870 tonn af:l fiski. Auk þessa hefur verið haldið út að meira eða minna leyti 27 opnum trillubátum héðan árið 1963. Afli þeirra var 790 tonn í 1326 sjóferð- um. Samtals hafa því Ólafs- fjarðarbátar lagt á land afla árið 1963 4.300 tonn bol- fisks, auk síldarafla, en það ár öfluðu þeir 48.350 tunn- ur og mál síldar, en nú 1964 64.900 mál og tunnur. ★ Vinnsla og verzlun með sjávarafurðir Um 1890 tók „Gudmans Efterfölgere“ verzlun t Akureyri að ikaupa fisk hér í Ólafsfirði, og mun verzlun þessi hafa átt hér salthús. Á Kleifum lét Gránufélagið á Siglufirði byggja fiskmót- tökulhús um svipað leyti. — Fiskur var nær einungis unninn í salt hjá útvegs- mönnunum sjálfum fram undir 1930, en þá stofnar hlutaf élag útvegsmanna | hraðfrystihús í Ólafsfirði. Nú eru ihraðfrystihús, sem starfa að vinnslu sjávarafla í Ólafsfirði 3: Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar h.f., en það fyrirtæfci hefur starfað frá 1930 hér og rekur fiskimjöls og síldarverksmiðju, sem var endurbætt verulega á síðustu v tveim árum. Magnús Gamal- íelsson, útgerðarmaður, rek- ur hér nýtt hraðfrystihús, ásamt fiskþurrkhúsi, enn- fremur rekur Kaupfélag Ólafsfjarðar hér hraðfrysti- hús, en í því er aðallega fryst kjöt og kjötafurðir, nokkuð er þó fryst þar af síld, sem seld er til beitu. Auk hraðfrystihúss þess- ara eru 6 aðrir aðilar, sem verka fisk í salt og skreið: Stígandi s.f., Sigvaldi Þor- leifsson s.f„ Anna s.f., Guð- mundur Guðmundsson, Jón Björnsson og Magnús Guð- mundsson. Þrjár síldarsöltunarstöðv- ar eru nú starfandi í Ólafs- firði. Þær eru: Auðbjörg h.f., Jökull h.f. og Stígandi s.f. Samltals voru útflytjend- ur í Ólafsfirði árið 1963 11 talsins. Fluittar voru út eftir- taldar vöruteigundir og magn: 632 tonn hraðfrystur fiskur, 748 tonn síldar og fiskimjöl, 313 tonn síldar- lýsi, 84 tonn þroskalýsi, 160 tonn skreið, 193 tonn þurr saltfiskur, 393 tonn saltfisk- ur, 196 tunnur hrogn, og um 13.000 tunnur saltsíld. Samtals er verðmæti þessa útflutnings áætlað um 40 milljónir króna. Auk iþessa leggja Öláfsfjarðarbátar meiri aifla á land í öðrum höfnuim heldur en aðbamu- bátar í Ólafsfirði. Gera má því ráð fyrir, að brúttóverð- mætasköpun í ólafsfirzkri útgerð og sj'ávarafurðaiðn- aði hafi numið frá 45—50 milljónum króna árið 1963. byggt nýtt og myndarlegt verzlunarhús. Utibúi frá Kaupfélagi Ey- firðinga var komið hér á fót snemma í Ólafsfirði, en árið 1949 var það aðskilið KEA, og var þá K.Ó- stofn- að. K.Ó. hefur nú reist mifc- ið og myndarlegt verzlun- arhús hér. Auk ofangreindra $. Fiskverkunarhús við höfnina, talin frá vinstri: Anna s.f„ Stígandi s.f. og Sigvaldi Þorleifsson li.f. Fremst sjást sinábátar Engin bæjar- eða ríkis- rekin fyrirtæki starfa á þessu sviði atvinnumála, og er einnig svo um iðnað og verzlun í Ólafsfirði. ★ Verzlun og viðskipti Árið 1897 flutti Páll Bergsson til Ólafsfjarðar. Keypti hann þá eignir manns frá Grenivík, sem hér hafði verið viðloðandi með verzl- un, en fyrir þann tíma var engin föst verzlun hér í Ólafsfirði og var þá róið á árabátum til Akureyrar til öflunar nauðsynja. — Páll Bergsson stundaði einnig út- gerð og átti hann fyrsta vél- bátinn, sem kom í Ólafs- fjörð. Kona Páls var Svan- hildur Jörundsdóttir úr Hrísey. Þau hjón voru braut ryðjendur á mörgum svið- um hér í Ólafsfirði. aðila eru fjórar verzlanir reknar í Óláfsfirði og eitt hótel. Verzlunarrekstri hef- ur fleigt fram í Ólafsfirði á síðari árum og má segja, að aðstaða neytenda til verzl unar í Ólafsfirði sé nú góð. Sparisjóður Ólafsfjarðar, sem var nýlega 50 ára, er eina starfandi peningastofn- unin í Ölafsfirði. ★ Iðnaður Iðnaður, að frátöldum sjávaraflaiðnaði, hefur verið fram á síðustu ár lítill í Ólafsfirði, en nú hefur bygg- ingariðnaður aukizt nokkuð í seinni tíð. Vélsmiðja hefur verið hér frá því 1914, en hana stofnsetti þá Jón Þor- steinsson. Vélsmiðja þessi heitir nú Nonni h.f. Annað mi-nna járnsmíðaverkstæði er á staðnum. Þrjú tré- smíðaverkstæði eru hér og eitt steypuverikstæði. Enn- AUP Verzlun sú sem Páll hóf hér, hefur verið rekin síðan. Næstur honum rak hana Árni Bergsson og síðar Brynjólfur Sveinsson s.f„ en um fyrirtæki þetta hefur verið stofnað hlutafélag nú, 'Valberg h.f„ og hefur það fremur eru hér tvö bifreiða- verkstæði og tvö rafmagns- vebkstæði, viðgerðarverk- stæði fyrir siglingatæki og útvarpstæki, — og skóverk- stæði, auk netaverkstæða og lifrarbræðslu. $ Valberg h.f. OPINBERAR FRAMKVÆMDIR ★ Hafnarmál Frá náttúrunnar hendi er höfn í Ólafsfirði mjög slæm. Fjörðurinn liggur móti opnu hafi og NA sjóar kioma frá úthafi beint inn á grunnan f jörðinn og verður hann því oft illfær eða ófær siglinga- leið. Hafnarbætur hafa verið frá fyrStu tíð grundvöllur að útgerð í Ólafsfirði, og má því segja, að nú, þegar útgerð er orðin algjör undir- stöðuatvinnuvegur á staðn- um, að Ihafnarbætur séu frumSkilyrði að vexti og við- gangi Ólafsfjarðar. Fyrstu bryggjur, sem Ólafsfirðingar notuðu voru lausar fleka bryggjur, sem settar voru á trébúkka. — Árið 1922 var byggð báta- bryggja, og fékk svonefnt bryggjufélag styrk til þess að upphæð kr. 8.000, átta þúsund, úr ríkissjóði. — Bryggja þessi var 80 metr- ar á lengd og 3 m. að breidd. Árið 1929 fór fram gagn- gerð endurbót bryggjunnar, en unnið hafði verið að við- gérðum á henni frá því hún var ibyggð vegna skemmda sökurn sjógangs á vetrum. Árið 1937 var hún svo lengd um 14,5 m. Árið 1955 var gerð 55 m. löng fylling sunn- an bryggjunnar með steypt- um framvegg og var flatar- mál hennar um 1400 m2 Árið 1944 er hafnargerð í Ólafsfirði orðin svo knýj- andi, að til úrslita hlaut að draga með byggingu henn- ar annars vegar, eða algjöra óvissu um framhald útgerð- ar hins vegar, og þar með framtíðar staðarins. Sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu synj laði þá um ábyrgð til hafn- argerðarinnar, og var þá horfið að því ráði að óska eftir kaupstaðarréttindum ST til handa Ólafsfirði. Á árunum 1944—’64 hef- ur verið unnið að hafnargerð í Ólafsfirði, sum árin meira en önnur minna, og eru nú 240 metra langur öldubrjót- ur móti norðri og 375 m langur stauragarður móti vestri þegar byggðir, auk hafskipaviðlegubryggju við Norðurgarð og þriggja síld- arsöltunarstöðva. Hafnargerð í Ólafsfirði kostar nú um 30 milljónir króna. Þrátlt fyrir þessar að gerðir eru hafnarskilyrði mjög bágborin fyrir stærri báta í Ólafsfirði, og þurfa þeir jafnan að flýja höfn- ina er NA veður geysa. — Erfiðleikar þessir stafa af straumkasti, sem myndast innan hafnarinnar. Unnið er nú að kvíagerð úr Norður- garði í átt að „Gömlu bryggj unni“ ef vera kynni, að unnt væri að koma í veg fyrir straumkast innan iþeirrar kvíar, sem myndast við það. ★ Hitaveita Á Sfceggjabrdkku og Garðsdal eru beitar laugar náleiga um 50 gráður á C. Laugar þessar eru við far- veg Garðsár og voru einung- is notaðar itil þvotta frá þeim bæjum, sem styzt áttu til þeirra. Árið 1944 voru laugar þessar virkjaðar með hitaveitu, og voru öll hús í kaupstaðnum 'hituð upp með vatni úr þeim. Húsum hefur nú mjög fjölgað í kaupstaðn um og befur því hitáþörf aukizt. Borað hefur verið eftir auknu vátni og var mesta átak í þeim efnurn gert árið 1962, er Norður- landsbor hóf hér starfsemi sína. Boraðar voru tvær hol- ur og gaf önnur þeirra góð- an árangur. Hefur vatnið nú hitnað og aukizt rnjög, en aðalæð og toerfi hitaveitunn- ar er nú orðið of lítið að flutningsgetu, svo endur- bætur þarf að gera á því svo hægt verði að mæta auk- inni þörf. Flest öll íbúðarhús eru nú hituð upp með heitu vatni. Samfcv. gjaldskrá hita Veitunnar kostar nú rennsli ★ Vatnsveita og holræsagerð Vatnsveita og holræsagerð hefur verið frá fyrstu tug- um aldarinnar í Ölafsfirði. Voru fyrirtæki þessi þá í eigu einstaklinga. Vatn er tekið úr lindum á Brimnes- dal, og er vatnsþró í hlíð- inni ofan við kaupstaðinn. Nú befur byggð færzt upp eítir hlíðinni, svo vatnsþró þessi stendur nú of lágt til þess að þrýstingur haldist nægilegur fyrir hæstu hús, í svonefndum Hlíðarvegi. Vatnsveilta og holræsagerð eru nú rekin sem sjálfstæð fyrirtæki á vegum bæjar- ins. i Enn er unnið að hafnar- bótum í Ólafsfirði. Hér er fyrirhugaður kvíagarður, þar sem kraninn stendur. þ ★ Rafveita Árið 1942 var tekin í notfc- un vatnsaflsrafstöð við Garðsá, en fyrir þann tíma var rafmagn til ljósa frá ljósavél og var sú skipan A Ð 1 líters á mínútu gegnum miðstöð kr. 60 pr. mán„ en 5 lítrar ihita upp meðal íbúð- Kostar því 3.600 á ári að hita slítoa íbúð upp með .hitaveitu, sem rennur allt árið, allan sólarhringinn, um miðstöð húsa í kaupstaðnum. u mála orðin alls ófullnægj- andi. Nú hefur Garðsárvirkj- un verið tengd Sfceiðsfoss- virkjun í Fljótum, og er orð- in einn þáttur í rafveitu- kerfi ríkisins. Háspennulína liggur yfir Lágheiði frá $. Kaupfélag Ólafsfjarðar ÓL AFSFIRÐIN GUR ÓL AFSFIRÐIN GUR

x

Ólafsfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.