Dögun - 18.01.1946, Blaðsíða 4

Dögun - 18.01.1946, Blaðsíða 4
4 DÖGUN C-listinn listi sósilistaíélags Akra— ness og óháðra Á næstu fjórum árum ættu því báðir skólarnir að eignast fram- tíðarhúsnæði, og allt núverandi húsnæði þeirra yrði þá laust til annarra nota. Ríkið mun greiða helming byggingarkostnaðar gagnfræða- skólans, en væri ekki fé fyrir hendi í bæjarsjóði til greiðslu á hinum hlutanum til væntan- legra skólabygginga, þá sýndist sjálfsagt að bærinn tæki lán tií langs tírna, svo að ekki stæði á fé. Sú stefna er vafalaust rétt, að láta ekki reisendur menn- ingarstöðva eina um að greiða þær. Komandi kynslóðir, sem eiga að njóta ávaxta þeirra, munu ekki vanþakka það, þótt þær greiði sinn hlut Hitt munu þær vanþakka og að réttu, ef við gerum ekki tafarlaust skyldu okkar um bætta að'búð æskunnar. Húsmœðraskólinn. Ollum er nú að verða Ijós nauðsyn stað- góðrar andlegrar og verklegrar þekkingar húsfreyjanna og til- vonandi mæðra. I þeirra hönd- um er ekki aðeins magaleg vel- líðan allra heimilsmanna, held- ur annast þær hið fyrsta upp- eldi hvers einasta borgara. Sé nokkurs staðar þörf staðgóðrar þekkingar á uppeldismálum, þá er það meðal kvenna. Hér í bæ mun vera allmikill áhugi fyrir stofnun húsmæðra- skóla, og mun kvenfélagið haf-a haft þar -forystu um alllangt skeið. Veit ég eigi, hvað langt þessar áhugakonur hafa komið máli þessu, en bæði er það, að húsmæðraskól-ar eru Iögum samkvæmt bæjar- og ríkisstofn- anir, og einni-g er það málefna- leg skylda bæjarins að veita þessu brautargengi. Ber því bæjarstjórn að hlutast strax til urn lausn þessa rnáls. Meðan ekki er til vinunandi húsnæði, þarf að starfrækja námskeið fyrir húsmæður og húsmæðra- efni. Hins vegar ber að athuga, hvort ekki fyndist einhver bráðabirgðalausn á húsnæðis- málinu, svo að s-kólinn , gæti hafið starf sitt sem fyrst. Hins vegar er rétt að benda á, að ríkissjóður greiðir % stofn- kostnaðar húsmæðraskóla. Enn- fremur verður að telja bænum til útgjalda mikinn hluta þess fj-ár, sem margar stúlkur úr bænum verj-a nú, til þess að geta stundað nám við slíka skóla annars staðar á landinu. í sambandi við húsmæðra- skólann hér væri svo gött að starfrækja ætíð námskeið fyrir húsmæður, sem ekki h-afa eða geta átt þess kost að sækja skólann. Iðnskólinn. Iðnskólar eru að vísu ekki reknir a.f ríki eða bæjum, en fjarstætt virðist, að menntun iðn-aðarmannna sé sér- mál þeirra, sem ekki snerti lándsmenn. Bæjarstjórnum ber hv-arvetna skylda til að veita sem beztan stuðning til að starf iðn-skólanna geti borið tilætlað- an árangur til heilla alþjóð. Ég mun. ekki beiyla hér á nauðsynlegar úrbætur í húsnæði iðnskólans. Ilitt tel ég skylt, að þar verði heppileg lausn fundin í sambandi við aðra skóla, þótt ég telji sjálfsagt, að hver skóli ‘búi sem mest að sínu, bæði um húsnæði og annað. En ég tel nauðsyn að bærinn beiti afli sínu m.a. til þess að iðnskólinn yrði starfræktur sem fullkomin dagskóli 3—4 mán- uði ársin-s. Ég hef undanfarin sex ár (að þessum vetri undan- skildum) kennt við iðnskóla og þykist því mega segja það, að núyerandi fyrirkomulag, sem tíðkast um allt land, er alls ó- hæft. H-verjum dettur í hug, að sæmilegur árangur náist, þrátt fyrir bezta vilja, þegar nemend- ur verða að fara úr vinnunni beint í skólann og eiga síðan að stunda heimanám, þegar líður að háttatíma hjá öðrum? Meist- arar eru kannske smeykir við þessa breytingu, en ég hygg að sá ótti sé ástæðulaus, og hef ég marga meistara talað við, sem töldu slíka breytingu til bóta, .einnig fyrir þá, vegna aukinnar athygli nemanna við vinnu, þegar skólanámið truflaði ekki. Sjómannanámskeið. Sjávar- plássi er nauðsyn að eiga góða og g-egn-a sjómannastétt. Hér þarf bærinn að koma á verk- legum og e.t.v. bóklegum nám- skeiðum fyrir sjómenn. Slík námskeið ætti að starfrækja 2- 2(4 mánuð að hausti, ár hvert. Hygg ég að skjótt mundi sjást árangur af kennslu í hagnýtum vinnúbrögðum, hjálp í viðlög- um o.s.frv. Bamaleikvöllur. Enginn bær má vera án hentugs svæðis fyr- ir börn til alls kon-ar útileikja að sumri til. Mæðrum er ó- m-etanlegt gagn að slíkum völl- um, og börnunum er hann heilsubrunnur og veitir full- næginu starfslöngunar, sem er ríkasta eðli b-arnsins. Slíkum velli verður að koma upp á nœsta vori og starfrækja h-ann síðan hvert sumar a.m.k. 3 framboðslisti Sósíalistafélags Akraness og óháðra manna við bæjarstjórnarkosningarnar 27. janúar, var lagður fram 31. des. s.l. Hann er þannig skipaður: 1. Sk-úli Skúlason, verkamað- ur; 2. Hans Jörgensson, húsa- meistari; \ 3. Ingólfur Runólfsson, kenn- ari; 4. Pétur Jóhannsson, verk- smiðju-stjóri; 5. Hel-gi Þorláksson, skóla- stjóri; 6. Magnús Norðdal, bílstjóri; 7. Axel Eyjólfsson húsgagna- smíðameistari; 8. 'Haraldur Sigurð-sson vél- virkjameistari; mánuði. Þrenns er þá nauðsyn- legt að gæta: 1) Að velja vellinum góðan og hengtug-an stað, m.a. með tilliti til þess að þar yrði e.t.v. reist dagheimili og vöggustofa. 2) Að hafa nauðsnleg leik- tæki og skýli á vellinum, en hvort tveggja kostar mjög lítið og þarfnast lítils viðhalds. 3) Að ráða hæfan umsjónar- m-ann eða menn til stöðugrar umsjónar á vellinum. Verður það hinn raunverulegi reksturs- kostnaður vallarins að greiða umsjónarmanni laun, og má ekkert verða til þess, að hann geti ekki helgað sig þessu st-arfi yfir sumarið. Heppilegt teldi ég, að sfarf þetta væri falið ein- hverjum barnakennara og góð stúlka væri honum til aðstoðar. Mun ekki standa á mannvali. Sumardvöl barna. Af hern- aðarátsæðum mun hafa verið komið upp dvalarheimili fyrir börn hér í bæ. Nú er sem betur -fer ekki þessi nauðsyn, sem knýr til slíks starfs. Skal ég ekki fúlyrða, að slíkt dvalar- heimili sé tímabært, en hitt er vafalaust, að mjög er mikils- vert, að ung börn dvelji á fögr- um stöðum í sveit, þótt ekki væri nema eina viku hvert sumar. Frú Kristr-ún Ólafs- dóttir hefur undanfarið brotizt í að hald-a uppi slíkum bæki- stöðvum og hefur þar notið lítils styrks, annars en fórnfúsr- 9. Árni Sigurðsson, skips- stjóri; 10. Ársæll Valdemarsson, iðnnemi; 11. Ingi Gnðmundsson, báta- smiður; 12. Ásgrímur Sigurðsson, verkamaður; 13. Gísli Guðmundsson, sjó- maður; 14. Halldór Bachmann, iðn- nemi; 15. Leifur Gunnarsson, bif- reiðarstjóri; 10. Þorvaldur Steinsson, sjó- maður; 17. Þórður Valdimarsson bif- reiðastjóri; 18. Halldór Þorsteinsson, vélvirki. ar hjálpar nokkurra manna og kvenna. Bæjarstjórninni ber skylda til að #inna þessu starfi hennar með virkri aðstoð. Það er ekki viðunandi fyrir bæinn að allt starfið verði að vera unnið í frístundum áhugafólks, án nokkurra launa. Meðan bærinn rekur enga slíka starf- semi sjálfur á hann því að greiða laun star-fsfólksins og veita styrk til að við'unandi húsnæði fái-st fyrir starf þetta. Eg veit, að hinir fjölmörgu bæjarbúar, sem hafa kunnað að meta þessa starfsemi, taka undir þessa kröfu, en sjálfur hafði ég glöggt tækifæri til að kynnast þessu dvalarheimili í sumar, og. er mér ljóst, að ann- markar þess stafa af erfiðum aðstæðum en ekki vilja- eða skilningsleysi starfsfólksins. Þetta verður nú að nægja um skóla- og uppeldismál og brýnustu úrbætur þeirra. Skal ég að siðustu taka það fram, að fullt samkomulag er meðal frambjóðenda C-listans um þessi mál, og munu þeir beita sínum mætti til framgangs þeim í bæjarstjórn og utan. í framhaldsgrein mun ég svo víkja að öðrum menningar- málum, svo sem íþróttamáium, heilbrigðismálum og ýmsum al- mennum menningaratriðum öðrum. Tlelgi Þorláksson. é

x

Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (18.01.1946)
https://timarit.is/issue/437544

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (18.01.1946)

Aðgerðir: