Dögun - 18.01.1946, Blaðsíða 5

Dögun - 18.01.1946, Blaðsíða 5
DÖGUN 5 Aðkallandi verkefni ' % DÖGUN Útgefandi: Sósíalistafélag Akraness. Ritstjórn: Axel Eyjólfsson Magnús Norðdahl (áb.) Þorvaldur Steinsson Afgreiðsla: Baugstíg 11, sími 67 fí, og Bárug'ötu 18, sími 111 Víkingsprent h.f. Revkjavík. Samstarfi neiíað Alþýðuflokksmenn hafa iðu- lega haldið því á lofti, að flest stefnumál sósíalista í lands- og bæjarmálum væru gömul og ný baráttumál Alþýðuflokksins. Ekki skal því neitað, að sósí- alistar hafa aldrei hikað — og munu aldrei hika við að taka nytjamál á stefnuskrá sína og fylgja þeim fram, jafnt fyrir því, þótt annar flokkur kunni að hafa haft þau á stefnuskrá sinni. Sósíalistar grípa fegins hendi hvert tækifæri, sem gefst, til að vinna að aimenningsheill, og hika ekki við að taka upp samstarf við andstæðinga sína um þau atriði, sem samkomulag næst um. A þeim grundvelli byggist t. d. hiklaus þátttaka þeirra í núverandi ríkisstjórn. Uössu er því miðu.r oftast á annan veg farið með Alþýðu- flokkinn. Um leið og andstöðu- flokkur hans — einkum Sósíal- istaflokkurinn — býður upp á samstarf og framkvæmd hags- munamála alþýðunnar, er Al- þýðuflokkurinn þeim andvígur. A annan veg verður ekki skil- in neitun Alþýðuflokksfélags Akraness á samstarfi við Sósíal- ista í bæjarstjórnarkosningun- um. Allir vita, að sameiginleg- ur listi verkalýðsins hefði unnið glæsilegan sigur í þessurn kosn- íngum og með því tryggt fram- kvæmd brýnustu hagsmuna- mála bæjarins á næstu fjórum árum. Hins vegar fellur ætíð meira í súginn af atkvæðum, þegar listar eru margir, og full- trúasæti geta beinlínis glatazt af þeim orsökum. Nægir að benda á síðustu bæjarstjórnar- kosningar hér, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn náði 5 fulltrúum, þótt tyeir andstöðulistar hans hefðu yfir 20 atkvæði meiri- hluta samanlagt. Aliir, sem nokkuð fylgjast með þróun mála hér á Akra- Sú venja hefur haldist hér, eins og víðast á landinu, að rekstrarfé bæjarins er aflað með útsvörum, skatti á bæjarmenn eftir tekjum þeirra, og miðað við það, að allir telji rétt fram. Nú er útsvarsstiginn á Akra- nesi orðinn með þeim hæstu á landinu, sem eðlilegt er, þar sem framkvæmdir bæjarmáia hafa rekið á eftir, og þó virðist sem ríkjandi stefna í bæjar- stjórn Akraness hafi verið til þess, að gera eins lítið og mögulegt hefur verið að kom- ast af með á" hverjum tíma og tæplega það, geyma það til morguns, sem ekki þuyfti nauð- synlega að gera í dag, svo að nú bíða verkefnin í knýjandi nauðsyn þess, að hefjast handa með stórvirkari framkvæmdir og kostnaðarsamari en áður hefur verið, þó að aðeins væri tekið fyrir það allra nauðsyn- legasta. Hér skal svo aðeins minnst á nokkrar nauðsynlegar f ram k væmdir: áfra m hal c lan d i hafnar- og bryggjugerð og vinna ber að lokaðri höfn og sjógörðum, til að fyrir- byggja áframhaldandi land- brot, áframhaldandi og bættri nesi, vita, að úrslitakostir Al- þýðuflokksfélagsins voru blá- köld neitun á samstarfi við sós- íalista. Af 5 fulltrúum verka- lýðslistans í bæjarstjórn áttu sósíalistar að eiga 1, og aldrei mátti það koma fyrir, að tveir sósíalistar sætu samtímis í bæj- arstjórninni (sbr. ákvæðið um 8. sætið.) Hvort er hér um dæmalausan barnaskap að ræða hjá fundar- meirihluta Alþýðuflokksfélags- ins — eða vill þessi sami flokks- hluti ekki framgang eingin bar- áttumála og þeirra mála, sem stefnuskrá Sósíalistafélagsins fjallar um? Sé hið fyrra orsök þessa af- svars, þá opnast kannske augu þessara manna, þegar kosninga- tölurnar birtast, en um hið síð- ara eiga kjósendur heimtingu á svari fyrir kosningar. En þeir verkalýðssinnar, sem hingað til hafa fylgt Alþýðu- flokknum við kosningar, en einskis voru spurðir af forráða- mönnum Alþýðuflokksfélags Akraness, þegar hafnað var allri samvinnu — þeir svara við kjörborðið 27. janúar n. k. og lcjósa C-listann. gatnagerð bæjarins, skolp- leiðslu og vatnsleiðslu, og ef til vill að leggja aðra aðal- vatnsæð frá Akrafjalli til bæj- arins, a.m.k. ef reynslan verð- ur sú sama hér og annars stað- ar um ónýti tréröranna, bygg- ingu barnaskóla, gagnfræða- skóla og húsmæðraskóla. Og tel ég það merkilegt skipulags- leysi að gagnfræðaskóli byggð- ur fyrir 3 árum skuli þegar vera orðinn alltof litill og óhæfur til að gegna því verkefni, sem hon- um var ætlað í náinni framtíð . Verkamannaskýli, barnaleik- vellir, dagheimili barna og elli- heimili er einnig knýjandi nauðsyn, og sömuleyðis þarf að veita styrki til félaga, sem vinna að uppeldi og menningar- málum, eins og t.d. til íþrótta- félaganna, skátafélaganna, söngfélaga o.fl. Auk þess liggja fyrir aðrar framkvæmdir, sem ættu að borga sig í rekstri, þó að stofn- kostnað þurfi að leggja fram, eins og t d. bæjarkerfi rafveit- unnar, sem þarf að auka og grafa niður í göturnar, þvotta- hús þarf að byggja, mjólkur- vinnslustöð og samkomuhús eða félagsheimili, kaupa vinnu- vélar o.fl.. Já, það lýtur út fyr- ir að útsvörin eigi eftir að hækka að mun ennþá, þó að- eins helmingur af þessu yrði framkvæmdur, eða í fram- kvæmd, á næsta kjörtímabili. Stefna C-listans, lista só'síal- ista og óháðra, í bæjarmálum er því sú, að bærinn taki í sín- ar hendur arðbæran atvinnu- rekstur, til að létta undir með bæjarbúum við útsvarsgreiðslur, auka atvinnu í bænum og til að vinna að því, að þessar og fleiri nauðsynlegar framkvæmd- ir verði mögulegar. Akranes á afkomu sína undir framkvæmdum sjávarútvegs- málanna; um það deilir enginn; og ef sjávarútgerðin bregzt, ef ekki borgar sig að gera út skip til fiskiveiða, þá er bæði Akra- nes og landið í heild gjald- þrota. En meðan einhver arður er að útgerð, þá lifa þau kaup- tún og kaupstaðir bezt, sem hafa fle'st og bezt framleiðslu- tækin og sem fjölbreyttastan og fullkomnastan útbúnað hafa til að hagnýta aflann. Niðursuðuverksmiðja, og þar með fullkomin lýsis- og fiski- mjölsverksmiðja á Akranesi er því aðkallandi nauðsyn, um leið og vélbátaútvegurinn er aukinn og togaraútgerð hafin með nýtízku togurum. Bæjar- félagið á fyrst og fremst að reka stórvirka útgerð hér á Akra- nesi, og það er merkileg hugs- unarvilla bæjarstjórnar að bæj- anitgerð skuli ekki vera þegar hafin, þar sem nú borga ein- staklingar allt að 50—90% af arði í tekjuskatt af útgerðinni til ríkisins, sem bæjarútgerð losnar við að greiða, svo að arð- ur af bæjarútgerðinni er mikið meiri til bæjarins en arður af útgerð einstaklingsins. Ég segi aðeins hugsunarvilla, því að ég hefi álitið, að hvaða flokki, sem bæjarfullltrúar fylgja, þá geri þeir í þessum málum eftir sínu bezta viti, en svipti ekki af ráðnum hug tugþúsundum króna úr bæjarsjóði. Enginn má þó skilja þessar línur þannig, að á nokkurn hátt sé stefna okkar að torvelda einstaklingsframtakið í þessum málum, heldur ætti fremur að stuðla að því. Það er gcfið mál að því meiri atvinnurekstur því betra. En þó að tímarnir eigi eftir að breytast, þá á bæj- arfélag'ið engu síður að geta þénað á útgerð en einstakling- urinn. Nú þegar ætti því að hefj^st handa, meðan tækifær- in bjóðast og festa kaup á 2—3 togurum, vinna að undinbún- ingi og byggingu slíkrar verk- smiðju sem að framan greinir, kaupa 2 stóra vélbáta til að tryggja verksmiðjunni vinnslu og um leið að hefja byggingu á nauðsynlegum starfstækjum í landi til útgerðarinnar. Þegar togararnir eru komnir er gefið tækifæri á því að hefja verzlun á byggingarefni, kolum og öðrum nauðsvnjavörum eft- ir því, sem henta þykir á hverj- um tíma, og það yrði jafnvel nauðsynlegt, til að tryggja skipunum arðbæran flutning til landsins á heimleið úr sölutúr- um. Nú er í þinginu frumvarp um mjög hagkvæm lán, til bæj- arfélaga, um kaup á fram- leiðslutækjum sjávarútvegsins, eins og t.d. á togurum og vél- skipum og til að koma upp verksmiðjum, svo að mikil lík- indi er til þess, ef frumvarp þetta nær fram að ganga, að bærinn þurfi ekki að afla sér stórfelldrar lána, auk þessa, til að kljúfa stofnkostnaðinn. Hans Jörgensson

x

Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (18.01.1946)
https://timarit.is/issue/437544

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (18.01.1946)

Aðgerðir: