Dögun - 24.06.1946, Page 1

Dögun - 24.06.1946, Page 1
;a • a Heilir og sælir, iesendur. O ' Á framboðsfundum í vetur deildum við, sósíalistar og óháð- ir, mjög á liina flokkana fyrir leynd þá, er hvílt hefði undan- farið yfir bæjarstjórninni og bæjarmálefnum. Víttum við sambandsleysi bæjarfulltrúanna við kjósendur sína, bæjarbúana. Fólkið kvað upp dóm sinn, um þessi mál og önnur, í tvenn- um kosningum. Ekki skal hér um þær rætt, þar sem langt er um liðið, en á hitt bent, að með kjöri tveggja bæjarfulltrúa úr okkar hópi, var sú ábyrgð, m. a., lögð á heyðar okkar, að reynast í þessu á annan veg en hinir fyrri. Nú er ekki því að leyna, að ýmsir andstæðinga okkar hafa vafalaust ekki tekið þessa ádeilu okkar alvarlega: Við mundum naumast kjósa annað frekar en ró og næði, er við værum komn- ir í bæjarstjórnina. En þar er skjótt að svara; Skoðun okkar hefur ekki breytzt nema síður sé. Fólkið á heimt- ingu á að vita, hvað líður störf- um fulltrúa þess. Bæjarstjórnin er aðeins nefnd, sem ber ábyrgð gagnvart bæjarbúum. Ffenni er skylt að skýra þeim frá athugun- um sínum, hlýða á óskir fólks- ins og bendingar og vinna eftir getu í samræmi við vilja þess. Fólkinu er að sjálfsögðu jafn skylt að tjá fulltrúunum sín sjón- armið, gagnrýna gerðir þeirra á opnum vettvangi, svo að naál skýrist. Okkur hefur ætíð verið Ijóst, að þetta verður ekki gert nema með stöðugri blaðaútgáfu, þar sem við, fulltrúarnir, skýrum frá störfum okkar, og þið, bæjarbú- arnir, berið fram óskir ykkar og aðfinnslur. Þess vegna hefur nú Dögun göngu sína sem hálfs- mánaðar blað. Ég hef tekið að mér ritstjórn hennar, fyrsta sprettinn. Bar mér til þess skylda sem bæjar- fulltrúa og er það enda hugljúft að ýmsu leyti. Veit ég þó vel, að þar fylgir ýmis vandi: Þess er þd jyrst að geta, að margir munu vilja leggja stein í götu þessa fyrirtækis, af ótta við illan tilgang. Það er nú sem fyrr almennt blásið að þeim kolum, að sósíalistar og stuðnings- menn þeirra, séu missindis- menn, útblásnir af illmennsku og lágum hvötum. Þetta hefur margur ætlað fyrr um nýtan, en Kosningar þær sem í hönd fara eru fremur en nokkru sinni áð- ur prófsteinn á stjórnmálaþroska Islendinga. Þau straumhvörf hafa átt sér stað í þjóðlífi voru síðustu árin að vér stöndum sem í sporum þess manns, er ófrjáls hefur verið gerða sinna, eða þurft að fara að annarra vilja í flestum efnum, en fær síðan frelsi og rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun um athafnir sínar, stundarhag og framtíð. Stofnun lýðvelcjis » íslandi 1944 gerði íslendinga að ábyrg- um mönnum og frjálsum að vali eigin vega. Það sem máli skipti við endurheimt sjálfstæð- isins var því, að öll þjóðin fyndi að nú var hún ekki lengur að- eins ábyrg fyrir því stóra verk- efni að vinna sjálfstæðið og fagna því, heldur var hún skýld- ug að varðveita það og ávaxta. Nokkur þytur smó um raðir þeirra, sem minnsta áttu trúna á þrek þjóðarinnar til að standa á eigin fótum. Þeir fundu margt til ástæðna, sem skilja mátti á þann veg að framkoma íslend- inga væri of gustmikil og ein- örð til þess að samrýmast upp- nýjan málstað. Ofsóknir gegn frumkristni og galdrabrennur miðalda ættu að opna eyru hinna skelfdustu nútíðarmanna svo, að þeir þyrðu að hlera á málstaðinn, þótt hann væri kenndur við sósíalisma. Hinum, sem fremur minnast nútíðar en fornra atburða, mætti góðfúslega benda á athafnir núverandi rík- isstjórnar íslands, sem er fyrsta stjórn hérlendis með fulltrúum sósíalista. — En nóg um það í bili. Annar erfiðleikinn stafar af fjárskorti þessarar útgáfu. Prent- un er dýr, en sölumöguleikar Framhald á bls. 3. eldi þjóðar, sem í 7 aldir hafði beðið og barizt fyrir frelsi sínu og fullveldi. í öllum stjórnmála- flokkum nema Sósíalistaflokkn- um, voru hópar manna, sem veltu vöngum og vildu fá að tala við kónginn. En þjóðin sjálf var á einu máli um hvað gera skyldi og því var lýðveldi stofnað með þeim glæsibrag, sem lengi mun í rninnum hafður á Islandi. Þjóð- in skildi að vorið var gengið í garð eftir dimman harðan vet- ur, því skyldu voryrkjur hefjast. Þessar voryrkjur eru sú nýsköp- un x atvinnulífi Islendinga, sexn hafin var með myndun núver- andi ríkisstjórnar. Það fór að vonum að þeir, sem sterkasta áttu trúna á manndóm þjóðar- innar blésu í glæðurnar, styi'ktu hvern þann vilja til athafna, sem til var, — hvar sem hann var. Það var ekki vafi á því að til þessa verks hafa menn og flokk- ar gengið af misjöfnum hvötum. Sá hluti auðmannastéttarinnar, sem dregið hafði réttasta lær- dóma af endalokum gerðardóms- laganna og þjóðstjórnarinnar, sá að ekki var unnt að stjórna Is: Það, sem um er kosið. Stefán Ögmundsson Stefán Ögmundsson frambjóðandi Sósialistafloliksins í Borgarfjarðar- sýslu við alþingiskosningarnar 30. júní. Stefán Ogmundsson er fæddur 22. júlí ígog, sonur Ingibjargar Þorsteins- dóttur og Ögmundar Stephensen i Reyk javík. Hann lærði prentiðn og varð prent- ari 1929. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðfirstörfum fyrir Hið íslenzka prentarafélag, m. a. setið í stjórn þess um 6 ár, þ. á. m. gegngt formansstörf- um í tvö ár. Hann hefur verið varaforseti Al- þýðusambands íslands á fjórða ár. Hann var fulltrúi Islands á stofn- fundi alþjóðasambands verkalýðsins í París í fyrra. Stefán á sæti í miðstjórn Sósíalistaflokksins. landi á friðsamlegan hátt, nema í samvinnu við verkalýðshreyf- inguna og á þeim grundvelli, sem hún taldi nægilega spor- þéttan til að standa á. Þessi grundvöllur er fólginn í kjör- orði Sósíalistanna: ATVINNA HANDA ÖLLUM. Framkvæmd þessa kjörorðs er: nýbygging íslenzkra atvinnuvega, tvöföld- un fiskiskipastólsins á þremur árum, tvöföld afköst síldarverk- smiðjanna, fjórfaldur flutningá- skipastól! á fáum árum, nýjar fiskvinnsluverksmiðjur, svo að- eins sé greint frá þeim helztu tækjum, sem tvöfalda munu út- flutningsverðmæti íslendinga á 4-5 árurn, auk allra þeirra menn- ingar- og félagslegu umbóta, sem Framhald á bls. 4. L

x

Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.