Þingey - 19.12.1945, Qupperneq 2

Þingey - 19.12.1945, Qupperneq 2
2 Þ I N G E Y Húsavík, 19. desember 1945 Kosningar Framh. af 1. síðu. GREINARGERÐ Það þykir vel hlýða að láta nokkra greinargerð fylgja stefnu skrá þeirri í málefnum Húsavík- urkauptúns, er Sósíalistafélag Húsavíkur leggur nú fram í til- efni hreppsnefndarkosninganna, sem fram eiga að fara í janúar í vetur. Vafalaust munu allir Húsvík- ingar hafa áttað sig á því, að at- vinnuhættir þeir, sem nú eru og verið hafa hér í Húsavík, eru á þá lund, að ekki verður við slíkt unað til langframa. í ann- uman stað vita það allir, að Húsavík skortir ýms þau þæg- indi daglegs lífs, sem allir nú á tímum keppa að. Hér getur því ekki verið um það að ræða, að viðhalda óbreyttu ástandi, held- ur verður Húsavík að fylgjast með þeirri þróun í atvinnuhátt- um óg bættum lífsskilyrðpm, sem þegar er til stofnað í þessu landi og þjóðarnauðsyn er að fram nái að ganga. Húsavík getur ekki haldið á- fram að vera staður frumstæðra atvinnuhátta meðan aðrir stað- ir keppa að því, að afla sér stór- virkra tækja og hefja atvinnu- rekstur á grundvelli stórtækni. í þessu sambandi ber þess að geta, að við lifum í samkeppnis- þjóðfélagi, þar sem samkeppnin er kvað hörðust um sjálfa menn- ina, og að hver sá staður, sem ekki heldur sinum hlut í þeirri samkeppni, verður að sjá á bak íbúum sínum fyrr eða síðar til annarra staða, sem meiri dugn- að hafa sýnt og betri kjör hafa að bjóða þegnum sínum. Sum þeirra mála, er um getur í stefnuskrá þeirri, sem hér ligg- ur fyrir, eru þegar nokkuð á veg komin, t. d. hafnargerðin, og að öðrum hafinn all-verulegur und- irbúningur, t. d. rafmagnsmálin. Skal þá vikið nokkuð að ein- stökum liðum stefnuskrárinnar. Þó að hafnargarðurinn sé nú kominn nokkuð áleiðis, eins og áður er getið, er þó enn mikið óunnið við hann. Því verki verð- ur að ljúka á næsta sumri, ef nokkur kostur er, því að með því er verið að skapa skilyrði fyrir því atvinnulífi, sem koma verður hér á staðnum. í sam- bandi við hafnargarðinn þarf svo að koma stór síldarverk- smiðja. Er það ekki einungis nauðsyn fyrir Húsavík heldur og þjóðarnauðsyn. Byggja verður ennfremur að- stöðu til síldarsöltunar, svo og aðstöðu til hverskonar athafna í sambandi við útgerð. í janúar Bygging hraðfrystihúss er hin mesta nauðsyn og hefir vöntun hraðfrystihúss á undanförnum árum verið til hins mesta tjóns fyrir útgerðina hér. Um aukn- ingu skipaflotans er það að segja, að hún verður að koma að einhverju leyti jafnskjótt og byggingu hafnarinnar er lokið. Er ekki um annað að ræða, en að afla stærri og fullkomnari tækja en þeirra, er hér liafa ver- ið til þessa, tækja, er sótt geti lengra og veitt meira öryggi. Taka verður til rækilegrar at- hugunar, hvort hingað eigi ekki að koma togari, sem gerður sé út héðan. Hvað sem mönnum annars kann að sýnast um það, hvaða skipastærðir séu heppi- legastar fyrir staðinn, orkar hitt ekki tvímælis, að sjávarútvegur- inn verður hér að vera sá grund- vallaratvinnuvegur, sem gerir aðrar athafnir mögulegar, og sem afkoma staðarins grundvall- ast á. Það er lífsnauðsyn, og Húsavikiíigum sé þetta Ijóst, hvaða atvinnu, sem liver og einn annars stundar. Af þessu leiðir, að sérhver maður hér á staðnum verður að styðja að þvi með ráð- um og dáð að þessi atvinnuveg- ur nái að þróast og eflast og verða sá orkugjafi, sem honum ber að vera. Eins og vitað er á Húsavík meira ræktað land en nokkur annar sambærilegur staður hér á landi. Þetta ræktunarland hef- ir verið nytjað á þann hátt sem ekki verður viðhlýtandi, og ekki mögulegt þegar öflugt athafna- líf kemur við útgerðina. Er því ekki um annað að ræða, en að gerbreyta rekstri landbúnaðar- ins hér. Koma verður á fót stór- um kúabúum og afla öflugra tækja til reksturs landbúnaðar- ins. Er það mikið happ fyrir Húsavík að eiga svo mikið rækt- að og ræktanlegt land, að geta framleitt á eigin landi og í nám- unda við þorpið alla þá mjólk, sem þorpið þarf, eins og sakir standa, og ef til vill um all-langa framtíð. Vitað er, að með því skipu- lagi, sem á landbúnaði hér, nýt- ist áburður, bæði húsdýraáburð- urinn og slógið mjög illa. Er þess ekki að vænta að úr þessu rakni, fyrr en byggðar hafa ver- ið áburðargeymslur í sambandi við stór kúabú. Hversu notadrjúgur, sem land- búnaðurinn hér hefir verið íbú- um þorpsins, þá er þess ekki að dyljast, að það er beinlínis skil- yrði til þess að hafist geti öflug- ur rekstur við sjávarsíðuna, að að skipulagi landbúnaðarins verði breytt og að mikið af því vinnuafli, sem nú er bundið í landbúnaðinum verði flutt yfir í útgerðina og þau fyrirtæki, sem við hana verða bundin. Er því hér um að ræða bæði þýðingarmikið og stórfellt verk- efni. Að því verður að stefna, að koma hér á fót iðnrekstri öðr- um en þeim, sem bundinn verð- ur útgerðinni. Til slíks opnast möguleikar, þegar staðurinn á kost nægilegrar raforku. Að sjálfsögðu verður reynsla að skera úr um það, hvaða iðn- greinir eiga hér bezt við. En ekki er ólíklegt að ullariðnaður gæti þrifist hér svo og mjólkurvinnsla. Virðist það nokkuð fráleitt, að hingað skuli fluttar iðnaðarvör- ur úr ull (t. d. peysur) í stórum stíl. Verður hiklaust að stefna að því að ráða bót á slíku. Skólamál staðarins eru allvel á veg komin að ýmsu leyti. En skilyrði til skólastarfsemi hvað húsrúm snertir, eiga þó langt í land að vera sæmileg. Er það hin mesta nauðsyn að bæta úr þessu hið bráðasta. Þá er og hitt ekki síður nauð- syn, að bæta úr því neyðar- ástandi, sem börn hér í þorpinu eiga við að búa. Er með því átt við þá staðreynd, að börnin skuli naumast eiga griðland til leikja en göturnar og skolprenn- urnar. Nú vita það þó allir, að slík landrými eru hér í þorp- inu, að af þeim sökum er auð- velt að úthluta börnunum leik- vallasvæðum, hvort sem mönn- um þætti henta að hafa þan fleiri eða færri. Verður naumast annað sagt en að börnin séu í lífshættu, hverja þá stund, sem þau eru að leikjum úti. Lagfæring á þessu er svo aðkallandi og sjálfsögð og hlýtur að liggja hverjum manni svo í augum uppi, að ekki er ástæða til að ræða þetta at- riði nánar. Rafmagnsmálin eru það á veg komin, að ástæða er til að ætla að fljótlega verði ráðin bót á þeim rafmagnsskorti, sem hér hefir verið síðastliðin ár, en þó því aðeins, að Húsvíkingar fylgi málinu fast eftir til loka. Um vatnsveitukerfið er það að segja, að ekki verður undan því ekist, að auka stórlega vatns- magn það, sem til þorpsins kem- uiyog það sem fyrst. Nokkuð sama má segja um skolpræsa- kerfið. Það er vissulega aðkall- andi að leggja skolpræsi í þorp- inu og gera það samkvæmt fyr- irfram útreiknuðu kerfi. Verk þau, er hreppurinn þarf árlega að framkvæma, svo sem vega- lagningar o. fl., krefjast að sjálf- sögðu nokkurrar þekkingar þess manns, sem hefir stjórn þeirra með höndum. Er svo með flestar verklegar framkvæmdir nú á dögum, og verður þorpið að sjá sér Itorgið í þessu efni. Það er alkunna, að lítið hefir verið hirt um að byggja þorpið skipulega og hagkvæmlega. Á þessu þarf að verða breyting. Það er óhagkvæmt, að setja ný- byggingar á víð og dreif um þorpið, þó að innan skipulags- svæðis sé. Hagkvæmara væri I>æði fyrir hreppsfélagið og þá einstaklinga, sem byggja, að byggt væri skipulega á ákveðn- um svæðum og ekki mörgum svæðurn samtímis. Fjárhagslega er með því móti auðveldara fyr- ir hreppsfélagið að láta mönnum í té ýmis þægindi: rafmagn, vatn, skolpræsi o. s. frv., og auð- veldara er að sjá samfelldum byggðahverfum fyrir leikvöllum og öðrum nauðsynlegum skilyrð- um fyrir börn og unglinga. Þá er komið að því máli, sem ef til vill gefur fegurstu fyr- irheitin um framtíð Húsavíkur, en það er heita vatnið. Verður vart með orðum lýst né tölum talið, hversu margvísleg þæg- indi og möguleika það skapaði fyrir þorpið, ef takast mætti að sjá staðnum fyrir nægilega miklu heitu vatni. Skal hé engu um það spáð, hversu það mætti verða á hagfelldastan hátt. En sjálfsagt er, að flýta rannsókn- um. í þessu efni. Skal enn á það bent, sem Þingey hefir áður vik- ið að, að sjálfsagt er að knýja á um það, að notuð verði heim- ild sú, sem fyrir hendi er til þess að rannsaka möguleika á því að leiða heitt vatn hingað frá hverunum í Reykjahverfi. Bæjarréttindamálið þyrfti að koma til framkvæmda þegar á þessum vetri. Verður Húsvíking- um að verá það metnaðarmál, að þetta nái fram að ganga. Ork- ar ekki tvímælis, að úr því sem komið er, mun það Húsvíking- um hollast að standa á eigin fót- um. Það er líka söguleg reynsla, að viðleitni allra dugandi manna beinist að því, að öðlast sjálfstæði, að verða sínir eigin húsbændur. Eðlilega mun ýmsum finnast sem torvelt muni að framkvæma svo stórfellda hluti, sem um er talað í stefnuskránni. Og vissu- lega er hér um að ræða verkefni, sem eru stórkostleg á okkar mæli kvarða. En vitað er það, að fjöl- margir staðir, sem svipað hefir verið ástatt um og Húsavík, hafa eignast það, sem hér um ræðir og meira en það. Að vísu megna þessar framkvæmdir ekki bíða óratíma, mega ekki vera tilvilj- unum háðar, heldur ber að stefna að þeim markvisst og með svo miklum hraða, sem frekast er kostur. Sú atvinnubylting sem

x

Þingey

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingey
https://timarit.is/publication/1947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.