Þingey - 19.12.1945, Side 4

Þingey - 19.12.1945, Side 4
6 ÞINGEY Húsavík, 19. desember 1945 ÞINGEY — MÁNAÐARBLAÐ — Utgefendur: Sósíalistafélögin í Þingeyjarsýslu Ritstjórar og ábyrgðamenn: Páll Kristjánsson, Valdimar Hólm Hallstað Afgreiðslumaður: Jóhannes Guðnason VerS kr. 6 árgangurinn 70 aura blaðið í lausasölu. Utanáskrift blaðsins er: Mánaðarblaðið Þingey, HÚ9avík Prentsmiðja Bjórns Jónssonar h.f. Akureyri. Kosningar Seint í janúar næstkomandi verður gert út um það hverjir verða skuli í stjórn Húsavíkur- hrepps næstu fjögur ár. Þá verð- ur líka afráðið hver verða skuli stefna þeirrar stjórnar, sem með völdin fer. Þó að miklu skipti hvaða einstaklingar verða í hi'eppsnefndinni, þá skiptir hitt þó meiru, hvaða stefna í mál- efnum þorpsins verður ráðandi. Það er á valdi kjósendanna að ákveða um það. Kjósendurnir verða því með rólegri athugun en þó fullri alvöru og ábyrgðar- tilfinningu að hugleiða þetta grundvallaratriði. Spurningin er þessi: Hvaða tökum á að taka málefni þorpsins á næsta kjör- tímabili? Eins og stefnuskrá Sósíalista- félags Húsavíkur sýnir, þá er það skoðun sósíalista, að ger- breyting þurfi að verða á næstu árum í atvinnu- og menningar- málum þorpsins. í sambandi við þessi mál þýða engar röksemd- ir sem þær, að við þá atvinnu- háttu, sem eru, hafi menn búið hér og vegnað vel. Því að hvað sem um það má segja þá horfir málið við á þessa leið eins og nú er komið: Annaðhvort verð- ur staðurinn að komast jafnlangt og þeir staðir, sem lengst eru komnir í þessu landi, hvað snert- ir tækni og afkomuskilyrði. eða hverfa úr sögu byggðra staða. Þetta er svo augljóst, að það er að gera mönnum rangt til að telja upp röksemdir fyrir slíku. Af þessu má ljóst vera, að ein- mitt nú gerist þess meiri þörf en nokkru sinni, að hver og einn kjósandi geri sér ljósa þá á- byrgð, sem því fylgir, að ganga að kjörborði. Hver sá, er það gerir, skyldi glöggva sig eftir beztu getu, bæði á fortíð og framtíð. Hvar í fortíðinni er að finna rætur þess ófarnaðar, sem nú þjáir Húsavík atvinnulega? Þættir Dm lamÞ búnaöarmái. Framhald af 3. síðu. tala, sem stjórn Búnaðai-félags íslands og Framsókn reiknar með — það kom bezt í ljós með 9.4% eftirgjöfinni á sex-manna- nefndarverðinu haustið 1944, sem þessir herrar framkvæmdu. Hið sama var bak við, er þeir höfðu það fram, að leggja veltu- skatt á landbúnaðarvörur og mynda með honum svonefndan búnaðarmálasjóð og ætla svo að verja honum til að byggja mil- jónahús yfir staifsemi sína í Reykjavík, og fjandskapast nú gegn þeirri hugmynd að búnað- arsamböndin fái þetta fé til af- nota, svo þau geti, t. d. ráðið sér fasta ráðunauta til að leiðbeina bændum — en það hafa þau fæst getað sakir fjárskorts. Mundi slíkt þó allmiklu nauð- synlegra, emð hliðsjón af þeim miklu framkvæmdum, sem nú ei'u víða að hefjast í sveitunum. Enn er hin sama pólitíska vísitala á bak við kröfurnar um „löggildingu“ stéttarsambands bænda og síður „Framleiðslu- ráðs“ til þess að ákveða eitt saman — án nokkurs eftirlits af hálfu ríkisvaldsins eða sam- Mundi okkur ekki holt að losna að fullu við áhrif þess flokks, Framsóknarflokksins, sem lengi hefir verið hér ráðandi, og vissu- lega hefir látið sér um annað annara en það að byggja upp við sjávarsíðuna. Og nú er þessi flokkur því vonlausari en áður til þrifaverka, að nú rekur hann á landsmælikvarða þá endemis- legustu pólitík, sem nokkur flokkur hefir rekið, einskonar nýlendupólitík gagnvart Húsa- vík og leitast við að sjá svo um, að hér yrði sem minnst um þær breytingar, sem leitt gætu til framfara og sjálfstæðis fyrir staðinn. Hver kjósandi, sem um þetta hugsar í alvöru mun glöggva sig á því, að þeir mepn eru ekki væn legir til forustu fyrir staðinn, sem lent hafa þar á hinu póli- tíska skákborði, að þeir gerast þjónustumenn þeirra hagsmuna, sem andstæðir eru hagsmunum Húsavíkur. Húsavík á að vera sjálfstæð- ur staður og hafa sjálf með hönd um sín eigin málefni. Staður með blómlegu og öflugu atvinnu lífi, er ekki þai'f að vera upp á aðra kominn né til annax-ra að sækja styrk og forsjá sinna mál- efna, nema að svo miklu leyti sem slíkt leiðir af eðlilegum og heilbrigðum samskiptum í nú- tíma þjóðfélagi. komulags við neytendur um af- uiðaverðið, en þær kröfur munu þær fjarstæðustu, sem nokkurn- tíma hafa komið fram í íslenzk- um stjórnmálum á síðari árum og heil stétt á að teljast standa að, og er þá mikið sagt. — Það þarf ekki nema hugsa sér hlið- stæðar kröfur settar fram af öðr- uin stéttum til þess að sjá, hve hér er lagt út á hála braut. — Það hefði til dæmis verið nógu þægilegt í haust fyrir sjómenn- ina á kaupskipaflotanum, að komin hefðu verið lög um það að stjórn stéttarfélags þeii'ra væri eini'áð um það, hvaða kaup sjómönnum væri greitt. Þá virðist og sjálfsagt eftir sömu forsemdum, að „löggilda“ Alþýðusamband Islands til þess að vera einrátt um það hvaða kaup meðlimir þess skulu fá greitt. — Sér nú ekki hver heih vita maður, sem ekki er star- blindur af pólitísku ofstæki, að hér er stefnt út í ófæru. Ekkert ríkisvald getur löggill þannig einstök „ríki í ríkinu.“ Hitt er allt annað mál, þó að hvaða stétt sem er krefjist þess að ríkisvaldið skipti sér sem allra minnst af sérmálum henn- ar og hún á þann hátt fengið sem mest vald yfir þeim. Ef bændur sjálfir eða samtök þeirra vilja fá öll ráð yfir af- urðasölunni, þá eiga þeir að heimta að hið opinbera hætti sínum afskiptum, en ekki að fara fram á neina löggildingu stéttarsambands síns eða fram- leiðsluráðs. En hvort það, að ríkisvaldið hætti nú að skipta sér af þessum málum væri æskilegt fyrir ís- lenzka bændur og þjóðina í heild, skal ósagt látið. Fi'á mínu sjónarmiði eru ýms- ir gallar á núgildandi lögum um búnaðarráð og eins því, hvern- ig þau eru framkvæmd — á ég þar við sumt í niðurgreiðslufyr- irkomulaginu, en mundi ekki, þrátt fyrir þessa galla, það vera, að fara úr öskunni í eldinn, að sleppa þessum málum lausum nú í hendur stéttarsambands bænda, eins og það er skipidagt eða óskipulagt enn. Til starfa og forráða í þessu sambandi virð- ast líka hafa valist menn, sem sakir pólitísks ofstækis og al- gerðrar fávisku um það, hvern- ig á að byggja upp fagleg stétt- arsamtök innan þjóðfélagsins, eru til þess eins líklegir að valda bændum tjóni og álitshnekki meðal annarra stéfta. Það, að eitthvert fyrsta verk þessarar stjórnar skyldi vera það, að ganga frá frumvai'pi um sölu- stoðvun landbúnaðarvara, gefur heldur ekki góð fyrirheit um skynsamleg vinnubrögð. Bænda- stéttinni ríður ábyggilega á ein- hverju meir en því að stofna til | hai’ðvítugra deilna við neytend- urna í landinu — að óþörfu. //. Þétfbýti —- strjálbýli — „Fyi'ir nálega 10 árum síðan þóttu það skýjaborgir einar að tala um stofnun þéttlxyggðra býlahverfa, sem stofnuð yrðu að einhverju leyti og starfrækt með samvinnusniði. Þeir sem það gerðu voru stimplaðir senx bylt- ingamenn, hættulegir eðlilegri þróun. Forgöngumenn í búnaðar háttum voru þessari hugmynd þá flestif andvígir, ef ekki beint fjandsamlegir. Nú virðist svo skipt um að almennt sé litið svo á, að allt landbúnaðarstarf sé lítilsvirði, hálfgert kák, nema ráðist sé í framkvæmdir á félags legum gi'undvelli — að bygg- ingahverfi verði reist eftir föstu fyrii'framhugsuðu kerfi.“ Þetta er ekki tekið upp úr neinum kommúnistabæklingi heldur er það sjálfur búnaðar- málastjórinn, af náð „Framsók- ar“, hr. Steingrímur Steinþórs- son, sem viðhefur þessi ummæli í búnaðarritinu (56 árg. bl. 31). En hverjir voru það sem fyrir einum áratug síðan eða meir, töluðu um það, að koma þyrfti upp þéttbyggðum býlahverfuxn með samvinnusniði, eftir fyrir- framgerðri áætlun og voru stimpl aðir hættulegir byltingamenn fyrir? — Það vora kommúnist- ar. Engir aðrir en við, sem þá stimpluðum okkur undir merki þess flokks héldum fram slíkum sjónarmiðum. r A annan áratug höfum við haldið fram samfærslu byggð- anna, og höfum verið stimplaðir óbótamenn fyrir, jafnvel sagt að fyrir okkur vekti ekkert nema „gereyðing íslenzkra byggða“ (sbr. Bóndann 14. apríl 1944). En nú viðurkennir hr. St. Stþ., að sjónarmið okkar hafi unnið svo á, að almennt sé litið svo á að allt landbúnaðarstarf sé lítils- virði, hálfgert kák, nema í'áðist sé í framkvæmdir á félagslegum grundvelli — að byggðahverfi verði reist. Það er mikils virði að fá þessa viðurkenningu. — En hr. St. Stþ. segir meira í „þessari gömiu grein“. Um þá menn, sem segja að ekkert býli, sem nú er byggt megi fara í auðn, lætur hann þessi orð falla: „Þeir eru nokkurs konar nátt- tröll, sem dagað hafa uppi, og vilja ekki skilja hvers fólk, sem landbúnað vill stunda krefst eins og nú háttar“. Og búnaðar- málastjórinn heldur áfram: „Ilvert býli verður framvegis að geta sótt jarðar-gróður á ræktað land, verður að hafa vegarsam- band, síma, rafmagn og fleiri slík gæði, svoð að fólk vilji og geti sinnt búskap. En takmörk

x

Þingey

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingey
https://timarit.is/publication/1947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.