Þingey - 19.12.1945, Side 5
Hiisavík, 19. desember 1945
ÞINGEY
7
Sósialistar! Verkamenn og verkakonur, látið þá. sem auglýsa í Þingey njóta viðskipta yðar.
eru fyrir því, hvert vegir verða
lagðir, hvar símalínur gerðar
og rafmagn leitt. Ég tel þess-
vegna ástæðulaust með öllu að
harma það þótt nokkuð sneiðist
af fremstu afdala og heiða-
hyggðum. — Það er eðlileg
þróun“..........Það er eigin-
lega gleðilegt að mitt í hinni
pólitísku moldviðrisbaráttu skuli
koma fram jafn hreinskilnings-
ar og hispurslausar umsagnir
og jafnvel óbein viðurkenning
þess, að hin langa barátta sósi-
alista fyrir samfærslu byggð-
anna og breyttum búskaparhátt-
um hefir ekki verið unnin fyrir
gýg-
Það er meira virði fyrir þing-
eyskan landbúnað og menningu
— svo eitthvert dæmi sé tekið —
að þau þrjú byggðahveríi, sem
talin eru upp í frumvarpi Krist-
ins Andréssonar og Brynjólfs
Bjarnasonar um Nýbyggðir og
nýbyggðasjóð komist upp sem
fyrst hér í sýslunni, heldur en
a'ð halda við við byggð í Fjörð-
um, utanverðri Látraströnd,
Flateyjardal eða Náttfaravíkum.
Það þýðir ekkert að sítera það
að „fagurt sé í Fjörðum þegar
frelsarinn gefur veðrið blítt“,
eða sauðland gott í Víknafjöll-
um. Slíkt er rómantik en ekki
raunsæi. Það verður að horfast
í augu við staðreyndir. Menn
okkar nýju atormaldar kjósa
heldur að búa í Keflavík, þar
sem flugvéladrunur heyrast dag
og nótl og öldur heimshræring-
anna falla að ströndu; en þeirri
Keflavík, sem* harmsaga sú er
varð Guðmundi skáldi á Sandi
að yrkisefni gerðist.
Pólitískir angurgapar geta
galað um viðhald hinna dreifðu
byggða, en mundi til dærnis hr.
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri
Tímans, hr. Haukur Snorrason
ritstjóri Dags, hr. Gísli Kristjáns
son eða aðrir ámóta höfðingjar
vilja gerast bændur á Vargnesi
eða Keflavík í Fjörðum eða jafn
vel þó þeim væri boðið gamalt
höfuðból, eins og Þönglabakka.
— Ég held tæplega og ég lái
þeim það ekki heldur. En það
er lítilmennska, að kirja lofsöng
um einyrkjubúskap á útskögum
og annesjum, en hreiðra sem
fastast um sig í skrifstofum
borganna.
—v—
„Maður er manns gaman,“
segir garnall málsháttur. Þetta
hefir íslenzk sveitaæska fundið
og tileinkað sér. Kannske hefir
ekkert kennt henni það eins vel,
og þannig stuðiað að flótta henn
ar úr sveitunum, eins og alþýðu-
skólarnir. Að koma úr einangr-
un afskekktra heimila, og vera
Ur paKaliorainu
r/Enginn er svo leiSur oð Ijúga . .
Brófkafli úr sveitinni.
Einn frómur Framsóknarmað-
ur, einn þessi, sem sér ekkert og
hugsar ekkert, nema það sem
Framsókn vill að hann heyri og
sjái, — allt, sem þar er fram yf-
ir er af hinum vonda, sem ber
að varast, — kom til granna síns
dag nokkurn í haust um það bil,
er Alþingi kom saman. Var hon-
um all mjög brugðið og mikið
niðri fyrir. Spurðnr var hann
tíðinda eftir gömlum og góðum
sveitasið. Jú, hann sagði miklar
fréttir og merkilegar. Banda-
ríkjamenn voru búnir að her-
nema ísland aftur vegna þess að
„kommúnistar“ voru í undir-
búningi með að fá Rússa til að
hernema landið.“
samvistum við heilan hóp jafn-
aldra, stundum fleiri vetur hefir
mikil og varanleg áhrif. Fá-
breytni sveitalífsins nægir þeim
mörgum ekki lengur. Heilar
sveitir eru nú þannig settar, að
þar fyrirfinnst ekki nokkur mað-
ur á aldrinum 18—30 ára. Þar
er einungis eldra fólk og börn,
sem enn eru ekki skriðin úr
hreiðrinu. Hér er um miklu
meira vandamál að ræða en
ýmislegt það, sem nú er mest
geipað um í blöðum þess flokks,
er nýlega rak eina bóndann, sem
var í miðstjórn hans úr henni.
Unga fólkið eyrir ekki í dreif-
býlinu. Það vill geta komið sam-
an og skemmt sér, dansað, farið
á bíó, rætt sín áhugamál, gengið
á skóla, æft íþróttir o. s. frv.
Þetta getur það ekki í strjálbýl-
inu nema nijög takmarkað og
hvert á þá að leita nema í kaup-
staðina. En það mun öllum koma
saman um það að ekki sé heppi-
legt, að öll þjóðin hnappist sam-
an á fáeina litla malarbletti við
sjóinn. Töluverður hluti þjóðar-
innar þarf að halda áfram að
eiga heima og starfa í sveitun-
um, ekki bara eldra fólk og börn,
heldur líka æskan, með sitt fjör,
sinn áhuga og starfsþrótt Það
er þennan vanda, sem þarf að
leysa og þar eru byggðahverfin
eina úrlausnin, sem líkleg eru
til úrbóta, svo nokkru nemi,
Þau eiga að sameina kosti
sveitalífsins við fjölbreytni bæj-
arins, —- mynda sveitaþorp, þar
sem félagslíf og mentastarfsemi
getur þrifist, og hægt er að koma
við allri þeirri tækni, sem 20
öldin hefir upp á að bjóða.
Jón Þ. Buch.
Granni hans dró í efa að þetta
gæti verið rétt. Jú, það var á-
reiðanlega rétt frétt. „Hafði
þetta þá komið í útvarpinu?“
spurði granninu. „Nei, ekki var
það.“ „í símanum þá?“ „Nei,
eklci heldui, en fréttin átti bara
að berast svona milli manna ut-
an útvarps og síma.“
Þannig undirbýr Framsókn
kosningarnar. bak við tjöldin,
treystandi því „að enginn er svo
leiður að Ijúga, að ekki sé ein-
hver Ijúfur að trúa.“
V
Hverjir eru landráðamennirnir?
Eftir þá vitneskju, sem síast
hefir út til íslenzku þjóðarinnar,
um hina lokuðu fundi Alþingis,
varðandi afsal landsréttinda á
íslandi, Bandaríkjum Norður-
Ameríku til handa, virðist það
frambærileg krafa, að þeir sem
aðstöðu hafa til þess, leiði þjóð-
ina í allan sannleika um það,
hverjir af íslenzkum stjórnmála-
mönnum hafi verið slíku afsali
fylgjandi.
Því að augljóst er, að íslenzku
þjóðinni, ekki síður en öðrum
þjóðum, ber ófrávíkjanleg
skylda til að setja sínum „kvisl-
ingum“ hæfilegar skriftir fyrr
en í ótíma.
V
Úr þorpinn
og nágrenni
Iðnaðarmannafélag Húsavíkur hafði
kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu laug-
ardagskvöldið 1. þ. m. Einar J. Reynis
setti samkomuna með ræðu, Helgi Hálf-
dánarson lyfsali og Egill Jónasson lásu
upp og Edvard Fredriksen söng gaman-
vísur. Auk þess var til skemmtunar stutt-
ur gamanleikur, bögglauppboð og dans.
IJúsið var þétt, skipað og skemmtu sam-
komugestir sér með ágætum.
Sjötug varð 19. f. m. frú Helga Þórar-
insdóttir kona Vigfúsar Vigfússonar verka-
manns.
Sextugur varð 25. f. m. Benedikt Krist-
jánsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal.
Nýlátinn er í sjúkrahúsinu hér Jón
Snorrason bóndi frá Þverá í Laxárdal,
tæplega sextugur að aldri. Einnig er fyr-
ir skemmu látinn að heimili sfnu Vogum
við Mývatn Jónas Hallgrímsson bóndi þar.
986 neytendur í Húsavík hafa rétt til
niðurgreiðslu á kjöti samkvæmt bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar. — Niður-
greiðslurnar fara fram ársfjórðungslega
og er fyrsti ársfjórðungur liðinn nú þann
20. þ. m.
Þingeyingur heitir nýtt blað, sem Hér-
Húsavíkur-Bíó
JÓLAMYND
Ráðkæna stúlkan
með
Deanne Durbin
í aðalhlutverkinu
Bráðskemmtileg og hrífandi
söngmynd, sem kemur öll-
um í jólaskap.
B Æ K U R
TIL
JÓLAGJAFA:
Sjósókn, e. Erlend á BreiðabólsstaS.
Vor um alla veröld.
Æskuævintýri Tómasar Jeffersens
þýdd af Andr. Krístjónssyni.
Ódóðahraun, 1.—3.
Sveitin heiilar, þýdd af Sig. Gunnars-
syni, skólastjóra.
Undraflugvélin.
Kfói.
Kyrtillinn, e. L. Douglas.
Bóndinn í Kreml.
Órabelgur.
Þrjú ævintýri, e. Stéfón Jónsson.
Úrvalsljóð Stephans G. Stephanss.
Sálin hans Jóns mins, e. D. Stefánss.
Jólavaka.
Þúsund og ein nótt, T.—3.
Ritsafn Jóns Trausta.
Ritsafn Einars Kvaran.
Ritsafn Jóns Thoroddsen.
Ljéðmæli Daviðs Stefánssonar.
Tveir hjúkrunarnemar.
Bernskubrek og æskuþrek.
Þjóðsögur Óiafs Daviðssonar, 1,—-3.
Bó k a v e r z 1 u n
Þór. Stefánssonar.
--------------—------
aðssamband S.Þingeyinga hefir hafið út-
gáfu á. Blaðið, birtir að þessu sinni, auk
frétta af félagsstarfsemi Sambandsins,
greinar ýmislegs efnis og kvæði eftir Kon-
ráð Vilhjálmsson. Þingeyingur fer mynd-
arlega af stað og er vonandi að Samband-
inu takist að halda útgáfu hans áfram.
Sparisjóður Húsavíkur átti 50 ára starfs-
afmæli 14. þ. m. Grein um Sparisjóðinh og
stsrfsemi hans birtist í blaðinu síðar.