Uglan - 30.11.1949, Blaðsíða 3
Gagnfræðingaförin 1949
Allar ferðasögur hefjast á því, að lagt er af stað,
og eins fór með þessa. Tvær bifreiðar runnu af
stað frá M.A. morguninn eftir daginn á undan,
sem hafði verið lokadagur þess andlegs strits og
erfiðis, sem prófraunin hefir ætíð í för með sér.
Voru menn því heldur daufir, en þó vottaði
fyrir sigurbrosi á vörum margra. Þeir virtu fyrir
sér landslagið, sljóvir með hálflokuð augu, en
aðrir dottuðu fram á næsta bekk.
Það var ekki fyrr en á Blönduósí, sem menn
vöknuðu, og fór þá að liðkast um málbeinið. En
það var ekkert skemmtilegt, sem kom mönnum til
þess að vakna, cg það var ekkert fagurt, sem
menn sögðu.
Það átti sem sé að taka eldsneyti á hinu fræga
veitingahúsi Hótel Blönduós. En það var eins og
að bæta vatni á benzínlausan bíl, því að á borð-
um var ,,kraftsúpa“, en fáir trúi ég að hafi orðið
sterkir af henni, enda gátu fyndnir menn sér til,
að leiðslur væru úr Blöndu í eldhúsið í hótelinu,
og diskarnir settir undir krana, skrúfað frá, þeir
bornir inn á borð og sagt: „Verði ykkur að góðu
kraftsúpan.“
Því næst kotn ket, og gat Eldjárn þess til, að
gleyrost hefði að taka aktygin af merinni, áður en
hún var hituð.
Er komið var að Holtavörðuheiði, voru þar
mannhæðaháir skaflar, svo að öil ráð vir'ust
þrotin, og kváðu nátlspakir menn, að þannig
hefði litið hér út á ísöld. En mikill er máttur bæn-
arinnar, og svo reyndist okkur nú, því að pafer
Sæmundug var svo bænheitur, að ísinn bráðnaði
sem dögg fyrir sólu, og fengum við ágætt kaffi í
Fornahvammi.
Bifreiðunum voru nú gefin nöfn: Rólega- og
Orólega-deildin. Og þar sem lærifaðirinn var eigi
nema einn, varð hann að velja um deildir, og
kaus hann þá rólegu, ]jar sem ekki var rætt um
annað en stærðfræðiformúlur og málfræðireglur,
og töluðu dúxarnir um, að ef þeir hefðu t.d. feng-
ið -r- 23 í síðasta prófinu, hefðu þeir bara kol-
fallið. En, ef þeir hefðu grísað á 1, hefðu þeir að
líkindum skriðið.
í Órólegu-deildinni var hjalið öllu léttara og
lagið tekið. Var eingöngu sungið lagið: Klárinn
dansaði kúna við . .. ., sem öllum er kunnugt frá
skólahátíðinni í fyrra.
Er við ókum inn í höfuðstaðinn, hvein svo í
tálknum stúlknanna, að það yfirgnæfði hinn
bassaþrungna söng piltanna. Strákarnir í Reykja-
vík eru nefnilega svo helv.. . smart.
En, þegar þær stigu út úr bifreiðinni, lækkaði
heldur á þeim risið, því að einhver spurði, hvort
þetta væru þýzku vinnukonurnar, og byrjuðu
þeir þegar að sýna kunnáttu sína í þýzku og
sögðu: „Ich liebe dich!“
Um nóttina var gist í Reykjavík, en morguninn
eftir, er átti að leggja af stað í glaða sólskini, sá-
um við hvar maður kom hlaupandi að bílnum.
Hann var í hvítri lopapeysu, og voru stafirnir A.S.
prjónaðir framan á hana. Þekktum við þá mark-
iö. Fór lærifaðirinn i Órólegu-deildina, en hon-
um ofbauð lætin þar, og flýði hann við fyrsta
tækifæri yfir í hina.
Við komiun að Sogsvirkjuninni. Flófu þá eðlis-
fjæðingarnir eðlisfræði- og stærðfræðilegar at-
huganir. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að
rafstöðin framleiddi 39674195 sinnum meiri
straum en batteríið í vasaljósinu hans Hai Sar
Þoiroar.
Næsti áfangastaður var Geysir í Haukadal. En
sá góði herra gerði okkur þann grikk að þeysa
upp úr sér spýju ema mikla, þegar við sátum að
sumbli. Þá var nú ekki heðið boðanna. Borðum
og stólum var velt um koll, og kom sér þá vel, að
bollapörin voru úr óbrjótanlegu efni. Pélur Gaut-
UGLAN
3