Uglan - 30.11.1949, Blaðsíða 4

Uglan - 30.11.1949, Blaðsíða 4
„Er Pélur reið aj stað, kom flestum í hug riddarinn Don Quixote.“ ur var troðinn undir, og Dúmbó sat fastur í dyr- unum. En sjaldan skulu seinir menn flýta sér. Þegar út var komið, datt allt í dúnalogn, og vatn- ið í skálinni var ekki meira en i drullupolli á Ak- ureyrargötu. Þá komum við í Fliótshlíðina, og flugu mönn- um í hug orð Gunnars á Hlíðarenda: „Mikið helv. . . er Hlíðin smart. Eg fer ekki . . .“ Þarna var snúið við og ekið að Hellu. Þar fann Pétur Gautur eykhest, gamlan og horaðan, lagði við hann sólbirtugleraugu, og lét síðan lyfta sér á bak. En, er hann reið af stað, kom flestum í hug riddarinn Don Quixote. Þá var komið við á Ægissíðu. Þar eru hellar meikir frá pápiskri tíð. Hittum við þar sögufróð- an bónda. Greindi hann og Aðalstein á um. hvárt hellarnir hefðu verið grafnir með rakvélarblaði eður dósarloki. Enn var ekið og nú að Þingvöllum, og sett Hrafnaþing á Lögbergi. Sljórnaði því Wilhelm von Borgarnes. Var rætt um sorphreinsunarmál á Islandi. Um kveldið var gengið til náða í íþróttahúsi I.R. Þegar alll var orðið kyrrt og hljótt, hevrðust hurðaskellir og skarkali frammi í anddyrinu. Ryðst nú vinur okkar Eldjárn inn og tilkynnir, að honum hafi fæðzt sonur. Þýtur hann síðan sem byssubrenndur út aftur. „Eg var skorinn upp og lœknirinn gleymdi svampi inni í mér.“ „Finnurðu ekki til?“ „Nei, en ég er svo voðalega þyrstur.“ * * # „Eg œt!a að já hundamat fyrir tíu krónur.“ „A ég að pakka honum inn, eða œtlarðu að horða hann hérna?“ * # # Tveir menn voru að tala saman. „Eg er fáorður maður,“ sagði annar. „Ég er einnig kvæntur,“ sagði hinn. ■ 4 UGLAN

x

Uglan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uglan
https://timarit.is/publication/1948

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.