Safnarinn

Árgangur
Tölublað

Safnarinn - 01.09.1948, Blaðsíða 3

Safnarinn - 01.09.1948, Blaðsíða 3
SAFNARINN SAMLEREN . THE COLLECTOR . DER SAMMLER Official Organ of the Hekla Exchange ir Correspondence Club 1. Ár September 1948 No. 1 Skifti- og sendibréfafélagið HEKLA var stofnað um s. I. ára- mót, og var því þá lofað, að þeir, sem gerðust félagar, fcngju ólteyp- is blað félagsins, ásamt lista yfir alla félagsmenn og óskir þeirra. Ýmsir erfiðleikar hafa orðið á þvi að efna þetta loforð. en loks kemur liér fyrsta blaðið, enda full þörf á, að það, ásamt félaga- skránni, komist sem fyrst í hendur allra þeirra, sem þegar hafa gerst félagar, ekki aðeins á íslandi, heldur einnig i 16 öðrum þjóðlöndum. Þörfin fyrir islenzkt frímerkjablað hefir um nokkurt skeið verið aðkallandi, en til þessa hefir ekkert islenzkt blað komið út, sem rœtt hefir áhugamál frímerkjasafnara. Til þess að ráða bót á þessu, er stofnað til útgáfu þessa blaðs, í þeirri von, að það geti orðið tengiliður milli islenzkra safnara innbyrðis, svo og milli islenzkra og erlendra safnara, en blaðið mun fyrst um sinn koma út á.rs- fjórðungslega og flytja stuttar greinar og ráðleggingar viðvikjandi frímerkjasöfnun, auglýsmgar o. fl. Vegna þess að engin skrá er til yfir íslenzk frimerki, þar sem verðmœti þeirra er innbyrðis samrccmt, mun i fyrstu blöðunum koma út skrá yfir öll íslenzk merki, þar sem þau verða verðlögð þannig, að hœgt sé að skifta á þeim, án þess að annarhvor að- ilinn biði tjón af. Vona ég, að þessi skrá megi verða til þcss, að þeir mörgu íslendingar, sem ánœgju hafa af frímerkjasöfnun, öðl- ist betri aðstöðu en áður, lil þess að koma sér upp góðu safni íslenzkra frimerkja. Stuttar greinar, varðandi söfnun frimerkja, bréfaskifta o. s. frv., sem félagsmenn óska að koma á frarnfæn, munu verða vel þegnar.

x

Safnarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnarinn
https://timarit.is/publication/1949

Tengja á þetta tölublað: No. 1 (01.09.1948)
https://timarit.is/issue/437579

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

No. 1 (01.09.1948)

Aðgerðir: