Læknaneminn - 01.04.2022, Side 6

Læknaneminn - 01.04.2022, Side 6
4 LÆKNANEMINN Hjördís Ásta Guðmundsdóttir Formaður Félags Læknanema 2021–2022 Félag Læknanema Félag læknanema (FL) fagnaði sínu 89. starfs ári skólaárið 2021­2022. Starfsárið var viðburða ríkt og einkenndist af mikilvægri hagsmunabaráttu og vaxandi starfsemi eftir viðburðalægð á tímum heimsfaraldurs. Í stjórnum FL, undir­ og samstarfsfélaga þess sátu um 70 læknanemar sem héldu uppi öflugu starfi FL. Á árinu voru 250 félagar skráðir í félagið sem er svipað skráningu fyrri ára. Reglu­ bundin starfsemi stjórnar FL gekk vel en vert er að fjalla nánar um nokkur málefni. Áhersla var lögð á kynbundna mis­ munun, kynferðislega áreitni og ofbeldi í nærumhverfi læknanema. Könnun FL leiddi í ljós að 40% kvenkyns læknanema höfðu upplifað að ekki væri borin virðing fyrir þeim á grundvelli kyns en aðeins 4,4% karlkyns læknanema, alls svöruðu 226 læknanemar könnuninni. Undirrituð skrifaði grein um málefnið í Læknablaðið í byrjun starfsárs og í kjölfarið gáfu FL og Félag almennra lækna (FAL) út yfirlýsingu þar sem var kallað eftir innleiðingu stefnu þess efnis að kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og mismunun verði ekki liðið með neinum hætti á þjóðarsjúkrahúsi okkar og framtíðarvinnustað. FL tók jafnframt þátt í skipulagningu málþings á Læknadögum, ásamt öðrum fagfélögum lækna, sem bar yfirheitið „Áhrif kynbundinnar áreitni á heilbrigði, starfsöryggi og starfsframa lækna og læknanema“. Að lokum innleiddi FL jafnréttisstefnu í lög félagsins sem var samþykkt á aðalfundi á vormánuðum. Það er von stjórnar að kennsla um málefnið verði innleidd í læknanámið. Samstarf FL við FAL og Læknafélag Íslands (LÍ) hefur verið einstaklega gott á árinu. Mikill sigur vannst í stéttar félags­ baráttu læknanema á haustmánuðum. Lækna nemar í afleysingarstörfum eftir fjórða námsár hafa verið utan stéttarfélags en aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) samþykkti með miklum meirihluta tillögu þess efnis að læknanemar fái hlutaaðild að félaginu. Nú er unnið að útfærslu inn­ leiðingar læknanema í LÍ og fyrirséð er að á næstunni munu stéttlausir læknanemar án kjara samninga heyra sögunni til. Jafnframt rituðu FL og LÍ sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til útlendingalaga sem sneri að heilbrigðisskoðunum og læknis­ rannsóknum. Félögin litu breytingar­ tillögurnar alvarlegum augum, þóttu þær ekki samræmast siðareglum lækna og fyrirhuguð framkvæmd umræddra læknis­ verka var óljós. Stjórn FL hefur einnig barist fyrir að læknanemar séu ráðnir inn í réttan launa­ flokk á Landspítala sem samsvarar náms­ ári og fékkst það í gegn í vor. Áður voru lækna nemar ráðnir inn í lægri launaflokk en náms ár sagði til um, þar til skilað var inn stað festingu lokum námsárs, sem fékkst einungis eftir starfsupphaf með tilheyrandi tekju tapi. Annað baráttumál var aðgangur klínískra læknanema að lyfjagagnagrunni Embætti land læknis sem hefur nú fengist í gegn og mun auka öryggi og gæði meðferðar sjúklinga. Félagsherbergi FL fékk yfirhalningu um jólin þökk sé Læknadeild. Nú er til staðar góð fundar aðstaða og fyrsta bókasafn lækna nema var stofnað, sem inniheldur alla út gefna Læknanema og önnur áhugaverð rit læknanema frá fyrri tíð. Hýsingarvandi heima síðu FL hafði hrellt stjórn í dágóðan tíma og var leyst með samstarfi við félag raf magns­ og tölvuverkfræðinema HÍ. Það var því stjórn FL mikið gleðiefni þegar ný heima síða félagsins fór í loftið á árinu með glæsibrag. Ljóst er að starfsemi FL hefur tekið við sér eftir heimsfaraldur. Viðburðahald jókst á ný við mikla gleði læknanema. Í fyrsta sinn voru haldnar tvær árshátíðir og læknanemar sóttu aftur ráðstefnur utan landsteina, bæði hina árlegu samnorrænu ráðstefnu lækna­ nema (Federation of International Nordic Medical Students’ Organisations, FINO) í Noregi og einnig aðalfund alþjóða samtaka læknanema (March Meeting, International Federation of Medical Students’ Associations, IFMSA) í Norður­Makedóníu. Stefnumótunarfundur var haldinn í upphafi skólaárs sem reyndist vel. Stjórn FL fundaði með deildar­, aðstoðar­ deildar­ og kennslustjóra, yfir lækni lækna­ nema á Landspítala, sótti deildar ráðs fundi og skipulags fundi með umsjónar aðilum fjórða árs sem vinna ötullega að góðum breytingum á okkar námi. Læknanemar eru einstaklega samheldinn og skemmtilegur hópur sem gera félagsstarfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Ég er stolt af okkar starfi í stjórn síðastliðið starfsár og vil þakka dýrmætum vinum í stjórn, þeim Teiti, Stefáni, Daníel, Inga, Kristjáni og Hjalta fyrir frábært ár. Jafnframt vil ég þakka öllum sem hafa tekið tillögum okkar í FL með opnum hug undanfarin ár, við erum því þakklát. Að lokum vil ég þakka þér, kæri læknanemi, fyrir þátttöku í FL og óeigin­ gjarnt starf í þágu okkar allra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.