Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.04.2022, Blaðsíða 26
24 LÆKNANEMINN Þekkt er að blóðflögum fjölgar við bráða bólgu og það á einnig við í risafrumuæðabólgu. Frumuboðefnið (cytokine) interleukin­6, sem losnar frá stórátfrumum (macrophage) og trefjakímfrumum (fibroblast) sem ráðast inn í æðar í risafrumuæðabólgu, er talið valda losun próteina frá lifrarfrumum sem örva framleiðslu blóð flöguforvera. Tengsl hafa sést milli hærri gilda blóðflagna í risafrumuæðabólgu og alvarlegra fylgikvilla svo sem blindu og heilablóðfalls, líklega vegna segamyndunar.7 Þess vegna er blóðflöguhækkun í risafrumuæðabólgu mikilvægur fundur en þeir sjúklingar sem hafa mikla blóðflöguhækkun gætu haft ávinning af blóð flöguhamlandi meðferð.8, 9 Til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar risafrumuæðabólgu, svo sem varanlegt sjóntap, er nauðsynlegt að hefja meðferð með sykursterum eins fljótt og kostur er. Hefja má meðferð áður en sýni hefur verið tekið til greiningar þar sem vefrænar breytingar eru greinanlegar allt að nokkrum vikum eftir að sykursterameðferð er hafin.10 Sykursterar geta aukið segahneigð og því þarf að gæta sérstakrar varúðar þegar sjúklingum með hækkun á blóðflögum eru gefnir sykursterar.11 Hjartavöðvadrep og heilablóðfall sem afleiðing ET og risa- frumu æðabólgu Langalgengasta orsök hjartavöðvadreps og heilablóðfalls er æða­ kölkun en þessir tveir sjúkdómar hafa marga sameiginlega áhættu­ þætti svo sem háþrýsting, blóðfituröskun, reykingar og jákvæða ættarsögu. Í tilfellinu sem hér hefur verið lýst er hinsvegar um sjald gæfa meingerð þessara sjúkdóma að ræða og eftirmeðferðin því önnur en við kransæðastíflu eða heilablóðfall af hefðbundnari orsökum.12 Nokkrum tilfellum heilablóðfalls af völdum ET hefur áður verið lýst. Árið 2015 lýstu Yuji Kato og félagar tíu tilfellum heila­ blóðfalla meðal einstaklinga með ET og í átta þeirra var heila­ blóðfallið fyrsta einkenni sjúkdómsins. Meðalgildi blóðflagna hjá þessum sjúklingum var 966± 383 × 109/L. Meðferð með bæði blóð­ flöguhamlandi og mergbælandi lyfjum dró úr hættu á endurteknu heilablóðfalli hjá þessum sjúklingahópi um 50% og aðrar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður af tveggja lyfja meðferð.13 Þó hefur einnig sýnt sig að ef blóðflögugildi eru mjög há (1000­2000 × 109/L) þá valdi asetýlsalicýlsýru aukinni blæðingarhættu.14 Það er einnig sjaldgæft að ET valdi hjartavöðvadrepi en það getur líkt og heilablóðfall verið fyrsta einkenni sjúkdómsins. Þeim tilfellum sem hefur verið lýst eru yfirleitt hjá yngra fólki án algengra áhættuþátta fyrir hjartavöðvadrepi og því skyldi hafa ET í huga hjá þeim sjúklingahópi.15­17 Það skal þó hafa í huga að mögulega er ET vangreind orsök hjartavöðvadreps hjá einstaklingum með marga áhættuþætti þess.2 Eftir því sem greinarhöfundur kemst næst hefur einungis einu tilfelli af bæði hjartavöðvadrepi og heilablóðfalli af völdum ET áður verið lýst. Það tilfelli hafði keimlíka birtingarmynd með óvenjulegum einkennum hjartavöðvadreps hjá áður hraustri manneskju á svipuðum aldri án annarra áhættuþátta.18 Loks virðist vera tenging milli risafrumuæðabólgu og mergofvaxtarsjúkdóma svo sem ET. Orsakasamhengið er ekki þekkt en er talið tengjast bólguferlinum í risafrumuæðabólgu og áhrifum þess á beinmerginn og framleiðslu blóðflagna. Sjúklingar með risafrumuæðabólgu og ET hafa hærri blóðflögugildi og eru í meiri hættu á alvarlegum fylgikvillum en þeir sem hafa risafrumuæðabólgu án ET. 19, 20 Samantekt og lokaorð Hér hefur verið rakin óvenjuleg orsök hjartadreps og heilablóðfalls hjá hraustri konu. Að baki liggja tveir sjúkdómar sem valda aukinni blóðsegahneigð: ET og risafrumuæðabólga. Hugsanlegt er að nýhafin háskammta sykursterameðferð hafi einnig aukið virkni blóðflagna. Greinarhöfundur hefur ekki fundið önnur dæmi þess að sjúklingur fái bæði hjartavöðvadrep og heilablóðfall sem afleiðingu af ET og risafrumuæðabólgu. Þrátt fyrir að tilfellið sé sjaldgæft er það áminning um það að huga að mögulegum orsökum og afleiðingum óeðlilegar blóðflögufjölgunar hjá sjúklingum með algenga sjúkdóma eins og risafrumuæðabólgu. Hjá sjúklingum með óvenjulega birtingarmynd hjartavöðvadreps ætti að hafa í huga óvenjulegar orsakir, svo sem mergofvaxtarsjúkdóma, jafnvel þó hækkun blóðflagna sé óveruleg. Sjúklingar með ET með JAK2 V617F erfðabreytileika eru í aukinni hættu á blóðsegamyndun og alvarlegum afleiðingum þess og gætu því hagnast af meðferð með blóðflöguhamlandi og mergbælandi lyfjum. Hinsvegar þarf að klæðskerasníða meðferð hvers og eins með tilliti til blæðingarhættu, fjölda blóðflagna og annarra áhættuþátta. Tilfelli þetta er ritað og birt með leyfi sjúklings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.