Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 14

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 14
12 LÆKNANEMINN fram þegar námslegar kröfur í skóla aukast með vaxandi aldri barnsins.3 Einnig koma einkenni einhverfurófsröskunar oft fyrst upp á yfirborðið þegar kröfur í félagslegum sam skiptum aukast á unglingsárum. Rann­ sóknir á tíðni taugaþroskaraskana sýna fram á mismunandi niðurstöður eftir því hvaða raskanir er verið að skoða. Nýleg rann sókn skoðaði tíðni athyglisbrests með ofvirkni, einhverfurófsraskana, alvar legrar sjón skerðingar, heilalömunar, alvar legrar heyrnar skerðingar, náms erfiðleika, þroska­ hömlunar, floga og mál þroska raskana. Skoðuð var tíðni hjá 3­17 ára gömlum börnum í Bandaríkjunum þar sem heildar tíðni þessara raskana var 17,8% og var það hækkun um 1,6% frá því nokkrum árum áður.8 Hildur Björg Gunnarsdóttir Sérnámslæknir í barnalækningum við Háskólasjúkrahúsið í Osló Þroskaferill Þroskamynstur barna fylgir oftast ákveðnu ferli eins og sjá má á mynd 1. Út frá normaldreifingu helstu þroskaáfanga má kortleggja eðlilegan þroskaferil sem gerir ráð fyrir ákveðnum breytileika. Sjá má mismunandi mynstur í frávikum þroska ­ ferils. Hjá börnum með seinkaðan þroska feril eru oft hægar en stöðugar fram farir. Bilið milli þeirra barna sem eru með seinkaðan þroska og þeirra sem fylgja eðlilegum þroskaferli breikkar yfirleitt með árunum. Í kjölfar heilaáverka, eins og til dæmis eftir höfuðhögg, getur komið fram mikil afturför í getu barns og verður síðan mismikill bati eftir því hversu miklar heila skemmdir hafa orðið. Stöðnun í þroska getur komið fram hjá börnum með alvarleg frávik í taugaþroska og eru framfarir þá tak markaðar. Einnig er til þroskaferill þar sem fram kemur afturför í þroska en þá glatar barn ákveðinni færni sem það hafði áður náð tökum á.6 Sem dæmi um alvarlega aftur för í þroska má nefna Rett heilkenni þar sem þroskaáfangar eru almennt nokkuð aldurs svarandi fyrstu mánuðina en síðan tapast ýmis færni, svo sem í tjáskiptum og hreyfifærni. Síðar geta komið fram flog, einhverfa og ýmis vandamál í öðrum líffærakerfum.9,10 Inngangur Þegar barn fæðist hefur myndun taugakerfis átt sér stað á fósturskeiði en taugaþroski er aðeins skammt á veg kominn. Taugafrumur halda áfram sérhæfingu sinni eftir fæðingu og mynda tengsl við nærliggjandi frumur. Á fyrstu vikum, mánuðum og árum ævinnar verða miklar breytingar á færni og getu barns og sérhæfing taugafrumna er í raun aldrei eins flókin og viðamikil og á fyrstu aldurs árunum.1 Þroski einstaklings er flokkaður í gróf­ og fínhreyfiþroska, mál ­ þroska og félagsþroska, sem innifelur leik­ og sam skiptafærni barnsins. Vitsmuna þroski er saman settur úr öllum þessum mis munandi þroska þáttum. Aðilar í nánasta um hverfi barnsins gegna mikilvægu hlut verki í að meta þroska framvindu þess. Á Íslandi hefur Landlæknisembættið og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu gefið út ítarlegar leiðbeiningar um eftirlit með vexti og þroska barna í ung­ og smá­ barnavernd.2 Mikilvægt er að nánustu aðstandendur barns fylgist með þróun helstu þroskaáfanga. Eftir því sem barnið verður eldra taka kennarar og leiðbeinendur á leik skólum og síðar skólum virkan þátt í mati á þroskastöðu barnsins. Í töflu I má sjá helstu þroskaáfanga sem búast má við að sjá á fyrstu aldursárum barns.3,4 Þegar slík viðmið eru sett er horft til þess að 75% barna á þeim aldri búi yfir tiltekinni færni að lágmarki.5 Grunur um þroskafrávik Þegar grunur vaknar um óeðlilegan tauga­ þroska er hjálplegt að þekkja helstu frávik í þroskaferli barna (tafla II).6,7 Sum frávik í taugaþroska koma fram fljótlega eftir fæðingu og geta til dæmis tengst ýmiss konar heilkennum eða frávikum í erfðaefni barnsins.6 Önnur frávik eru flóknari að greina og líða jafnvel mörg ár þar til frávikin koma í ljós. Sem dæmi má nefna að frávik í vitsmunaþroska koma stundum skýrast Taugaþroskafrávik hjá börnum Mynd 1. Þroskaferill barna. Aldur í árum Algengur Seinkaður Áfall Stöðnun Afturför Þ ro sk a fe ri ll 1 2 3 4 5 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.