Læknaneminn - 01.04.2022, Page 39

Læknaneminn - 01.04.2022, Page 39
skammtaháðum aukaverkunum einstakra lyfja. Algengasta viðhaldsmeðferðin nú til dags samanstendur því af calcineurin hindra, lyfi sem hindrar frumufjölgun (antiproliferative agent) og barksterum.17 Calcineurin innanfrumuboðkerfið virkjar umritunarþætti sem hvetja til tjáningar IL­2 og annarra sameinda sem ræsa frumubundna ónæmissvarið. Í þessum flokki er tacrolimus það lyf sem er notað mest nú. Hins vegar var cyclosporin mikið notað á árum áður en tilkoma þess markaði upphaf byltingar í ónæmisbælandi meðferð og líffæraígræðslum með þeim hætti sem við þekkjum í dag. Af lyfjum sem hindra frumufjölgun er mycophenolate mofetil mest notað en það hindrar inosine monofosfat dehydrogenasa ensímið sem er nauðsynlegt í myndun púrína og stöðvar þar með frumufjölgun.16 Fyrstu mánuðina eftir ígræðslu eru lyfin gefin í háum skömmtum enda er hættan á bráðri höfnun mest þá. Skammtarnir eru svo lækkaðir nokkrum mánuðum eftir ígræðsluna þegar hættan á bráðri höfnun lækkar.17 Bráðri höfnun á nýragræðlingi er gjarnan skipt í frumubundna höfnun og mótefnamiðlaða höfnun. Meðferð bráðrar höfnunar felst gjarnan í háum skömmtum af barksterum. Ef meðferð með barksterum snýr ekki við höfnuninni er gjarnan bætt við sérhæfðari meðferð sem er mismunandi eftir því hvort höfnuninni sé miðlað af mótefnum eða T­frumum. Þá hefur einnig verið sýnt fram á gagnsemi þess að hækka skammta af þeim ónæmisbælandi lyfjum sem viðkomandi er á eftir að bráð höfnun kemur fram til að koma í veg fyrir frekari höfnun.17 Önnur lyfjameðferð eftir nýraígræðslu Vegna ónæmisbælingar þarf að veita fyrir byggjandi meðferð gegn sýkingum. Algengt er að sjúklingur fái trimethoprim og sulfamethoxazole til að fyrirbyggja milli vefs plasmafrumna­lungnabólgu (pneumocystis pneumonia) og valganciclovir fyrir stórfrumuveiru (cytomegalovirus) og öðrum herpes veirusýkingum. Einnig hefst oft blóðþrýstingslækkandi meðferð og meðferð við blóðfituröskun. Það gæti þurft að veita sjúklingi magaverndandi lyf, steinefnauppbót og beinverndandi meðferð.18 Fylgikvillar nýraígræðsla Fylgikvillar nýraígræðsla tengjast helst ónæmisfræðilegum þáttum eða ónæmis­ bælandi meðferð, annaðhvort beint eða óbeint. Einnig geta fylgikvillar tengst aðgerðinni sjálfri og undirliggjandi sjúkdómum þegans.19 Hér verður stiklað á stóru um helstu fylgikvilla nýraígræðsla. Skerðing á starfsemi nýrnagræðlings er ekki óalgengt vandamál og getur verið um snemmkomna eða síðkomna skerðingu að ræða. Fylgikvillar skurðaðgerðar geta valdið snemmkominni skerðingu á starfsemi græðlings.20 Vessahaull myndast ef vessaæðar þegans skaddast í aðgerðinni og leka. Þá getur myndast vökvasafn sem getur þrýst á þvagleiðara og valdið óþægindum. Ef vökvasafnið er stórt gæti þurft að framkvæma ástungu þar sem vökvinn er tæmdur út. Með þeim hætti er hægt að leiðrétta ástandið hjá flestum en hjá ákveðnum sjúklingahóp getur þetta orðið þrálátt vandamál. Tenging þvagleiðara græðlingsins við þvagblöðruna í þeganum getur verið uppspretta fylgikvilla og getur þvagleki komið fram ef tengingin misheppnast. Þrengsli í þvagleiðaranum geta komið fram á staðnum þar sem hann er tengdur við þvagblöðruna og getur það valdið vatnsnýra. Þetta getur bæði valdið snemmkominni og síðkominni skerðingu í starfsemi græðlings ef bandvefsmyndun er orsök þrengslanna.21 Segi í nýrnaslagæð eða ­bláæð er alvarlegur en sjaldgæfur fylgikvilli sem erfitt er að ráða við og því miður tekst oft ekki að bjarga græðlingnum við þessar aðstæður.20 Veruleg seinkun á starfsemi græðlings (delayed graft function – DGF) er hugtak sem er oftast skilgreint sem bráður nýrnaskaði sem veldur því að skilunar er þörf fyrstu vikuna eftir ígræðslu. Algengasta orsök þess er brátt pípludrep (acute tubular necrosis) sem veldur skerðingu á starfsemi nýrnagræðlings.22 DGF hefur forspárgildi um lifun græðlingsins til lengri tíma litið og eykur áhættuna á bæði bráðri og langvinnri höfnun græðlings.17 DGF er algengara í græðlingum frá látnum gjafa en lifandi gjafa. Ástæða þess er talin vera að kaldur blóðþurrðartími er mun lengri þegar um er að ræða látinn gjafa og hefur sá tími mest forspárgildi um DGF. Þó hefur einnig áhrif að græðlingurinn er án súrefnis inni í líkama látna gjafans í tiltekinn tíma (warm ischemic time) sem á ekki við þegar að nýra er fengið úr lifandi gjafa.22 Höfnun á ígrædda nýranu er ónæmis­ fræðilegt viðbragð og skiptist í bráða og langvinna höfnun. Bráð höfnun birtist sem skyndileg skerðing á starfsemi græðlings viku eða mánuðum eftir að ígræðslan fór fram og er miðlað af mótefnum, T­frumu svari eða hvoru tveggja. Bráð höfnun er gjarnan einkennalaus en uppgötvast vegna hækkunar á kreatíníni í sermi.20 HLA vefjaflokkamisræmi og næming þega eru helstu áhættuþættir bráðrar höfnunar.17 Einnig hafa aðgerðartengdir þættir áhrif og má þar sérstaklega nefna kaldan blóðþurrðartíma. Sá þáttur sem er mikil vægastur til að fyrirbyggja höfnun er meðferðarheldni nýraþegans. Með tilkomu betri ónæmisbælandi lyfja hefur tíðni bráðrar höfnunar farið lækkandi sem er 37 Nýrnaígræðsla mikilvægt þar sem rannsóknir hafa sýnt að bráð höfnun sé mikilvægur forspárþáttur varðandi síðkomna skerðingu á starfsemi græðlings.23 Langvinn höfnun getur átt sér stað mánuðum til árum eftir sjálfa ígræðsluna þrátt fyrir góða ónæmisbælandi meðferð.20 Langvinn höfnun er algengasta ástæða síðkominnar skerðingar á starfsemi græðlings sem einkennist af hægt vaxandi skerðingu á nýrnastarfsemi, háþrýstingi og prótein migu. Áður fyrr var talið að síðkomin skerðing á starfsemi græðlings væri oftast á grunni langvinnrar höfnunar á grunni ónæmis fræðilegra þátta en nú er vitað að ýmsir þættir sem tengjast nýrnaþeganum sjálfum og gæðum græðlingsins geti stuðlað að síðkominni græðlingsbilun. Fyrir utan lang vinna höfnun eru helstu áhættuþættir síð kominnar græðlingsbilunar sykursýki, háar blóðfitur, háþrýstingur, veirusýkingar og aukaverkanir calcineurin hindra sem notaðir eru í ónæmisbælandi meðferð. Hærri aldur nýrnagjafans hefur einnig áhrif en nýrnastarfsemi versnar almennt með aldrinum.22 Síðkomin skerðing á starfsemi græðlings getur einnig verið tilkomin vegna endurkomu grunn nýrnasjúkdóms en það er sem betur fer sjaldgæft.20 Þar sem engin meðferð er til sem getur snúið við síðkominni græðlingsbilun er mikilvægt að reyna að meðhöndla framangreinda áhættuþætti og koma í veg fyrir bráða höfnun til að bæta langtíma lifun græðlings.19 Til lengri tíma litið eru helstu fylgi kvillar nýraígræðsla tengdir aukaverkunum lang­ varandi ónæmisbælingar. Í því samhengi eru sýkingar algengasti fylgi kvillinn en einnig eykur langvarandi ónæmis bæling líkurnar á ýmsum krabba meinum.16 Þar ber hæst að nefna húð krabbamein önnur en sortuæxli, non­Hodgkin eitilfrumukrabbamein og Kaposi sarkmein.24 Háþrýstingur er algengt vandamál meðal nýraþega og er einn af áhættu þáttum síðkominnar skerðingar á starfsemi græðlings. Margir hafa háþrýsting fyrir ígræðslu og er ígræðslan áhrifarík leið til að draga úr háþrýstingi hjá stórum hluta sjúklinga. Hins vegar er sá árgangur oft skamm vinnur þar sem ónæmisbælandi lyf stuðla í sumum tilvikum að háþrýstingi sem eykur áhættuna á hjarta­ og æða sjúkdómum sem er algengasta dánarorsök nýrnaþega.25 Lokaorð og niðurlag Nýraígræðslur eru mikið afrek í þróun læknisfræði þar sem saman koma þróun skurðlækninga, svæfinga, lyflækninga og ónæmisfræði. Þær leiddu til byltingar fyrir sjúklinga með lokastigsnýrnabilun og mikilvægt að vel hafi tekist til við innleiðingu þessarar meðferðar á Íslandi. Kostir lifandi nýrnagjafa eru ýmsir borið saman við látna nýrnagjafa. Hægt er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.