Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 57

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 57
tools), miklu framar en skráningarvinnan sjálf. Leviosa er í fyrstu innleiðingu á Íslandi og verður síðar markaðsett erlendis þar sem ekki er síður þörf á nýrri hugsun í þróun sjúkraskrárkerfa. Leviosa gerir teyminu kleift að halda utan um margslungin verkefni með tólum verkefnastjórnunar þannig þau dreifist á fleiri en lækninn, t.d. yfirferð eðlilegra rannsóknarniðurstaða eða beiðni sjúklings um vottorð. Þegar læknir losnar við umstangið sem fylgir komunni getur hann einblínt á að gera það sem hann er sérmenntaður í, þ.e. að hitta sjúklinga, greina sjúkdóma og með­ höndla. Leviosa lítur á sjúkling sem mikilvægan hluta af teyminu og hann hefur því aðgang að völdum upplýsingum s.s. nótum og rannsóknarniðurstöðum (eftir vali ábyrgs læknis). Sjúklingur fylgist þannig með gangi mála í rauntíma og getur hvenær sem er veitt upplýsingar til að hjálpa teyminu að klára verkefnin fyrr. Þannig virkjast tími á milli heimsókna sem hingað til hefur verið ónýttur. Upphafið að Leviosa var tól til að straumlínulaga sjúkra­ skráninguna sjálfa og með því höfum við getað minnkað skráningar tíma um meira en 50%. Sniðmát eru þar lykilatriði, þ.e. að geta með einföldum hætti gert skapalón fyrir algengustu verkefni sem ná yfir nótur, kóðun, beiðnir og rannsóknarpantanir. Skráning á sér stað í einum sameiginlegum glugga teymis svo ekki þarf að tví­ eða þrí taka texta og fastir textar eins og heilsufars­ og lyfjasaga eru upp færðir á einum stað en ekki í gegnum ótal nótur á víð og dreif um sjúkra skrána. Þannig er "copy­paste" menningu eytt og sjúkraskráin verður læsileg en ekki torf illa samhangandi upplýsinga og endur­ tekninga. Slík nálgun leiðir til einfaldara notendaviðmóts og gerir aðgengi að upplýsingum sjúkraskrár mun betra og leiðir til betri þjónustu og færri mistaka eða hnökra. Við höfum reiknað út að með skráningarhluta Leviosa væri hægt að búa til 4 milljarða virði í rekstri Landspítala og samtímis auka ánægju starfsfólks. Með minni tölvuskráningartíma fá læknar aftur tíma til að vera með sjúklingum og geta andað án þess að líða eins og þeir eigi að vera að hlaupa í næsta verkefni. Við vonumst þess vegna til þess að hið opinbera taki vel á móti okkur, styðji okkar fyrstu skref og vinni þannig að hagræði og eflingu heilbrigðistækni á Íslandi. Kjarninn í Leviosa er þekking á aðstæðum og náin samvinna með heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum. Við viljum búa til öflugt Leviosa­lið sem veitir okkur innsýn í daglegar áskoranir og kemur með hugmyndir um hvernig má gera enn betur. Læknanemar og ungir læknar eru okkur afar mikilvægir þar sem þeir hafa betri tækniþekkingu en fyrri kynslóðir og meðfætt innsæi í það hvernig hægt er að vinna dagleg verkefni betur með stuðningi tæknilausna. Því höfum við opnað slóðina https://leviosa.is/tips þar sem við tökum vel á móti hugmyndum læknanema og viljum gjarnan heyra frá þeim og bjóða áhugasömum að taka þátt í prófunum og frekari þróun. Höfundar eru stofnendur og eigendur Leviosa og er greinin rituð sem kynningarefni. Við erum á Facebook og Instagram /Augljos Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is L A S E R AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.