Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 122

Læknaneminn - 01.04.2022, Síða 122
LÆKNANEMINN120 persónuár m.v. 2,00 atvik/100 persónuár, HR 0,63, 95% 0,17­2,32). Dánartíðni var lægri hjá sjúklingum með dulið heilablóðfall (0,89 atvik/100 persónuár m.v. 3,29 atvik/100 persónuár, HR 0,27, 95% CI 0,06­1,24). Niðurstöðurnar náðu þó ekki tölfræðilegri marktækni eftir pörun. Ályktanir Tíðni meltingarvegsblæðinga, stórvægilegra blæðinga, blóðsegareks og ítrekaðs heila­ blóð falls eða skammvinnrar heilablóð­ þurrðar var svipuð meðal sjúklinga á blóð þynningu eftir greiningu með dulið heila blóðfall miðað við þá með þekkta undir­ liggjandi orsök. Þannig virðast sjúklingar með dulið heilablóðfall ekki hafa aukna áhættu á aukaverkunum blóðþynningar. Mælingar á mótefnasvari gegn próteinum SARS-CoV-2 veirunnar Elín Dröfn Einarsdóttir Ágrip barst ekki Snemmkomið heilablóðfall eftir ósæðarlokuskipti. Tíðni, áhættuþættir og horfur Elín Metta Jensen Ágrip barst ekki Skemmdir og niðurbrotsmynstur erfðaefnis í líkamsvökvum BRCA2 arfbera Elsa Jónsdóttir1, Bjarki Guðmundsson1,2, Vigdís Stefánsdóttir2, Jón Jóhannes Jónsson1,2 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeildar Háskóla Íslands, 2Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans Inngangur Einstaklingar með kímlínu stökk­ breytinguna c. 767_771delCAAAT í BRCA2 geni eru í aukinni áhættu á að fá brjósta­ krabba mein á lífsleiðinni. BRCA2 tekur þátt í viðgerðum á krosstengja og tvíþátta brota skemmdum í erfðaefninu. Norður­ ljósagreining er ný aðferð til greiningar á DNA skemmdum og byggist aðferðin á tví víðum þáttháðum rafdrætti kjarnsýra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna niður brotsmynstur og skemmdir í utan­ frumuerfðaefni hjá BRCA2 arfberum með Norður ljósagreiningu. Það er annars vegar til að skilja betur efnaskipti erfðaefnis hjá BRCA2 arfberum og hins vegar í forvinnu til uppgötvunar lífmerkja í blóði sem gæti nýst við eftirlit og meðferð þessa einstaklinga. Efni og aðferðir Utanfrumuerfðaefni var einangrað úr blóðvökva hjá 7 hraustum BRCA2 arfberum. Til viðmiðunar voru sýni fengin frá heilbrigðum einstaklingum sem voru ekki með þekkta breytingu í BRCA2. Þar að auki var erfðaefni einangrað úr frumu­ botnfalli þvags og blóðfrumum. Styrkur erfða efnis var mældur og í kjölfarið voru skemmdar mynstur sýna greind með Norðurljósagreiningu. Niðurstöður Utanfrumuerfðaefni úr blóðvökva hjá viðmiðunarhópnum samanstóð aðallega af stórum DNA bútum, með uppruna frá kaspasa óháðum ferlum, en einnig af misstórum DNA bútum sem virtust endurspegla ófullkomið niðurbrot á DNA í núkleósómal einingar við apoptosis. Aftur á móti var utanfrumuerfðaefni hjá BRCA2 arfberum að mestu fullniðurbrotið í núkleósómal einingar og lítið var um stóra DNA búta. Til viðbótar voru merki um einþátta brotaskemmdir í núkleósómal einingunum hjá BRCA2 arfberum. Í viðmiðunarsýnum úr frumubotnfalli þvags var aðallega ósértækt niðurbrot DNA sameinda sem samræmdist niðurbroti erfðaefnis frá kaspasa óháðum ferlum en einnig voru einþátta brotaskemmdir til staðar. Í sýnum úr frumubotnfalli þvags BRCA2 arfbera var lítið um ósértækt niðurbrot DNA sameinda en meira um einþátta brotaskemmdir. Ályktun Um er að ræða fyrstu niðurstöður rannsókna á niðurbrotsmynstri utanfrumuerfðaefnis hjá BRCA2 arfberum. Þær veita vísbendingu um að utanfrumuerfðaefni BRCA2 arfbera hafi einkennandi niðurbrotsmynstur sem endurspeglar uppruna frá apoptosis. Sömuleiðis hafa BRCA2 arfberar meira af einþátta brotaskemmdum í bæði utanfrumuerfðaefni og erfðaefni úr frumubotnfalli þvags. Niðurstöðurnar styðja því við áframhaldandi kortlagningu á niðurbrotsmynstri utanfrumuerfðaefnis til þróunar lífmerkja. Áhrif hjartaaðgerða í frumbernsku á virkni T-eitilfrumna Eygló Káradóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson2 , Helga M. Ögmundsdóttir1, Hróðmar Helgason3, Inga Skaftadóttir2, Ásgeir Haraldsson1,3, Jóna Freysdóttir1,2, 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítalans, 3Barnaspítala Hringsins Inngangur Týmus er líffæri sem tilheyrir ónæmiskerfinu og liggur í efra miðmæti framan við hjartað. Týmusinn gegnir lykilhlutverki við myndun starfhæfs ónæmiskerfis. Hann er uppeldis­ og þroskastöð T­frumna. Eins og allar aðrar hvítfrumur eiga T­frumur uppruna sinn í blóðmyndandi stofnfrumu í beinmerg. Þaðan ferðast þær með blóðrás til týmuss þar sem þær taka út þroska sinn. Við fæðingu er týmus mjög fyrirferðarmikið líffæri og liggur yfir stóru slagæðunum sem liggja frá hjartanu. Hann er því fyrir hjarta skurðlæknum þegar gerðar eru stórar aðgerðir til þess að lagfæra meðfædda hjartagalla í ungbörnum og þarf oft að fjarlægja hann alveg eða að hluta. Fyrir rúmum 15 árum var gerð rannsókn hér á landi á ónæmiskerfi íslenskra barna sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð sem ungbörn þar sem týmus þeirra var fjarlægður að hluta eða allur. Sú rannsókn leiddi í ljós frávik í svipgerð og fjölda T­frumna í börnum í rannsóknarhópnum borið saman við viðmiðunarhóp. Skimun fyrir sjálfsmótefnum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós og engin merki voru um klínískar afleiðingar. Markmið Markmið þessarar rannsóknar var að fylgja eftir fyrri rannsókn og var ætlunin að kanna hvort mælanlegu frávik í svipgerð T­frumna væru ennþá til staðar eftir að fullorðinsaldri væri náð og hvort einhver merki um sjálfs­ ónæmi, ofnæmi eða skert viðbrögð við sýkingum hefðu komið fram. Efni og aðferðir Viðfangsefni rannsóknarinnar voru 11 einstaklingar á aldrinum 24­34 ára og voru úr hópi þeirra 19 sem komu til rannsóknar í fyrri rannsókn. Til samanburðar voru fengnir 20 heilbrigðir einstaklingar og var kynjahlutfall og aldursdreifing hópanna jöfn. Heilsufar þátttakenda var kannað með spurningalista. Blóðsýni voru tekin og blóðhagur, deilitalning hvítfrumna, styrkur mótefnaflokka og tilvist sjálfsmótefna mælt. Svipgerð eitilfrumna var metin með frumuflæðissjárgreiningu og voru niðurstöður gefnar sem hlutfall einstakra frumuhópa af öllum eitilfrumum og heildar­ fjöldi frumuhópanna í blóði. Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður með ópöruðu t­prófi og Fisher‘s exact prófi. Niðurstöður Hlutfall og fjöldi eitilfrumna var marktækt lægri í tilfellahópi samanborið við viðmiðunar hóp. Í samræmi við það var hlut fall og fjöldi T­frumna marktækt lægri í tilfellahópnum sem og marktækt færri bæði CD4+ og CD8+ T­frumur og var þann mun helst að finna í óreyndum CD4+ og CD8+ T­frumum. Enginn munur var á magni ónæmis glóbúlína í blóði milli hópanna tveggja og einstaklingar í tilfellahópnum höfðu ekki óeðlileg sjálfsmótefni. Ekki voru merki um klínískar afleiðingar, s.s. aukna tíðni sjálfsónæmis, ofnæmi eða sýkingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.