Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 4

Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 4
Jólablað Skátafélagsins Fylkir. 4 EINN DAGUR A ÖRÆFUM í litlum hvammi í hraunjaðrinum við Hveravelli standa 2 tjöld. Ibúarnir, 3 kennarar í sumarleyfi, eru að búa sig til ferða. Ferðinni er heitið til Kerlinga fjalla. Farartækið er vörubíll, sem flytur vörur og byggingarefni til verkamanna, sem vinna að sælu- hússbyggingu fyrir Ferðafélag Islands á báðum stöðunum. Ef heppnin er með, er ætlunin að komast í Hvítár- nes og halda síðan fótgangandi þaðan ,,heim“ til Hveravalla. Við þurftum að búa okkur út til þriggja daga, og þarf því margt að taka með. Tjald, prímus, pottur, svefnpokar, nokkuð af fötum, matur og mataráhöld er það minnsta, sem hægt er að komast af með, en þetta allt verður allmikill farangur. Allt frá því að ég las landafræði eftir Karl Finn- bogason, sem lítill drengur, hafa Kerlingafjöll staðið mér fyrir hugskotssjónum sem fágætt ævintýraland. Hvort nafnið sjálft hefur valdið eða teikning sú er því fylgdi veit ég ekki, en tæplega hafði mig um það dreymt að fá þetta æfintýraland augum litið fremur en landið fyrir austan mána og sunnan sól. Nokkrum árum síðar fékk ég þó betur að kynnast Kerlinga- fjöllum, er ég dvaldi þar heilt sumar, en ekki hefur hrifning mín af Kerlingarfjöllum neitt bliknað við þau kynni, nema síður sé. í þetta skipti var heppnin með. Þegar í Kerlinga- fjöll kom var þar fyrir grár hálfkassabíll með litlum vörupalli. Smiði þá, sem í Kerlingafjöllum unnu, spurðum við „hvaða bíll það væri“ og fengum það svar, að bíll sá héti Menntaskólagráni og væri áhöfn hans lögð af stað í göngu á Hágnýpur, sem er f jalla- klasi mikill, og einn meginhluti þeirrar miklu f jalla- þyrpingar, sem Kerlingaf jöll nefnast. Kváðu smiðirn- ir hina brottgengnu áhöfn Grána hafa í hyggju að fara niður í Hítafnes þá um kvöldið. Nú verður það strax að ráði okkar félaganna að reyna að komast með Grána í Hvítárnes, en nota sem bezt þann tíma, sem gefst til að litast um í Kerlingar- fjöllum. Tvennt er það, sem mest dregur þangað ferðamenn, en það er útsýn af Hágnýpum og hitt að skoða hina svonefndu Hveradali. Ekki eru þó allar lýsingar á Hveradölum samhljóða og fengum við strax tvennar lýsingar af því, hvernig þar væri umhorfs. Sögðu sumir þá líkjast því helzt, sem þeir höfðu hugsað sér kvalastað fordæmdra, en nafn þess staðar er eigi birtandi hér, en aðrir töldu þá fegursta stað, sem þeir hefðu augum litið. Dalir þessir eru eitt mesta hverasvæði þessa lands, eru það allt brennisteins- og leirhverir og jarðvegur víða mjög sundur tættur og ótryggt að ganga. Hvergi hef ég þó séð fjölbreyttari og fegurri liti, en litirnir njóta sín bezt, ef horft er yfir þá í dálitlutti f jarska, og sannast þar, að f jarlægin gerir f jöllin blá. Við ákváðum nú þegar að ganga á Hágnýpur og freista þess, að vera eigi seinna komnir til baka, en ráðamenn Grána. Við köstum nú nokkru af klæðum okkar og þreyt- um gönguna sem ákafast. Ekki leið á löngu, að þessi erfiða ganga færi að hafa sín áhrif á okkur. Lungun gengu upp og niður eins og smiðjubelgur og svitinn rann af okkur í lækjum, en Grána-menn voru á undan og þeim urðum við að ná. Leiðin sóttist vel og heldur virtist draga saman. Þegar kom upp undir gnýpurnar varð fyrir allmikil jökulfönn, svo- nefndur Fannborgarjökull. Sinn hvoru megin slakk- ans, sem jökullinn liggur í, standa tveir tindar allháir. Vestanmegin breiður klettahnúkur að nafni Fannborg, en austan megin strýtumyndaður tindur lítið eitt hærri, sem hlotið hefur nafnið Snækollur, og er það hæsti tindur Kerlingafjalla. Sáum við nú glöggt til Gránamanna. Höfðu þeir beygt vestur fyrir jökulfönnina og voru byrjaðir að klífa Fannborg. Heldur virtist okkur leið þeirra ógreið, og ákváðum því að taka stefnu þvert yfir fönnina og ganga á Snækoll, sem er að vísu mjög brött, er að því er virðist torfærulaus leið, enda reyndist svo að vera. Er eigi að orðlengja það, að eigi yar hægt á ferð- inni fyrr en við höfðum „brotist upp á f jallið og upp á hæsta tindinn.“ Af Hágnýpum hygg ég vera víðast útsýni á landi hér, þótt önnur fjöll séu að vísu allmiklu hærri, Eigi veit ég neinn annan stað þar sem sér til hafs bæði norðanlands og sunnan. Þaðan sér til Vatnajökuls og Ödáðahrauns að austan, yfir öræfin öll sunnan Hofsjökuls og Lang- jökuls, vestur til Esju og Skarðsheiðar og allt norður til Strandafjalla og til hafs bæði á Húnaflóa og Skagafirði. Hofsjökull og Langjökull byrgja útsýni á nokkrum kafla hvor, en bezt og tilkomumest er þó útsýnið yfir hið mikla landflæmi milli jöklanna, sem oft er einu nafni nefnt Kjölur. Beint andspænis Kerlingarfjöllum í jaðri Hofs- jökuls er Hrútafell eitt allra fegursta fjall á þessu landi og minnir allmikið á Herðubreið að lögun og faldið jökli eins og hún. Nokkru sunnar, suður undir Hvítárvatni, er lágt fjall og heitir Hrefnubúðir. Þangað flúði Hrefna tröllkona úr Bláfelli, en þangað heyrði hún klukknahljóminn úr byggð og féll illa. Bergþór maður hennar undi betur kristnum klukkna- hljómi en kona hans, enda gerðist hann heillavættur byggðamönnum, þótt eigi kynnu þeir að notfæra sér greftrunarlaunin er hann vildi gjalda þeim og eru þau tiltæk enn öllum þeim, sem áræði og staðfestu hafa til að vitja þeirra, eftir því, er þjóðsagan hermir. Norðan Hrútafells taka við Jökuldalir, stórfenglegt og fagurt landslag, og norðar Þjófadalir og Fagra- hlíð, grösugt og vingjarnlegt land. Á miðjum Kjalvegi stendur fell eitt allmikið, ein- stætt og fagurt, er Kjalfell kallast. Utan í Kjalfelli er Beinahóll. Þar báru þeir beinin Reynistaðabræður og félagar þeirra.

x

Jólablað Skátafélagsins Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað Skátafélagsins Fylkir
https://timarit.is/publication/1960

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.