Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 7

Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 7
'Joláblað Skátáférágsíns Fýlliir. -7 . ' '■ 'i IV Gleðileg jól og farsælt komandi ár! NÝJA BÍÖ — SKÓBÚÐIN — BÍÓBÚÐIN Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin. KAUPFÉÚAG SIGLFIRÐINGA Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Þökkum viðskintin á árinu 1945 VEIÐAKFÆRAVERZLUN SIG. FANNDAL Gleðileg jól og f arsælt komandi ár! BIFREIÐASTÖÐ SIGLUFJARÐAR H. F. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. NÝJA BIFREIÐASTÖÐIN Messur um hátíðirnar: Aðfangadagskvöld (24. des.); Aftansöngur kl. 6 Jóladagur (25. des.): Hátíðamessa kl. 2 e. m. II. jóladagur (26. des): Barnaguðþjónusta kl. 2 e. m. Gamlársdagur (31. des.): Aftansöngur kl. 6 Nýársdagur (1. jan. 1946): Hátíðamessa kl. 2 e. m. Með beztu jóla og nýársóskum. Sóknarpresturinn Jamboree í Frakklandi árið 1947. Alþjóðabandlag skáta hefur tilkynnt, að næsta Jamboree verði haldið i Frakklandi sumarið 1947. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar í Frakklandi mótið skuli haldið, en búist er við, að því verði annað hvort valinn staður á suðurströnd Frakklands, Rívieraströndinni, eða í nágrenni Parísar. Fyrsta Jambóree, eða alþjóðamót skáta, var haldið í London árið 1920. Síðan hafa verið haldin fjögur Jamboree í þessari röð: Danmörku 1920, Englandi 1929, Ungverjalandi 1933 og í Hollandi árið 1937. Skátamótið í Hollandi var fjölmennast. — Voru þar saman komnir 28.000 skátar frá 31 landi. Isl. skátarnir hafa tekið þátt í þrem síðustu mótunum: Til Englands fóru 32 skátar og var fararstjóri þeirra Sigurður Ágústsson. 22 skátar undir stjórn Leifs Guðmundssonar fóru til Ungverjalands, og til Hollands fóru 31 skáti undir stjórn Jóns Oddgeirs Jónssonar. í Hollandi tóku íslenzku skátarnir upp ýmsar nýjungar til að kynna land sitt og þjóð. I sérstöku samkomutjaldi voru sýndar myndir, bækur og ýmsir munir frá íslandi. I aðalleikhúsi mótsins sýndu skátarnir setningu alþingis 930 og voru þeir klæddir fornmannabúning- um. Ennfremur sýndu þeir glímu og skátakór söng íslenzka söngva. Þá höfðu þeir og opna sölubúð og seldu þar ýmsa smekklega minjagripi. Verzlun þessi veitti íslenzku skátunum þann erlendan gjaldeyri, sem þeir þurftu til ferðalagsins. SVÖR Ég elska þig. FRAMHALD AF BLS. 2 1. Hollenzka. 2. Spænska 3. Havajiska. 4. Gríska 5. Hebreska. 6. Rússneska 7. Pólska 8. Franska. 9. Italska. 10. Enska KLUKKAN: Ellefu sinnum, ef miðað er við 12, frá kl. 1,05, 2,11, 3,16, 4,22, 5,27, 6,33, 7,38, 844, 9,49, 10,55.

x

Jólablað Skátafélagsins Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað Skátafélagsins Fylkir
https://timarit.is/publication/1960

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.