Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 8

Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Blaðsíða 8
Jólablað Skátafélagsins Eylkir. 8 OTILEGUÞÁTTUR Hjörtur: ,,Jæja, þá erum við búnir að tjalda til einnar nætur, og tjalda því, sem til er. Gréta: ,,Fin-n-nst ykkur ekki rómantískt hérna — guð — agalega er alltaf smart hérna við Hreðavatn.“ Óli: ,,Já, lekkert. Það er bara verst, að við skulum hvorki hafa rafmagn né síma — ekki skil ég hvernig þeir gátu lifað til lengdar í gamla daga, án þess að hafa þessi þægindi?“ Hjörtur: ,,Þeir gátu það heldur ekki. Þeir eru dauðir.“ Óli: „Já, svona er það. En úr því, að við erum að tala um útvarp. Ég las einhvers staðar um daginn, að tunglið endurkastaði radíóbylgjunum til jarðar- innar.“ Hjörtur: „Það þykir mér trúlegt. Fólkinu þar finnst víst ekki svo mikið til útvarpsdagskrárinnar koma.“ Regina: „Blessuð látið þið nú ekki ermar standa fram úr höndum. Elsku Hjörtur minn náðu í vatn, svo við getum hitað okkur kaffi. Eg er að deyja úr þorsta. Hjörtur: „Engin læti. Veiztu ekki, að það drekka sig þúsundir í hel á móti hverjum einum, sem deyr úr þorsta. — Komdu með Óli.“ Óli: „Nú, jæja. Finnst þér annars ekki óvenjulítið í vatninu í sumar?“ Hjörtur: „Jú, það er meiri sannleikUr en skáld- skapur í því. Það hefur til dæmis verið svo lítið vatn í veiðiánum í sumar, að laxinn varð freknóttur.“ Óli: „Skárri eru það nú ósköpin. Já, þú varst á laxveiðum i sumar. Fékkstu mikið? Hjörtur: „O, þú veizt, að það eru til tvennskonar veiðimenn. Þeir, sem veiða sér til skemmtunar og þeir, sem veiða eitthvað. Jæja, en við skulum flýta okkur áður en stelpurnar verða piparjúnkur.“ ÓIi: „Hvar í fjandanum er tjaldið?“ Hjörtur: „Ertu nú farinn að villast? Þú ert eins og kýr með júgurbólgu.“ Óli: „Vertu ekki að baktala mig svo ég heyri. Ég veit ekki hvert ég er að fara, en ég er á leiðinni.“ Hjörtur: „Já, rétt segir þú. Kálfur er kálfur, þangað til hann eignast kálf, þá verður hann fyrst kýr.“ Óli: „Ef Múhammeð vill ekki koma til fjallsins, þá verður f jallið að koma til Múhameðs. Passaðu þig að rekast ekki á tjaldið. Hjörtur: „Sjáum til, engum er alls varnað. Mér þykir loga á prímusnum hjá ykkur stelpur. Regina: „Glenntu ekki svona upp tjaldskörina, drengur. Er meiningin að hita upp allt útiloftið?" Hjörtur: Jæja, Regina mín. Mundu nú, að kaffið er aldrei of sterkt, heldur er það fólkið, sem er stund- um ekki nóg sterkt fyrir kaffið.“ Regina: „Svona, seztu nú á buxnabotninn. Gréta: „Guð, og mjólkin orðin súr. Hjörtur: „Því segi ég það, ég læt það vera, þó að svipurinn súrni á fleirum en mér. Gleymið þið því ekki næst, að bezta ráðið til þess að geyma mjólk, án þess að hún súrni, er að hafa hana í beljunni.“ Regina: „Anzaðu honum ekki. Hann þykist vera allt í öllu. Ég er viss um, að ef hann væri við brúð- kaup vildi hann vera brúðguminn, og ef hann væri við jarðarför vildi hann vera líkið.“ Hjörtur: „Dæmi upp á, að hart vatn er ís.“ Regina: „Svona vinakongurinn. Ég skal kyssa þig á augað.“' Hjörtur: „Verð ég rauðeygður á eftir?“ Óli: „Góða, Gréta mín ! Gefðu mér nú eitthvað snarl úr matarkörfunni á meðan kaffið er að hitna. Gréta: „Sjálfsagt. Leystu þennan hnút elskan — svona já — nú skulið þið fá að sjá — almáttugur! Það er karfan með óhreina tauinu, sem ég hef tekið með í staðinn fyrir matarkörfuna. SKRÍTLUR / Siggi sölumaður hafði haft erfiðan dag og sofnaði fljótt í bezta gistihúsi bæjarins. Hann vaknaði brátt- við það, að barið var á herbergisdyrnar. Hann spratt á fætur og opnaði dyrnar. IJti fyrir stóð drukkinn maður, sem bað afsökunar og gekk í burtu. Siggi var ekki fyrr sofnaður aftur en sama sagan endurtók sig. Á næsta klukkutíma kom þetta enn fyrir þrisvar sinnum. Er hægt að álasa honum fyrir, þótt hann að lokum hafi misst þolinmæðina og talað yfir hausamótunum á þeim drukkna? En maðurinn hörfaði kjökrandi aftur á bak og sagði: „Hvernig getur þetta verið? — Hik — Hafið þér öll herbergin á hótelinu í nótt ?“ .Nazistaforingjarnir voru að spila bridge heima hjá Hitler. „Þrjú hjörtu,“ sagði Göring. „Grand,“ sagði Göbbels. „Fjögur hjörtu,“ sagði Ribbentrop. „Eitt lauf,“ sagði Hitler. ,,Pass!“ „Pass!" „Pass!“ Stúlkan: „Mér var sagt, að yður vantaði vinnu- konu.“ Frúin: „Já, en við fengum stúlku í gær. Reynið þér að koma aftur eftir 2—3 daga.“- Lögregluþjónninn: „Þú mátt ekki aka upp þessa götu, drengur minn, það er einstefnuakstur á henni.“ Drengurinn: „Einstefnuakstur! Heldurðu kannske,, að ég stefni í tvær áttir í einu?“ Frúin (við búðarmanninn): „Viljið þér gjöra svo vel og selja mér sögubók. Hún verður að enáa vel og vera með tveggja sentimetra kili.“

x

Jólablað Skátafélagsins Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað Skátafélagsins Fylkir
https://timarit.is/publication/1960

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.