Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Blaðsíða 3

Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Blaðsíða 3
Beggja ósk var að gleðja hitt, — og bœði urðu álíka undrandi. — --ponl Erling Long: jólagjafimar OSVALD gekk eftir snævi þöktum götunum, með gömlu ferðaritvélina undir hendinni. Það marraði í snjónum undir fótataki fólksins, sem hraðaði sér fram og aftur, og út úr aug- um þess glömpuðu leyndarmál- in, sem það býr yfir meðan á jólainnkaupunum stendur. Hann nam staðar fyrir fram- an verzlun, sein hafði stóra hvíta jólastjörnu í glugganum: — Ritvélar keyptar og seldar — Andartak stóð hann og horfði á spjaldið. Svo laut hann áfram og klappaði ritvélinni, sem hann hafði meðferðis, í síðasta sinni, með^þeirri hendinni, sem laus var. Síðan gekk hann inn. — Þrjátíu krónur, sagði skransalinn. Eg get ekki gefið meira fyrir hana. Ég verð að setja nýjan kassa utan um hana, þessi er orðinn ónýtur. Osvald vissi vel að þetta var rétt. Hann hafði lengi ætlað sér að kaupa nýjan kassa utan um hana. En ritvélin sjálf var í góðu lagi. Hún var að vísu notuð og gömul, en samt vel með farin. Hann beigði höfuðið og leit á hana. Honum þótti vænt um hana og sárt að verða að skilja hana við sig. En honum var nauðugur einn kostur. Gertrud varð að fá jólagjöfina. — Jæja þá, sagði hann. Við skulum þá segja þrjátíu krónur. Hann leit á hana í síðasta sinn og dapurt bros lék um varir hans. Síðan gekk hann út úr búðinni, með þrjá fituga tíukrónu - seðla í vasanum. Skömmu síðar stóð hann fyr- ir framan skartgripaverzlun. — Hann leit í sýningargluggann í flýti. Jú, silfurfestin var enn á sínum stað. Honum varð hugsað til þess dags — fyrir um það bil mánuði síðan — er þau Gertnid stóðu fyrir framan gluggann. Gertrud kom auga á festina, og hún hrópaði upp yfir sig af að- dáun. — Sjáðu, sagði hún, hversu dásamlega hún á við gamla háls- menið mitt. Ó, heldurðu að það væri ekki gaman að við hefðum efni á að kaupa festina þá arna? Og lengi hafði Gertrud staðið fyrir framan búðina og óskað sér þessarar dásamlegu festar, eins og lítið bam. Gertrud átti gamalt hálsmen, sem henni þótti vænna um, en nokkuð annað. Hún hafði feng- ið það í arf eftir móður sína, og hún gætti þess af sjúklegri umhyggju. Hún hefði helzt kos- ið að bera það á sér, en aldrei haft efni á að kaupa sér festi. Þess vegna lá menið stöðugt í kommóðuskúffiínni hermar, nema þegar hún tók það upp og horfði á það glitra og geisla í sólskininu, eða við Ijósið frá raf-

x

Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951)
https://timarit.is/publication/1962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.