Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Page 7
J Ó L I N
JOLAPOSTURINN
1949
FRÚ BERNTSON stóð við gluggann og horfði út í kvöldrökkr-
ið. Fyrir framan hana hvíldu trén í humlagarðinum í vetrar-
dvala undir hvítum feldi snævarins. Stöðugur straumur fólks
lá eftir götunni. Lokunartími búðanna var að nálgast, og mann-
fjöldinn hraðaði sér áfram til að ljúka síðustu innkaupunum
áður en búðinni yrði lokað. Skrautleg dagstofan lá í myrkri
að baki henni, aðeins dauf skíma frá götuljósunum varpaði of-
urlítilli glætu inn um gluggana. Umgangur heyrðist frá eldhús-
inu. Það var Yera, sem lagði seinustu hönd á jólaundirhúning-
inn.
En hún veitti þessu enga eftirtekt. Henni var ómögulegt að
hrinda frá sér þeirri hugsun, að það var henni kvalræði, er
jólin börðu að dyrum hjá henni í þetta sinn. Tár stóðu í aug-
um hennar, og hún lagði fyrir sig sömu spurninguna, sem hún
var áreiðanlega búin að spyrja sig tuttugu sinnum um kvöldið:
— Hvers vegna var ég að kaupa þetta jólatré? Hvers vegna
lagði ég svona mikið kapp á að fá það? Nú er ég búin að eyði-
leggja kvöldið fyrir okkur — sjálft jólakvöldið!
Henni hafði ekki dottið í hug, að Herbert myndi taka þessu
eins og hann gerði. Hún hafði af einskærri lilviljun stanzað á
horninu, þar sem verið var að selja jólatré, og svo hafði hún
keypt eitt þeirra, einungis vegna þess, að jólaskapið hafði grip-
ið hana snögglega sterkum tökum. Hvers vegna skyldu þau
ekki setja upp jólatré eins og endranær? Hún keypti það, borg-
aði það og fékk það sent heim. Og meðan hún gekk heimleiðis,
varð hún viss um það, að allt myndi verða eins og það áður
var. Hún minntist þess, að Hans kom heim í jólaleyfinu sínu
síðastliðið ár, og þau höfðu átt reglulega dásamlega kvöld-
stund við jólaborðið. Hún keypti af gamni sínu leikfang handa
honum — flugvél — því að hún átti svo erfitt með að gleyma
því, að Hans var orðinn fullorðinn, — hann var orðinn 23 ára
gamall, og núna lék hann sér að öðrum og miklu hættulegri
flugvélum í flugstöð hersins.
Hún hafði sem snöggvast gleymt því hræðilega atviki, sem
kom fyrir í byrjun nýja ársins. Hans kom heim, og kom for-
eldrum sínum í uppnám með því að tilkynna þeim, að hann
væri trúlofaður henni! Þeir feðgarnir höfðu rifizt harkalega, og
Hans, sem varð æstur af mótspymu foreldranna gegn ráðahag
sínum, fór burtu áður en leyfi hans var útrunnið.
Nokkrum vikum síðar barst þeim sú fregn, að Hans væri
saknað úr eftirlitsflugi yfir Eystrasaltinu.
Þegar öllu var á botninn hvolft var það ekkert einkennilegt
hvernig Herbert hafði orðið við, er hann vissi um jólatréskaup-
in. Eftir að Hans hvarf hafði hann ekki verið samur og fyrr.
Núna var hann þögull og einrænn. Það var síður en svo, að
sameiginleg sorg þeirra hefði fært þau nær hvort öðru, heldur
hafði hún hlaðið ísmúr milli þeirra.
I kvöld, þegar hann sá jólatréð prýtt ljósum og fánum og
gömlu jólastjömunni, sem verið hafði i eigu fjölskyldunnar um
margra ára skeið, stóð hann eins og steingervingur í dyragætt-
inni og horfði hvasst á hana. Svo þaut hann fram, greip hatt
sinn og frakka og hljóp niður tröppurnar.
Nú var hún alein eftir í stóru, hljóðu húsinu. Hún var ein-
mana þetta jólakvöld, og hún grét. Henni fannst hún vera gömul
og yfirgefin af öllum.
HERBERT BERNTSON, skrifstofustjóri, gekk niður Birgis-
jarlsgötu. Honum var ekki ljóst, hvers vegna hann Iagði leið
sína um þessa götu, öðrum fremur. Hann hafði aðeins í hyggju
að ráfa sem lengst í burtu frá heimili sínu og áhyggjunum.
Hann langaði til þess að vera innan um annað fólk, sjá Ijós og
myndi friður helgarinnar færast yfir alla borgina, sá friður,
hlusta á ysinn og þysinn á götunum. Hann vissþað innan skamms
sem fyrr eða seinna myndi neyða hann til þess að fara aftur
heim. Og hvað myndi þá taka við? Þau myndu sitja tvö við
matborðið, horfa hvort á annað og skynja, hversu örvæntingar-
full tilveran er og tilgangslaus.
Hvernig gat Greta verið svona hugsunarlaus að fara að kaupa
þetta jólatré?
Ef til vill ætlaði hún að reyna að flýja raunveruleikann?
Hélt hún, að það væri mögulegt á þessu kvöldi?
Ohhh, þetta jólatré — það ýfði upp gömul samvizkusár. Það
vissi hún vel. Því að innst inni vissi hann það, að henni fannst
það vera honum að kenna, hvernig komið var. Það var þó alltaf