Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951)

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Qupperneq 15

Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951) - 01.12.1949, Qupperneq 15
J Ó L t N JÓLAPÓSTURINN 1949 T i I jólagjafa: HÁLSMEN úr gulli og silfri NÆLUR EYRNALOKKAR ARMBÖND STEINHRINGAR úr gulli og silfri PLÖTUHRINGAR fyrir herra MANCH ETTU H N APPAR BÓKAMERKI o. fl. SYKUR- og SULTUSKEIÐAR — Sendi gegn póstkröfu hvert sem er. — Ásgrímur Albertsson gullsmiður Hafnarstræti 83. Kahler og kona hans stóðu hljóðlát við dyrnar og horfðu á fólkið við jólatréð. Gunna sat ólút og horfði á son sinn, og hún fann eitthvað heitt detta niður á hönd sína. Þá leit hún upp og á manninn, sem stóð fyrir framan hana. Hann stóð grafkyrr, en stór tár runnu niður kinnar hans. TVEIM KLUKKUSTUNDUM síðar sá lögregluþjónn, sem var á verði, bifreið nema staðar fyrir framan hús Berntsons, skrifstofustjóra. Út úr honum stigu tveir karlmenn og tvær konur. Onnur þeirra hélt á stranga, sem hún fór afskaplega varlega með. Lögregluþjónninn veitti þessu sérstaka eftir- tekt vegna þess, hve fáir voru á ferli svona síðla kvölds. Þetta kvöld var ljós í öllum gluggum, en eina ánægja hans var að sjá kveikt á einu jólatrénu eftir annað að baki glugga- tjaldanna. Hann stundi þungan og gekk áfram. Það var fremur dap- urlegt að þurfa að gegna þjónustu þetta kvöld, sem hann hafði helzt kosið að vera heima og njóta hátíðarinnar. Hálfri klukkustund síðar varð honum aftur gengið fram hjá húsi Berntsons. Hann nam staðar andartak og leit upp í gluggana. Nú var líka búið að kveikja ljós í þessu húsi. Og allur stóri glugginn á miðju húsinu var uppljómaður af stóru jólatré. — Þetta er fallegt ásýndar, muldraði lögregluþjónninn. Nú lítur þó raunverulega út fyrir, að jólin séu líka að byrja hjá skrifstofustjóranum. ■<* Gleðileá jól! þ-

x

Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn ([Akureyri] : 1949-1951)
https://timarit.is/publication/1962

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.