Bergmál - 01.07.1955, Qupperneq 6
J Ú L í
Bergmál ---------------------
fjölskyldu svolítið nánar, þeir
þykjast renna grun í, hvað
liggur að baki þessum orðum.
Ali Khan er ekki sjálfkjör-
inn eftirmaður föður síns
sem leiðtogi þessa volduga trú-
málaflokks. Keppinautur hans
um auðinn og völdin er hálf-
bróðir hans, prins Sadruddin,
sem innan fjölskyldunnar er
kallaður Sadri, og það er ekkert
leyndarmál, að Sadri er -gull-
kálfur gamla mannsins.
Ef til vill er það aðeins til að
grafa undan þessum keppinaut
sínum, sem Ali Khan talaði um
sjálfan sig sem væntanlegan
eftirmann föður síns, hann
gleymdi því, að Aga Khan, faðir
hans, þessi fulltrúi Múhameðs
hér á jörðu, er lífsreyndur og
vitur maður, sem fyrr myndi
fórna syninum en sannleik-
anum.
Aly Khan er að vissu leyti
lifandi eftirmynd föður síns, en
einnig að vissu leyti algjör and-
stæða hans. Ali Khan líkist föð-
ur sínum í því, að hann elskar
fagrar konur og góða hesta og
það er erfitt að skera úr því, á
hvoru sviðinu hann er fremri.
Hann hefur margoft verið við-
riðinn hjónabandshneyksli og
jafnoft viðriðinn skilnaðar-
hneyksli, meðal annars í sam-
bandi við enska samkvæmis-
dömu og einnig Hollywood-
stjörnuna Ritu Heywrrth. Hann
er þó talinn vera algjörlega
ósnortinn af öllum þeim
hneykslum, sem hann hefur
valdið og öllu umtali því að enn
sézt hann oft í fylgd með fræg-
um kvikmyndastjörnum eins og
Joan Fontain og Gene Tierney
og nú sem stendur þykir hann
vera sérstaklega hrifinn af Yv-
onne De Carlo.
A frönsku Rivieraströndinni,
þar sem hann heldur mest til,
sézt hann jafnan hvarvetna þar
sem drukknir eru cocktailar og
dansað, enda þótt drykkju-
skapurinn og óreglan hafi sett
sín spor í andlit hans og hár hans
sé farið að þynnast, þá hefur
hann samt aldrei á móti því að
láta taka ljósmyndir af sér og
hneykslissnápar dagblaðanna
elska hann og kalla hann gullna
prinsinn.
En það sem föður hans þykir
verst af öllu er það, að Ali hefur
engan áhuga, hvorki á menntun
né menningu á einu né neinu
sviði, einu bækur sem hann les
t. d. eru stuttar handbækur í
bridge.
Aga Khan spyr sjálfan sig með
réttu, hvernig hann geti verið
þekktur fyrir að velja sem eftir-
4