Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 9
B E R G M Á L
1 9 55 -------------------------
rómantískt. Hann kynntist
þessari konu vegna þess, að hann
dvaldist einn haustmánuð við
Bourgetvatnið og fór þá á hverj-
um degi inn í sælgætisbúð, en
þar var hún afgreiðslustúlka.
Ástæðan fyrir því að hann
heimsótti svo oft þessa sælgætis-
búð var sú, að honum var mikils
virði á þeim tíma að hann væri
sem bezt í skinn kominn, því að
þegnar hans greiddu honum ár-
lega jafnþyngd hans í perlum,
demöntum og gulli.
Hann var mjög ástfanginn af
þessari búðarstúlku, fór með
hana austur til Bombay og gift-
ist henni, en brúðkaupið stóð í
sjö nætur og sjö daga.
Eftir að Andrée Caron hafði
fætt manni sínum Sadruddin
prins fór henni að leiðast til-
veran sem indversk prinsessa,
og þráði Evrópulífið á ný, enda
fluttist hún stuttu síðar aftur að
Bourget-vatninu og settist að hjá
föður sínum í stórri höll, sem
hann hafði fengið að gjöf frá
Aga Khan, tengdasyni sínum.
Ekki slitnaði þó upp úr hjóna-
bandi þeirra fyrr en árið 1943,
er Aga skildi við hana til þess
að giftast frönsku fegurðar-
drottningunni Yvette Labr-
ousse, sem er núverandi kona
hans. Andrée fékk að halda öll-
um þeim indversku gimstein-
um, sem hann hafði gefið henni
á meðan þau voru gift og það
var ekkert smáræði, því að
verðgildi þeirra, miðað við ís-
lenzkar krónur, væri ca. 15
milljónir. Sadruddin fékk frá
upphafi uppeldi, sem sæmdi
hvaða prins sem væri. Hann var
alinn upp í beztu skólum í
Frakklandi, Sviss og Ameríku,
enda hefur hann tileinkað sér
nóga menntun til þess að vera
fær um að gefa út gott bók-
menntatímarit í París.
Pabbinn dáist mjög að mennt-
un hans og þekkingu og verður
það án efa þungt á vogaskálun-
um þann dag, sem þessi gamli
hálfguð velur á milli sona sinna
tveggja, en fram til þess dags
verðum við að bíða og gizka á,
hvor heldur verður fyrir valinu,
Ali eða Sadruddin.
„Heyrðir þú erindið, sem ég flutti í
útvarpið?"
„Nei.“
„Það var leiðinlegt".
„Jæja, mig grunaði það.“
★
„Ég vildi gjarnan máta kjólinn í
glugganum.“
„Ég get því miður ekki samþykkt
það, frú. En ef þér viljið máta hann
inni í bakherberginu, sem ætlað er til
slíks, þá er það velkomið."
7