Bergmál - 01.07.1955, Page 12
B E R G M Á L-------------------
blaðanna, að Subrac var al-
mennt álitinn vera sérvitringur,
sumar sem vetur gekk hann í
svartri síðri úlpu einni saman
c með inniskó á fótunum. Hann
var vel efnum búinn, og af því
að klæðnaður hans vakti undrun
mína, þá spurði ég hann einn
daginn, hver orsökin væri.
„Það er til þess að ég geti verið
enn þá fljótari að afklæða mig,
ef þörf skyldi krefjast,“ svaraði
hann. „Reyndar venst maður
því fljótt að vera léttklæddur,
það er meira en nóg að vera að-
eins í einni skyrtu, einum bux-
um og úlpu utan yfir. Ég hef
gengið svona klæddur síðan ég
var tuttugu og fimm ára og ég
hefi aldrei veikst.11
Þessi orð urðu fremur til að
auka forvitni mína en draga úr
henni. Hvers vegna, hugsaði ég,
skyldi Honoré Subrac skyndi-
lega þurfa að afklæða sig í
mesta flýti? Ég komst ekki að
neinni niðurstöðu, þrátt fyrir
ýmsar hugmyndir, sem ég gerði
mér um það.
Kvöld eitt kom ég venju
fremur seint heim til mín, eða
klukkan að ganga tvö að nætur-
lagi, og þá heyrði ég skyndilega
að það var einhver sem nefndi
nafn mitt í hálfum hljóðum. Mér
virtist sem hljóðið kæmi frá
----------------------- J ú l í
húsveggnum rétt við dyrnar hjá
mér.
Ég nam staðar og var óþægi-
lega snortinn.
„Er nokkur úti á götunni?"
spurði röddin. „Það er ég sem
tala, Honoré Subrac.“
„En hvar í ósköpunum ertu?“
hrópaði ég og horfði í allar áttir,
án þess að sjá nokkurs staðar
afdrep, þar sem að vinur minn
gæti dulizt. Hið eina, sem ég sá
af honum var síða úlpan hans,
hún lá á steinveggnum rétt við
garðshliðið og við hlið hennar
lágu inniskórnir hans, sem ég
kannaðist vel við líka.
A-ha, 'hugsaði ég. Nú hefur
eitthvað komið fyrir, sem neytt
hefur Honoré Subrac til að af-
klæðast í skyndi, það var gam-
an að fá loks tækifæri til þess
að fá leyndarmálið upplýst. En
upphátt sagði ég. „Það er eng-
inn úti á götunni, kæri vinur, þú
getur komið hingað til mín.“
Andartaki síðar stóð Honoré
Subrac við hlið mína og mér
fannst eins og hann hefði
sprottið út úr sléttum húsveggn-
um, sem ég hafði þó horft á án
þess að geta séð hann. Hann var
allsnakinn, en greip strax hemp-
una sína og sveipaði henni um
sig í mesta flýti, því næst
smeygði hann sér í morgun-
10