Bergmál - 01.07.1955, Síða 13
B E R G M Á L
1 9 55 -------------------------
skóna og fylgdist með mér upp
í herbergi mitt, en þar sagði
hann mér óumbeðið frá leynd-'
armáli sínu.
„Það eru vfst engar ýkjur, þó
maður segi að þú hafir orðið
undrandi,“ sagði hann, „en nú
skilur þú kannske, hvers vegna
ég geng svona einkennilega
klæddur, enda þótt þú skiljir
varla, hvernig ég fór að því að
fela mig svona vel, en það er í
raun og veru mjög einfallt og
og auðvelt. Þetta er aðeins að-
lögunarhæfileiki, sá hæfileiki
að samlagast umhveríinu full-
komlega.
Náttúran er góð móðir, hún
hefir gefið veikbyggðustu börn-
um sínum þann hæfileika að
geta samlagazt umhverfinu,
þegar hætta er á ferðum. Þetta
hefir þú vafalaust heyrt áður. Þú
veizt, að fiðrildi líkjast mjög
blómum og mörg skordýr líkjast
laufblöðum, kamelljónið skiptir
um lit eftir því umhverfi sem
það er statt í, hérar, sem eiga
heima í norðlægari löndum eru
hvítir til þess að geta samlagazt
umhverfinu, enda er illmögu-
legt að sjá þá í snjónum. Hér-
arnir á ökrunum hérna eru aftur
á móti mjög líkir gróðurlaginu
í því héraði, sem þeir halda til í.
Þannig tekst veikbyggðari dýr-
um að forðast óvini sína og
þrautseigja einstaklinganna í
að ná þessum árangri gefur svo
góða raun, að smátt og smátt
fær öll ættkvíslin á sig þann lit,
sem sótzt var eftir.
Og ég sem er stöðugt eltur af
miskunnarlausum óvini, ég sem
skelf og titra og er algjörlega
óhæfur til að verja sjálfan mig í
handalögmáli eða vopnavið-
skiptum, mér hefir tekizt það
sama eins og þessum dýrum.
Vegna hins óstjórnlega ótta,
sem ég er haldinn og með gífur-
legum viljakrafti hefur mér
tekizt að samlaga sjálfan mig
því umhverfi, sem ég er
staddur í.
Það eru nú mörg ár liðin síðan
ég fyrst uppgötvaði að mér væri
þessi hæfileiki gefinn, hæfileiki
sem ég hef síðan æft og þjálfað
af fremsta megni.
„Ég var þá tuttugu og fimm
ára gamall og konum fannst ég
yfirleitt mjög vel vaxinn og að-
laðandi maður. Ein þeirra, sem
reyndar var gift kona, sýndi
mér svo mikil vinarhót, að ég
gat ekki staðizt það, en vinátta
hennar varð örlagarík.
Kvöld eitt var ég heima hjá
henni, eiginmaður hennar hafði
farið í ferðalag og ætlaði að
vera í nokkra daga að heiman.
11