Bergmál - 01.07.1955, Page 15

Bergmál - 01.07.1955, Page 15
B E R G M Á L 1 9 5 5 ------------------------ fötunum mínum og samlagast húsveggnum hérna. Hann gekk rétt fram hjá mér og horfði for- vitnislega bæði á úlpuna mína og inniskóna, sem lágu við girð- inguna. Nú er þér ljóst hvers vegna ég verð að klæða mig eins og ég geri, ég myndi aldrei hafa tíma til þess að taka af mér slifsi, reimaða skó eða annan þann fatnað, sem karlmenn flestir ganga í og ef ég ekki kemst úr fötunum nógu fljótt, þá hefi ég ekkert gagn af hæfileika mín- um og böðull minn myndi þá fyrir löngu síðan hafa náð mér.“ Hann hafði lokið frásögn sinni og ég óskaði honum til ham- ingju með þennan hæfileika, sem ég vissulega öfundaði hann af. Næstu dagana hugsaði ég ekki um annað en þennan sér- kennilega hæfileika. Ég gerði sjálfur tilraunir til þess að sam- laga mig umhverfinu og beitti öllum mínum viljastyrk, en allt kom fyrir ekki. Ég reyndi að breyta sjálfum mér í strætis- vagn. Enn fremur reyndi ég við veggina í háskólanum og ekki sízt við Eiffelturninn, en þrátt fyrir það varð mér ekkert ágengt. Ég hafði auðsjáanlega enga hæfileika í þessa átt, eða þá að ég var ekki nógu vilja- sterkur. Ég var ekki ánægður með þá tilhugsun að ég hefði ekki viljastyrk á móti Honoré Subrac og að síðustu huggaði ég mig við það, að mismunurinn lægi í því, að ég væri miklu kjarkmeiri en hann, það væri náttúrlega þessi skelfilegi, óvið- ráðanlegi ótti, sem skapaði þennan hæfileika hjá Honoré Subrac. Nokkrar vikur liðu án þess ég sæji Honoré Subrac aftur, en svo kom hann skyndilega heim til mín eitt kvöldið. „Þessi maður,“ stamaði hann. „Óvinur minn, hann veitir mér eftirför, hvar sem ég fer. Þrisvar sinnum hefir mér tekizt að sleppa undan honum með því að nota hæfileika minn til að sam- lagast umhverfinu. Ég get ekki lýst því, vinur minn, hversu hræddur ég er. Hræðslan er alveg að gera útaf við mig.“ Ég sá að hann hafði lagt af, en auðvitað nefndi ég það ekki. „Það er aðeins eitt, sem þú getur gert,“ sagði ég, „þú verður að hypja þig á brott, það er eina leiðin til að losna við þennan óþreytandi og samvizkulausa þrjót. Hypjaðu þig á brott og feldu þig í einhverju smáþorpi. 13

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.