Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 16

Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 16
B E R G M Á L----------------- Þú getur gjarnan falið mér að gera það, sem þú átt eftir ógert hér í París og farið á brott héð- an þegar í stað. Því ferðu ekki bara beint til járnbrautarstöðv- arinnar nú í kvöld?“ Hann leit á mig þakklátum augum og sagði: „Gerðu það fyrir mig að fylgja mér niður á járnbrautarstöðina. Ég er svo hræddur.11 Við gengum þegjandi hlið við hlið niður götuna. Honoré Subrac var stöðugt að líta aftur íyrir sig og virtist mjög tauga- veiklaður. Skyndilega æpti hann upp yfir sig og tók á sprett frá mér, en á hlaupunum kastaði hann frá sér kápunni og inni- skónum. Á eftir okkur kom maður á harðahlaupum. Ég reyndi að hefta för hans, en þrjóturinn sleit sig af mér; hann var stór og þrekvaxinn og hélt á skamm- byssu í hægri hendi. Nú miðaði hann á Honoré Subrac. Honoré var nú kominn upp að múrvegg einum allháum, sem umkringdi klaustur, og í sömu andrá hvarf hann gjörsamlega eins og hann hefði verið lostinn töfrasprota. Skammbyssumaðurinn horfði á eftir honum gapandi af undr- un, því næst rak hann upp reiði- öskur og eins og til að hefna sín ----------------------- J ú l i á múrveggnum, sem virtist hafa rænt fórnardýri hans, skaut hann öllum skotunum úr byss- unni á múrinn þar sem Honoré Subrac hafði horfið. Er hann hafði lokið þessu, hvarf hann eins og kólfi væri skotið niður eftir einhverri þver- götu. Fjöldi fólks þyrptist þarna að vegna skotanna og lögreglan varð að síðustu að dreifa mann- fjöldanum. Er allt var loks orðið kyrrt og hljótt á ný, kallaði ég á vin minn, en hann svaraði ekki. Ég þreifaði á múrveggnum. Hann var ennþá volgur og ég sá þar förin eftir sex skammbyssu- kúlur. Þrjár þeirra höfðu skollið á múrnum í svipaðri hæð og hjarta Subracs myndi hafa verið, hinar þrjár höfðu sprengt út úr múrnum lítið eitt hærra uppi og þar fannst mér ég geta greint, að vísu mjög óljóst og ógreini- lega, einhverjar línur eða skugga, sem vissulega líktust mannsandliti. ★ Frúin (við stúlkuna, sem sækir um vist): „Af hverju fóruð þér frá fyrri húsbændum yðar?“ Stúlkan: „Af því að ég braut bolla.“ Frúin: „Er það eina ástæðan?" Stúlkan: „Já, en það kom bara smá- gat á höfuðið á frúnni um leið.“ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.