Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 17
SKRÍTLUSÍÐA
Listamaðurinn hafði lokið lestri
bókar, sem hann hafði tekið að sér að
myndskreyta.
„Heyrðu annars," sagði hann við
konuna sína, „þessi saga á að hafa
gerzt fyrir átján árum síðan, eða árið
1937, hvernig voru kvenkjólarnir þá?“
„Eins og þessi, sem ég er i,“ svaraði
hún og leit grimmdarlega til hans.
★
Það er sagt að börn séu komin á
bernskuskeiðið þegar þau fara að
reyna að ala upp foreldra sína.
★
Einn af þessum nýríku í Reykjavík,
sennilega úr þeim hópi manna, sem
blöðin nefna fj ármálamenn, hringdi
hér um daginn á opinbera skrifstofu
í höfuðborginni og bað um upplýsing-
ar varðandi ferðalag, sem hann hugð-
ist taka sér fyrir hendur. Skrifstofu-
maðurinn sem svaraði fyrirspurnun-
um lenti í hálfgerðum vafningum með
að svara, vegna þess að spyrjandinn,
sá nýríki, hafði ekki gert sér fulla
grein fyrir því að Dettifoss væri
norðanlands og heldur ekki, að Hall-
ormsstaðaskógm- gæti verið annars
staðar ?m í Þórsmörk.
Þessir vafningar skrifstofumannsins
urðu þess valdandi, að sá nýríki missti
alla þolinmæði og æpti í símann: „Ég
tala alls ekki við yður meira, en vil
fá mann með heila í hausnum í þennan
síma.“
„Gjörið þér svo vel, herra ......
Ég skal bíða í símanum á meðan þér
sækið hann.“
Maður nokkur, sem hafði drukkið
helzt til mikið í samsæti einu, ákvað
að stytta sér leið heim til sín og gekk
því yfir kirkjugarðinn, en svo ó-
heppilega vildi til að hann álpaðist
ofan í nýtekna gröf, sem tekin hafði
vérið þetta kvöld.
Vegfarandi einn heyrði hróp hins
drukkna manns niðri í gröfinni og
hugðist skjóta hönum skelk í bringu.
Hann gekk því að gröfinni og sagði
með draugslegri röddu. Hvað ert þú
að gera í minni gröf.“
Fulli maðurinn niðri í gröfinni hætti
hrópunum og stóð sem steini lostinn.
,,Hvað ert þú að gera í minni gröf?“
spurði vegfarandinn á ný, uppi ó
grafarbarminum.
„Hik — hvað ég er að gera í þinni
gröf?“ muldraði sá fulli og klóraði sér
í hnakkanum. „Það væri nær að ég
spyrði hvern fjandann þú ert að
flækjast upp úr henni?“
★
Sjö ára snáði kemur til pabba síns
út í skemmu: „Heyrðu, pabbi, lamdi
afi þig hér áður fyrr?“
„Já, sonur sæll.“
„En heldurðu að langafi hafi lamið
afa á sínum tíma?“
„Já, sonur sæll.“
„En heldurðu að langa-lang-afi hafi
lamið langafa?"
„Já, sonur sæll.“
„Heyrðu pabbi, gætum við ekki
hjálpast að við að uppræta þehnan
arfgenga ruddaskap?“
15