Bergmál - 01.07.1955, Side 24
B E R G M Á L ----------------
ungfrú Witchingame var — það
sem þeir kalla hérna í söfnuðin-
um — þrungin. Hún á allmargar
mjög verðmætar eignir og tölu-
vert í lausu fé og verðbréfum.
Hún hefir auðvitað verið nurl-
ari, vesalingurinn. Og nú vill
hún í iðrun sinni gefa þetta allt
saman.“
„Einhverjum fátækum veit-
ingaþjóni.“
„Það lætur nærri, að ég ósk-
aði mér þess,“ sagði gamli sálu-
sorgarinn og stundi þungan. „Ég
þekki að minnsta kosti þrjá í
þeim hópi, sem þyrftu mjög á
þessu að halda — en það er öðru
nær, féð á að ganga óskipt til
eina erfingja hennar.“ Og svo
sagði hann Ellery þessa ein-
kennilegu sögu um frænda
nornarinnar.
Ungfrú Witchingame átti tví-
burasystur og þótt þær væru ná-
kvæmlega eins að ytra útliti,
voru þær mjög ólíkar í skoðun-
um sínum. Ungfrú Witchingame
hafði til dæmis snemma komizt
á lagið með gin og hinar sterk-
ari tegundir af whisky, þar sem
systir hennar hafði alla tíð litið
á allt vín, sem sérstaka freist-
ingu komna beint frá þeim
vonda. Ungfrú Witchingame
fékk ást á grönnum, laglegum
og dökkhærðum Spánverja, 'en
------------------------- J ú l í
systir hennar sem hafði að trú-
arjátningu „gjaldið líku líkt“
elskaði hreinræktaðan aría, eftir
því sem ungfrú Witchingate
sagði séra Brown — mann að
nafni Erik Caard frá Fergus-
fossum í Minnisóta. Hann var
stór, hæglátur víkingur sem
hafði gengið í ensku kirkju-
deildina og gerzt trúboði. Elsk-
hugi ungfrú Witchingame hljóp
frá henni ógiftur og eftirlét
henni lítið eitt siðlausar endur-
minningar. Séra Caard bað sinn-
ar konu með miklum virðuleik
og honum var tekið af miklum
fögnuði.
Caard-hjónin eignuðust son
og þegar hann var átta vetra að
aldri fluttu þau til Austurlanda.
Kona trúboðans skrifaði systur
sinni fyrstu árin en eftir því
sem heimilisfang ungfrú Witch-
ingate varð ótryggara, fóru
bréfin að koma með æ lengra
millibili og hættu loks með öllu.
„Mér skilst,“ sagði Ellery, „að
ungfrúin hafi eftir að hún tók
að iðrast synda sinna, beðið yður
að hafa upp á systur sinni.“
„Ég sendi fyrirspurnir fyrir
milligöngu trúboðsins okkar,“
sagði séra Brown, „og komst að
því að séra Caard og kona hans
höfðu verið myrt fyrir mörgum
árum — Japanirnir léku oft
22