Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 24

Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 24
B E R G M Á L ---------------- ungfrú Witchingame var — það sem þeir kalla hérna í söfnuðin- um — þrungin. Hún á allmargar mjög verðmætar eignir og tölu- vert í lausu fé og verðbréfum. Hún hefir auðvitað verið nurl- ari, vesalingurinn. Og nú vill hún í iðrun sinni gefa þetta allt saman.“ „Einhverjum fátækum veit- ingaþjóni.“ „Það lætur nærri, að ég ósk- aði mér þess,“ sagði gamli sálu- sorgarinn og stundi þungan. „Ég þekki að minnsta kosti þrjá í þeim hópi, sem þyrftu mjög á þessu að halda — en það er öðru nær, féð á að ganga óskipt til eina erfingja hennar.“ Og svo sagði hann Ellery þessa ein- kennilegu sögu um frænda nornarinnar. Ungfrú Witchingame átti tví- burasystur og þótt þær væru ná- kvæmlega eins að ytra útliti, voru þær mjög ólíkar í skoðun- um sínum. Ungfrú Witchingame hafði til dæmis snemma komizt á lagið með gin og hinar sterk- ari tegundir af whisky, þar sem systir hennar hafði alla tíð litið á allt vín, sem sérstaka freist- ingu komna beint frá þeim vonda. Ungfrú Witchingame fékk ást á grönnum, laglegum og dökkhærðum Spánverja, 'en ------------------------- J ú l í systir hennar sem hafði að trú- arjátningu „gjaldið líku líkt“ elskaði hreinræktaðan aría, eftir því sem ungfrú Witchingate sagði séra Brown — mann að nafni Erik Caard frá Fergus- fossum í Minnisóta. Hann var stór, hæglátur víkingur sem hafði gengið í ensku kirkju- deildina og gerzt trúboði. Elsk- hugi ungfrú Witchingame hljóp frá henni ógiftur og eftirlét henni lítið eitt siðlausar endur- minningar. Séra Caard bað sinn- ar konu með miklum virðuleik og honum var tekið af miklum fögnuði. Caard-hjónin eignuðust son og þegar hann var átta vetra að aldri fluttu þau til Austurlanda. Kona trúboðans skrifaði systur sinni fyrstu árin en eftir því sem heimilisfang ungfrú Witch- ingate varð ótryggara, fóru bréfin að koma með æ lengra millibili og hættu loks með öllu. „Mér skilst,“ sagði Ellery, „að ungfrúin hafi eftir að hún tók að iðrast synda sinna, beðið yður að hafa upp á systur sinni.“ „Ég sendi fyrirspurnir fyrir milligöngu trúboðsins okkar,“ sagði séra Brown, „og komst að því að séra Caard og kona hans höfðu verið myrt fyrir mörgum árum — Japanirnir léku oft 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.