Bergmál - 01.07.1955, Page 29

Bergmál - 01.07.1955, Page 29
B E R G M Á L 1 9 55 ----------------------- „Þarna hleypur hann,“ hróp- aði séra Brown. Ellery kallaði á lögreglumanninn, sem kom að bragði og tók manninn undir hendina. Meðan lögreglumaðurinn var að koma háa, brúneyga svikar- anum burtu og hinn smávaxni, bláeygi Jóhannes Caard var að reyna að tjá Ellery þakkir sínar á einhverju hrognamáli úr kór- esku, kínversku og ensku, gekk séra Brown að stóru, þykku bókinni og fletti henni upp á blaðsíðu 563. Undrunarsvipur kom á beinabert andlit hans og svo tók hann umbúðapappírinn utan af og leit á kjölinn. „Þessi bók heitir alls ekki Réttarlæknisfræði og hagnýt erfðafræði. Þetta er gömul út- gáfa af „Hver er maðurinn!“ „Getur það verið,“ sagði Ell- ery skömmustulegur, „ég hefði getað svarið að — „Sleppið því,“ sagði séra Brown strengilega. „Mendelius og Claggett eru ekki til. Þér hafið búið til alla þessa sögu um brúnu og bláu augun. Er það ekki?“ „Það var eitt sinn haft fyrir satt af fræðimönnum,“ sagði Ellery með saknaðarhreim, „en líklega eru þeir hættir að halda þessu fram nú. Það hefir nefni- lega alltof oft komið fyrir að hinir strangheiðarlegustu, og beztu foreldrar hafa átt brún- eyg börn æ ofan í æ. En brún- eygi svikarinn okkar vissi ekk- ert um það, var það, séra Brown?“ Maður nokkur hringdi á auglýsinga- skrifstofu dagblaðs og bað fyrir aug- lýsingu þess efnis að hundurinn hans væri týndur og hann myndi greiða 2 þúsund króna fundarlaun. Tveim tímum síðar hringdi maður- inn á ný til að tilkynna, að hundurinn væri kominn í leitirnar. Sendillinn svaraði þá í símann, svo að maðurinn bað um samband við ritstjórann eða bara einhvem af blaðamönnunum. „Það verður enginn við hér í dag,“ svaraði strákur. „Þeir fóru allir út að leita að hundi, sem auglýst var eftir.“ ★ „Hamingjan hjálpi mér!“ hrópaði skólastjórinn, er hann hafði lokið lestri bréfsins frá dóttur sinni, sem var strokin að heiman. „Hvað er að, vinur minn?“ spurði kona hans blíðlega. Hann rétti henni bréfið. „Hún hefir þá strokið með þessum sölumanni, eftir allt sarnan," sagði frúin rólega. „Mér kemur það ekki á óvart.“ „Já, en sérðu það ekki, kona?“ hrópaði skólastjórinn. „að hún hefir skrifað þori því. Það er sama bölvuð þágufallssýkin alls staðar.“ 27

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.