Bergmál - 01.07.1955, Qupperneq 36
B E R G M Á L----------------------
inu. En þrátt fyrir það er hann hund-
óánægður með kaup sitt, og hyggst
stofna nýtt kvikmyndatökufélag.
★
Lauritz Melchior, danski óperu-
söngvarinn, er sagður sitja með sveitt-
an skallann við að semja æviminn-
ingar sínar. Ennþá hefir hann þó
ekki valið ævisögunni nafn. Einhver
gárungi stakk upp á því við hann að
láta bókina heita „Stór-Dani“, því að
til væri á Norðurlöndum eitthvað sem
héti „Stór-Svíi“, og því þá ekki eins
„Stór-Dani“, enda yrði aldrei annað
sagt en Melchior bæri nafnið með
rentu.
Ekki hefir fengizt staðfest hvort
Melchior samþykkti þessa tillögu.
★
Ava Gardner hefir falið sig bak við
gríðarstór, dökk sólgleraugu einhvers-
staðar í Dýflinni síðan hún skildi við
Frank Sinatra. Nú hefir heyrzt að
þau Ava og Frank muni eiga að leika
saman í kvikmynd á næstunni, en
hvorugt þeirra segist þó hafa heyrt
það annars staðar en í slúðurdálkum
leikarablaðanna. Frank hefir dvalizt
í Ástralíu undanfarið og alls ekki falið
sig á bak við neitt. Hann lætur vel af
Ástralíu og segir það vera eitt dásam-
legasta land sem hann hafi heimsótt,
og því til sönnunar segir hann að
tuttugu þúsundir manna hafi komið
til að sjá hann, er hann kom á flug-
völlinn í Sidney, og þó hafi það verið
seint um kvöld og klukkutíma ferð
sé frá höfuðborginni út á flugvöllinn.
★
Vinnukonuvandræði eru mikil í
Hollywood, til dæmis segir Brenda
Marshall, að hún hafi orðið að hætta
---------------------------- J Ú LÍ
að leika, til þess að geta sinnt heimili
sínu, en hún er gift ^Ailliam Holden
leikara. Þau gátu að vísu fengið þjón;
sem gjarnan vildi taka að sér hús-
störfin öll, en hjónunum kom saman
um að hann væri svo dýr, að það
þyrfti fok-ríkt fólk til að standa undir
slíkum lúxus.
★
June Havoc er aftur á móti ein
þeirra, sem er svo hamingjusöm að
hafa góða vinnukonu, en það munaði
litlu að hún missti hana í fyrra sumar,
því að Esther Williams var að reyna
að lokka hana til sín, og sagði vinnu-
konan húsmóður sinni, June Havoc,
að hún væri að hugsa um að skipta
um vist vegna þess að Esther byggi
nær miðborginni. June klappaði á öxl-
ina á vinnukonunni og sagði: „Góða
láttu þér ekffi detta slíkt í hug, það
er hvergi hægt að stinga niður fæti
heima hjá henni Esther fyrir rénnandi
blautum sundbolum." Vinnukonan
vissi auðvitað að Esther Williams er
frægasta sundkona Hollywood, og lét
sér segjast, svo að hún er enn hjá
June Havoc.
★
Paulette Goddard hefir að sjálfsögðu
auglýsingafulltrúa eins og aðrar Holly-
wood-stjörnur. Hér um daginn vildi
auglýsingastj óri hennar vekja ræki-
lega athygli á henni með því að færa
blöðunum þær fréttir, að hundurinn
hennar hefði gleypt alla skartgripi
sem hún ætti.
Pauletta hrópaði upp yfir sig: „Ertu
orðinn vitlaus, maður, þá myndu
menn álíta að skartgripir mínir væru
svo fáir að þeir kæmust fyrir í magan-
um á kjölturakka."
34