Bergmál - 01.07.1955, Síða 37
KVIKMYNDASAGA
Heillandi — viðburðarík — ástarsaga.
EYÐIMERKUR
HERDEILDIN
Eftir Murcel de Grave
Það sem áður er komið:
Poul Lartal kapteinn í frönsku Út-
lendingaherdeildinni fer með herflokk
tii að leita að Omar Ben Kalíf, en er
þá gert fyrirsát og liði hans gereytt.
Sjálfur særist hann hættulega, en er
þá bjargað af ungri stúlku, sem hjúkr-
ar honum og skilur hann því næst
eftir þar sem leitarmenn Útlendinga-
herdeildarinnar finna hann og flytja
hann til bækistöðva sinna. Síðar slæst
hann í fylgd með Plevko, gömlum Her-
sveitarmanni, undir leiðsögn arabisks
manns, sem fylgir þeim um leynistíg
inn í Iraouenfjallgarðinn, þar sem þeir
koma að lokum að fagurri borg og er
Lartal leiddur fyrir foringja borgar-
innar, sem nú gengur undir nafninu
Si Khalil, en er i raun og veru gamall
Herdeildarmaður. — Ungur, mentaðar-
gjarn maður að nafni Crito hyggst ná
völdum í þessari friðsömu borg með
því að giftast Morjana, en Si Khalil,
faðir hennar, vonar að Lartal komi í
veg fyrir það með því að giftast Mor-
jana sjálfur. Fyrstu nóttina í leyni-
borginni læðist launmorðingi inn í
svefnherbergi Lartals.
Það er sagt að sannur Her-
deildarmaður sofi alltaf með
annað augað opið og hlusti
jafnframt með öðru eyranu.
Hvernig sem því annars er
varið, þá fann Lartal það í gegn-
um svefninn að hætta væri yfir-
vofandi og glaðvaknaði á sama
andartaki, en hreyfði sig ekki.
í sömu mund og rýtingnum var
brugðið á loft snaraðist Lartal
fram úr rúminu. Rýtingurinn
var rekinn á kaf í sængurfatn-
aðinn, en á sama augnabliki
greip Lartal um úlnlið árásar-
mannsins, en maðurinn var
sterkur og ákveðinn í því að
ljúka ætlunarverki sínu. Hon-
um tókst að snúa sig af Lartal
og hóf rýtinginn á loft á ný.
35