Bergmál - 01.07.1955, Qupperneq 38
J Ú L í
B E R G M Á L----------------
Lartal. beygði sig eldsnöggt nið-
ur og greip um báðar fætur
andstæðings síns svo að hann
missti jafnvægið og féll á gólfið.
Þeir tókust á á gólfinu, og að
lokum tókst Lartal að ná um
úlnlið mannsins, hægt og hægt
tókst honum að beygja hand-
legg hans á bak aftur, þar til að
lokum, að launmorðinginn
hljóðaði upp yfir sig og sleppti
hnífnum. Hann var nú auðveld-
ur sem lamb og kveinaði og
kvartaði og baðst hlífðar. Lartal
virti hann fyrir sér og veitti því
þá athygli að það glampaði á
sili'ur undir jakkalafi hans. Þetta
var úrkeðja og við það fest gull-
úr og aftan á því stóð H. Smith
corporal. Þetta kallaði fram í
huga Lartals allt sem gerzt
hafði daginn sem honum var
veitt fyrirsát, hann sá Smith
fyrir sér liggjandi á orustuvell-
inum skotinn í bakið. Nú vissi
hann hver einn af morðingjun-
um hafði verið, en þótt honum
væri það nú ljóst, þá hafði hann
samt enn ekki komizt á snoðir
um allt hið sanna í málinu, enda
þótt hann grunaði hvert sam-
hegnið væri. Fótatak heyrðist
utan við dyrnar og var þeim
hrundið upp. Þar var Crito
kominn og á hæla honum kom
Morjana. Unga stúlkan var
skelfingu lostin, þar til hún
hafði komizt að raun um, að
Lartal var ósærður. Crito var
sótrauður í andliti af reiði, en
hann hafði þó nokkurn veginn
vald yfir röddinni, er hann sagði
ógnandi:
„Ég sagði yður að það væru
til menn, sem ekki geðjaðist að
nærveru yðar. Þessi maður er
einn af áhangendum mínum, en
hann er bjálfi.“
Lartal tók upp úrið. „Ég fann
þetta í vasa hans, og nú veit ég
hver stóð fyrir launsátinni,“
sagði hann.
Crito glotti illkvittnislega.
„Já,“ sagði hann, „það var ég
sem gerði yður fyrirsát, ég er
sá sem þér hafið nefnt Omar
Ben Kalíf, ég mun ganga með
sigur af hólmi, fyrirsátin var
aðeins byrjun.“
Lartal gekk hægt og rólega til
hans og þaggaði niður í honum
með því að gefa honum kinn-
hest.
„Slík móðgun,“ sagði Crito,
„heimilar mér vafalaust að velja
vopn í einvígi okkar, það verð-
ur lensa.“
Lartal kinkaði kolli. Hann
veitti því athygli, að Morjana
greip til munnsins eins og til
þess að forðast að hrópa upp
yfir sig, en hún sagði ekki neitt.
36